Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 114

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 114
114 Hönnunarfyrirtækið Navis hefur alla tíð lagt áherslu á umhverfisþætti og orku- sparnað við skipahönnun og hafa sér- fræðingar fyrirtækisins þróað aðferðir sem minnka kolefnisspor skipanna til að sporna gegn sóun auðlinda og mengun umhverfisins. Meðal annars hefur Navis í samstarfi við fleiri íslensk fyrirtæki lokið hönnun á fyrsta hybrid línubátnum í heiminum en hann mun alfarið nota endurnýjanlega orku við veiðar. Við tók- um hús á Hirti Emilssyni framkvæmda- stjóra Navis og syni hans Bjarna Hjart- arsyni hönnuði en starfsemi fyrirtækis- ins er í Húsi sjávarklasans á Granda. Rafmagnið í öll skip „Það er alveg ljóst í okkar huga að raf- væðing fiskiskipaflotans er nær okkur í tíma en flesta grunar og þar viljum við vera í fararbroddi, ekki aðeins hér heima heldur á alþjóðavísu. Við höfum unnið að hönnun línubátsins um skeið og nú kemst skriður á það verkefni eftir að við fengum 2ja ára styrk frá Tækniþróunar- sjóði til að halda verkinu áfram. Þá erum við einnig með umsókn hjá ESB um smíðastyrk og ef af smíði verður mun Vísir í Gindavík gera bátinn út. Hug- myndin er að í bátnum verði lítil olíu- drifin aflvél til að nota á stíminu en síð- an sjái rafhlöður um að knýja bátinn og tæki hans við veiðar. Miðað við þann hraða sem er í þróun á rafhlöðutækni fyrir t.d. bíla þá spái ég því að það stytt- ist mjög í að við sjáum fiskiskip sem ein- göngu verða knúin rafmagni,“ segir Bjarni í samtali. Gríðarlegur orkusparnaður Aukning gróðurhúsalofttegunda er vax- andi vandamál og Íslendingar hafa skuldbundið sig til að minnka verulega kolefnisfótspor sitt á næstu 15 árum. Ef það tekst ekki mun ríkissjóður þurfa að greiða sektir sem geta numið hundruð- um milljarða króna. Það er því mikið í húfi. „Þjóðir heims munu ekki ná að sporna gegn gróðurhúsalofttegundum nema með því að ráðast í orkuskiptin nú þegar í iðnaði, samgöngum og sjávarútvegi. Hybrid tæknin hefur aðeins verið að stinga niður fæti í skipum, t.d. ferjum og hafa norsk yfirvöld sýnt mikinn áhuga á þeirri tækni. Þeir láta ekki orðin duga heldur hafa þeir eflt rannsóknir á þessu sviði og styðja vel við bakið á þeim. Þá hefur norska vegagerðin ákveðið að framvegis verði öll ný skip hennar knúin rafmagni að hluta eða öllu leyti. Við Ís- lendingar erum líka framarlega í þessu og nægir að horfa til smíði á Herjólfi en ákveðið hefur verið að hann verði alfar- ið knúinn rafmagni í ferðum milli Eyja og Landeyjarhafnar. Öllum þessum skrefum ber að fagna en betur má ef duga skal. Útgerðirnar þurfa að fá hvata til að sjá ljósið í þessu en þegar hefur verið sýnt fram á að með hybrid vélbúnaði megi spara allt að 30% í eldsneytiskostnaði. Hvað fiskveiðarnar varðar bætist fleira við því með rafknúnum skipum eykst aflaverðmætið til muna og öll vinnuað- staða um borð verður mun betri,“ segir Hjörtur. Rafhlöðurnar í ballestinni „Ég hef trú á því að við sjáum fljótlega stærri skip búin tvinntækninni og síðan verði þau alfarið knúin rafmagni. Þetta hefur í för með sér ýmsar breytingar um borð; vélarrúmin verða talsvert frá- brugðin því sem er í dag, rafhlöðurnar verða í ballest skipsins og allur vélbún- aður mun taka mun minna pláss. Skipin verða léttari, þau verða því sem næst hljóðlaus og án útblásturs og titringur- inn hverfur. Í dag tala úrtölumenn um að rafhlöðurnar séu ekki nægjanlega öfl- ugar en það er að breytast hratt þessa dagana og nægir að benda á bílaiðnað- inn í því sambandi. Raftæknin þar hefur tekið algjörum stakkaskiptum á örfáum árum. Sú þróun mun örugglega leiða til þess að ekki aðeins ferjur verði rafknún- ar heldur einnig flutningaskip og fiski- skip. Þetta er spennandi þróun og við hjá Navis göngum hressir inn í framtíð- ina,“ segir Bjarni. navis.is Rafvæðing fiskiskipa er á næsta leiti Bjarni Hjartarson, hönnuður hjá Navis ehf. til vinstri og Hjörtur Emilsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þjóðir heims munu ekki ná að sporna gegn gróður- húsalofttegundunum nema með því að ráðast í orkuskiptin nú þegar í iðnaði, sam- göngum og sjávarútvegi.“ Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.