Ný Dögun - 01.11.1991, Side 45

Ný Dögun - 01.11.1991, Side 45
/sJý TJögun- því að gefa þáði hann líka. Lítíð dæmi: Ef hringt var og vinur spurði hvernig ég hefði það, þá svaraði ég heiðarlega hvemig mér leið, og gat þess jafnframt að það hefði verið gott að heyra símann hringja. Ef ég fann að ég gat deilt tilfinningum mínum og losað um sársauka, þá þakkaði ég viðkomandi fyrir. Við getum ekki ætlast tíl þess að aðrir skilji okkur. Auðvitað er það huggun þegar aðrir skilja, en staðreyndin er sú að við stöndum ein, því að samband okkar við hinn látna ástvin og umfang missis er breytilegt eftír hverjum og einum. Þetta er barátta okkar, sem við ein getum háð. Þó svo að vinir geti ljáð okkur vopn og barist með okkur. Tilfinningar eru ekki réttar eða rangar. Þær eru. Hegðun þín getur verið góð eða slæm, rétt eða röng, við hæfi eða ekki. Hugsun þín getur verið skýr eða ekki, skynsöm eða ekki. En tílfinningarnar sem þú berð í brjóstí em þínar. Það er heimsku- legt af fólki að leggja tíl að þú hættir að finna tíl á þennan hátt. Það er útilokað. Margir vinirgetaekkimóttekið sárustu tilfinningar þínar. Þaðermiður. Hvernig þeir bregðast við getur líka gert þig, t.d. enn reiðari. Það væri gott ef vinirnir áttuðu sig á, að þegar þú tjáir reiðina, ert þú að taka ábyrgð á tilfinn- ingum þínum og ert ekki líklegur til að láta það bitna á þeim. Það er útilokað að fara að ráðum annarra. Ég minnist þess forðum daga þegar ég hafði hug á að fara í leikhús og leitaði ráða hjá tveim vinum mínum, vegna þess að ég var svo óörugg með sjálfa mig. Annar sagði: „Það er nú of skammt liðið, það er ekki við hæfi að þú farir út að skemmta þér." Og hinn sagði: „Þú ert nú svo ung, þú verður að lifa áfram, drífðu þig í leikhúsið og svo á ballið á eftir". Sættu þig því við það að vinir þínir gagnrýni ákvarðanir þínar. Þú einn, syrgjandi góður, veist manna best hvers þú ert megnugur. Minnstu þess að margir syrgjendur hafa endurnýjast án hjálpar ef þeir höfðu fjölskyldu og vini, sem viðurkenndu þarfir þeirra, studdu þáogsyrgðueinnig. Þúþarft að fá tækifæri til þess að tala um kringum- stæður dauðans og minnast ástvinar þíns aftur og aftur. Ef fjölskylda og vinir þínir geta skapað þér öryggi til að komast í gegnum sárustu sorgina, þá ert þú heppinn. Því að þeir munu gegna mikilvægu hlutverki á komandi árum í lífi þínu. En ef fjölskyldan og vinirnir eru ekki í stakk búnir, eða vilja ekki styðja þig, ráðlegg ég þér að leita til sorgarsamtaka eða fagaðila. Astvinamissir er erfið reynsla, sem á okkur er lögð. Ég hafði það ætíð að leiðarljósi, að reyna að þroska minn innri mann við hvert nýtt skref sem ég tók. Ég reyndi eftír fremsta megni að gefa mér tíma tíl að syrgja, en ekki tíl að gleyma. Ég hef hér stiklað á stóru, augljóst er að mikið vantar í þessa upptalningu, en ég vona að hún vekji ykkur til umhugsunar um margbreytileika og mikilvægi vináttunnar í lífi hverrar manneskju. Oplð Kus Fyrir utan 1. þriðjudag mánaðarins frá október til maí stendur Ný Dögun fyrir opnu húsi fyrír syrgjendur í safnaðarheimili Laugameskirkju. Allir syrgjendur er velkomnir. Opnahússnefnd skipa: Olga Snorradóttir, jóna Dóra Karlsdóttir, Elínborg Jónsdóttir, Elín Sverrisdóttir, Halla Eiríksdóttir.

x

Ný Dögun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.