Ný Dögun - 01.11.1991, Page 44

Ný Dögun - 01.11.1991, Page 44
/s]ý Dögun. við mig var sagt: „Ólöf mín þú ert s vo ung og átt eftir að hitta annan mann", þegar ég var við það að gefast upp. Eða að segja við foreldra er misst hafa eitt bam af fjórum: „þið eigið nú þrjú enn". □ Reyndu að setja þig í spor vinar þíns. Ef þú ert með vini þínum í margmenni og sérð að hann er við það að bresta í grát, segðu þá ekki: „Er allt í lagi með þig". Reyndu frekar að styðja vin þinn með því að hæla honum, „ þú stendur þig vel". □ Ekki lofa nema þú sért þess fullviss að geta staðið við loforðið.Kunningi minn sagði við mig: „Ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig láttu mig vita". Ég sagði kvíðin að ég hefði áhy ggjur af garðinum, það þyrfti að slá, þá sagði hann: „Ég átti ekki við það, þú hefur nú gott af því að hreyfa þig". □ Gerðu þér grein fyrir því að ein- f öl dustu verk geta reynst vini þínum ofviða. Venjuleg heimilisverk, eru oft mjög erfið fyrst eftir missi. Það krefst orku, sem vinur þinn hefur ekki. Mikilvægt er að bjóðast til að vinna heimilisverkin, versla og spyrja: „Get ég gert eitthvað fyrir þig"? □ Mundu umfram allt, að sá sem hefur misst er manneskja rétt eins og allir aðrir, með þarf ir f yrir vináttu, f élagsskap, útiveru og uppbyggilega skemmtim. Vinur þinn þarfnast hjálpar þinnar til að skapa nýtt líf, hann er óöruggur í sínu eigin umhverfi, því hann þekkir ekki sjálfan sig eða viðbrögð sín. Því þarf hann oft á tíðum fylgd meðan hann stígur fyrstu skrefin út í lífið á ný. □ Ekki vera hræddur við að standa augliti til auglitis við þann, sem hefur nýlega misst. Ef þú hittir syrgjanda óvænt, náðu þá augnsambandi. Það særði mig mikið að sjá gamla kunningja forðast mig. □ Gefðu til kynna að þú haf ir frétt and- látið. Sumir tala um allt og ekkert, og að lokum veit syrgjandinn að þú veist, vegna þess að annars hefðirðu spurt frétta. Þetta getur valdið því að syrgjandinn treysti sér ekki heldur til að tala um þann látna, og við það geturðu sært án þess að þú vitir af. Það er betra að muldra: „Ég var svo miður mín þegar ég heyrði lát..." □ Hvenær áttu að hringja?Á laugar- dagskvöldum og sunnudögum finnur vinur þinn hvað sárast fyrir missinum, því þá var fjölskyldan vön að vera saman. Hringdu á þessum tíma. □ Aðhlustaávinþinníneyðerbestaog mikilvægasta hjálpin, sem þú getur veitt. En hæfnin að hlusta af skilningi er ekki öllum gefin í vöggugjöf. Hún krefst þjálf- unar, en hafðu það að leiðarljósi að einsetja þér að skilja sem best hvernig vini þínum líður. Því betur sem þú reynir að átta þig á líðan hans, því meiri stuðning veitir þú viðkomandi. □ Hikaðu ekki við að nefna nafn hins látna. Ágætt er að æfa sig áður en þú hittir vin þinn. □ Ekki vanrækja vin þinn þegar frá líður. En því miður, þá gætir þess nú í ríkara mæli að syrgjandinn einangrist í sorg sinni. Orsakir þessa eru margvíslegar, ein þerra er þó tvímælalaust vanþekking á sorginni sjálfri. Þú sem átt um sárt að binda og lest næstu línur, vertu minnugur þess að sorgin hefur á sér margar hliðar. Það sem kom mér best þarf ekki endilega að henta þér. „Betra er að gefa en þiggja". Þegar ég var aumust í minni sorg og átti ekkert að gefa, þá hugsaði ég oft, að það væri auðveldara að gefa en að þiggja. En jafnframt reyndi ég af veikum mætti að þakka vinum mínum fyrir vinarvottinn. Nú, fjórum árum seinna sátum við vinimir á fögru vorkvöldi og rifjuðum upp þennan erfiða tíma. Ég þakkaði þeim enn á ný og fullyrti, að án þeirra vináttu hefði ég jafnvel gefist upp. Einn vinur minn benti mér á að ég hefði verið þess megnug að tjá tilfinningar mínar og þess vegna hefði verið svo auðvelt að hjálpa mér. Þessi vinur minn fann að með 44

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.