Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 34
34 10. águst 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginÍsland, málgagn Þjóðernissinna, 25. apríl 1936 Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is B irgir Kjaran var sá úr Flokki þjóðernissinna sem náði hvað lengst á pólitískum vettvangi en hann sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um átta ára skeið. Í janúar árið 1933 bauð Birgir sig fram til formanns Framtíðar- innar, nemendafélags í Mennta- skólanum í Reykjavík, og hafði þar sigur. Voru nemendafélög þá allflokkspólitískari en nú gengur og gerist. Þremur mánuðum síðar var Þjóðernishreyfingin stofnuð og var snemma ljóst að Birgir veitti henni stuðning. Síðar varð hann virkur í Flokki þjóðernissinna. Þetta gátu menntskælingar ekki þolað og fór svo að samþykkt var vantrauststillaga á Birgi og hon- um steypt, sem er einsdæmi í sögu félagsins. Eftir stúdentspróf nam hann hagfræði við háskól- ana í Kiel og München í Þýska- landi. Birgir gekk í Sjálfstæðisflokk- inn og sat í bæjarstjórn Reykja- víkur árin 1950 til 1954 og á Al- þingi árin 1959 til 1963 og 1967 til 1971. n H ann var kallaður íslenski böðullinn og var sam- starfsmaður þýskra nas- ista í Noregi. Ólafur hélt til Noregs í nám skömmu fyrir stríð og kynntist þar mönnum úr leyniþjónustu þýska hersins. Hann gekk þeim á hönd og kom upp um marga úr norsku andspyrnuhreyfingunni, sér- staklega í borginni Björgvin. Lentu margir í fangabúðum og rúmlega tuttugu voru drepnir vegna Ólafs. Einn af þeim sem Ólafur kom upp um var íslenskur maður að nafni Leifur Muller, sem ætl- aði að yfirgefa landið með ólög- legum hætti. Var hann sendur í Sachsenhausen-búðirnar, skammt frá Berlín, þar sem beið hans vítisvist sem hann náði sér aldrei fyllilega eftir. Í stríðslok var Ólafur kominn til Danmerkur og þaðan ætlaði hann að flýja til Íslands með skipinu Esju. En Bretar stöðvuðu skipið, handsömuðu hann og komu honum aftur til Noregs til að svara fyrir glæpi sína. Þar var hann dæmdur til 20 ára þrælk- unarvinnu vorið 1947 en Ís- lendingar þrýstu fast á að hon- um yrði sleppt til Íslands sem var gert sama ár, Norðmönnum til mikillar gremju. Allir flokkar í utanríkis- málanefnd Íslands vildu Ólaf lausan, líka Sósíalistar, og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gekk harðast fram. Eftir stríðið stofnaði Ólafur endurskoðunar- skrifstofu í Reykjavík. n Ólafur Pétursson kom upp um andspyrnumenn Þ egar nasisminn óx í Þýska- landi á fjórða áratug síð- ustu aldar spruttu upp fasískar hreyfingar víða um Evrópu sem náðu mismikilli fót- festu. Hér á Íslandi kolféll stefnan þótt þjóðernissinnar væru mjög sýnilegir og duglegir að viðra sín sjónarmið. Um áratuga skeið lá þessi saga í þagnargildi en árið 1988 skrifuðu bræðurnir Illugi og Hrafn Jökulssynir tímamótabók þar sem steinum var velt ofan af þessari ljótu fortíð. Armur Sjálfstæðisflokksins ósáttur við Gúttó Þjóðernishreyfing Íslendinga var stofnuð árið 1933 að þýskri fyrir- mynd en helsta kveikjan að stofn- un flokksins var Gúttóslagurinn svokallaði, 9. nóvember árið 1932. Kreppan var þá í hámæli og at- vinnuleysi mikið og ákvað bæjar- stjórn að lækka launin í atvinnu- bótavinnunni. Eftir fundinn í Gúttó, góðtemplarahúsi Reykja- víkur, þar sem þessi ákvörðun var tekin urðu uppþot og slagur á milli lögreglu og verkamanna. Verkamenn, studdir af kommún- istum, höfðu betur í slagnum og hætt var við tillöguna. Margir Sjálfstæðismenn yst á hægri vængnum voru ósáttir við slíka „lögleysu“ og fannst flokk- urinn ekki hafa bein í nefinu til að takast á við þennan uppgang kommúnista. Einnig voru óá- nægðir Framsóknarmenn með- al stofnenda sem og fólk sem ekki hafði verið í stjórnmálum áður en hreifst af hinum þýska nasisma og Hitler sem var þá ný orðinn kansl- ari. Helstu stefnumál Þjóðern- ishreyfingarinnar var að vernda íslenska þjóðmenningu og hvíta kynstofninn. Vildu flokksmenn loka fyrir innflutning fólks nema sérmenntað fólk sem Íslendingar þyrftu á að halda. Vandamál flokksins var hins vegar að Ís- land var mjög einsleitt samfé- lag á fjórða áratugnum og lítið af útlendingum á landinu, nema þá Dönum sem komnir voru af kaup- mönnum. Þýski nasisminn byggði að miklu leyti á gyðingahatri en sárafáir gyðingar voru búsett- ir á Íslandi. Íslensku þjóðernis- sinnarnir beindu því spjótum sín- um aðallega að kommúnistum. Vinsælir í MR og Háskólanum Innbyrðisdeilur komu fljótt upp hjá Þjóðernishreyfingunni, líkt og oft gerist hjá nýjum öfgaflokk- um, og ollu þær því að flokkurinn „ENGINN AF ÞEIM ÞURFTI AÐ GJALDA ÞESS Á NOKKURN HÁTT“ ÍSLEN SKIR N ASISTA R BJÖRN SV. BJÖRNSSON DÆMDI MANN TIL DAUÐA B jörn var liðsmaður Waffen SS og sonur Sveins Björns- sonar, fyrsta forseta lýð- veldisins. Björn kynntist nasismanum eftir að hann flutti til Hamborgar árið 1930 en þar starfaði hann hjá Eimskipum. Þegar seinni heimsstyrjöldin hófst starfaði hann sem fréttarit- ari á austurvígstöðvunum en síð- an var hann sendur í áróðurs- deild í Kaupmannahöfn þar sem hann starfaði bæði við blaðaút- gáfu og útvarp. Í stuttan tíma var honum treyst til að stýra danska ríkisútvarpinu. Birni var einnig treyst til að sitja í dómarasæti í einstökum málum. Í einu slíku máli árið 1945 dæmdi hann danskan, fyrrverandi SS liða til dauða fyrir liðhlaup og þjófnað. Óvíst er hvort dómnum var fram- fylgt þar sem Þjóðverjar gáfust upp degi seinna. Björn gaf sig fram eftir upp- gjöfina og sat í fangelsi í Dan- mörku til ársins 1946 þegar hon- um var sleppt vegna þrýstings frá Íslandi. Sveinn var þá orðinn for- seti. Eftir það bjó Björn ýmist á Ís- landi, Argentínu eða Þýskalandi og vann ýmis störf. Meðal annars seldi hann alfræðiorðabækur og kenndi tónlist. n Birgir Kjaran sat á þingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.