Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Qupperneq 25
Brauð og bakkelsi 10. águst 2018 KYNNINGARBLAÐ Í Sunnumörk í Hveragerði er stað-sett eitt besta bakarí á landinu og þótt víðar væri leitað. Almar bakari var opnað í apríl 2009 og hefur síðan þá verið bakað þar dýrindis brauð og ljúffengt bakkelsi ofan í þakkláta gesti. Húsnæðið er bjart og notalegt og er pláss fyrir 70–80 manns í sæti. Allt aðgengi fyrir hjólastóla og barna- vagna er til fyrirmyndar og er alla jafna brjálað að gera á sumrin, enda alltaf eitthvað nýtt og spennandi á boðstólum. Ljúffeng og heilsusamleg salöt í hádeginu „Við tókum salatbarinn í notkun í lok vetrar og hann hefur slegið rækilega í gegn,“ segir Ólöf Ingibergsdóttir, eiginkona Almars bakara, en hún er alltaf kölluð Lóa. Salötin eru allt í senn fjölbreytt, heilsusamleg og ljúffeng. „Þú getur valið um sex tegundir af til- búnum salötum eða valið í þitt eigið salat sem starfsfólkið setur saman fyrir framan þig. Hverju salati fylgja síðan súrdeigsbrauðbollur,“ segir Lóa. Salatið er afar vinsæll kostur sem hádegisverður hjá vinnandi fólki á svæðinu, en íþróttafólk, til dæmis þeir sem stunda crossfit, sækja mikið í þennan salatbar og fá þar vænan skammt af próteini og trefjum. Salatið er vel útilátið og kostar 1.890 krónur sem er hagstætt verð fyrir góðan hádegisverð. Lóa minnir á að þó að flestir fái sér salat í hádeg- inu sé salatbarinn opinn allan daginn. „Það er hægt að koma hingað fyrir klukkan sex og taka með sé salat heim í kvöldmatinn,“ segir hún. Einnig eru tvær tegundir af súpu með súrdeigsbrauði í boði alla virka daga og kosta 1.090 krónur. Hollt brauð og mikil fjölbreytni „Við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á hollt brauð, þar á meðal súr- deigsbrauð. Af því að súrdeigsbrauðin fá svo langan tíma til að gerjast þá þarf ekki að bæta við þau neinum óhollum aukaefnum,“ segir Lóa. Eldbökuð flatbrauð eru annað einkennismerki Almars bakara en þessi ljúffengu flatbrauð njóta mikilla vinsælda. Þau eru sviðin svo maður verður svartur á fingurgómunum við að borða þau. Gífurlegt úrval af samlokum er ávallt að finna í afgreiðsluborðinu og Almar bakari býður auk þess upp á eitt mesta úrval landsins af kökum og sætabrauði. Opið er alla virka daga frá 7–18 og um helgar er opið frá 8–18. Almar bakari – Bakarí og kaffihús er staðsett að Sunnumörk 2, í Hvera- gerði, rétt hjá Bónus og Arion banka. Hægt er að hafa samband í síma 483-1919. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Almars bakara. Almar bakari: Salatbarinn hefur slegið í gegn Eigendurnir, Almar Þór Þorgeirsson (t.h.) og Örvar Arason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.