Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 46
46 FÓLK 10. ágúst 2018 Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR „Munum þá sem gleyma“ – Hlaupið í minningu Magnúsar Andra fyrir Alzh eimersamtökin Þ ann 23. október síðast- liðinn lést Magnús Andri Hjaltason langt fyrir aldur fram, en hann varð bráð- kvaddur í sundlauginni í Grinda- vík. Magnús Andri og fjölskylda hans eru ötulir stuðningsmenn Alzheimersamtakanna, en Hjört- fríður Jónsdóttir, eiginkona Magn- úsar Andra, greindist með Alzhei- mer árið 2012. Magnús Andri vann í Tengi ehf. í 26 ár og var einn af lykil- starfsmönnum fyrirtækisins í vexti þess. Í minningu hans hyggst hóp- ur fyrrverandi vinnufélaga hans hlaupa til styrktar Alzheimersam- tökunum í Reykjavíkurmaraþon- inu þann 18. ágúst næstkomandi. „Magnús Andri hljóp í nokkur ár með hlaupahópnum Stingum af, sem hleypur fyrir Alzheimer- samtökin,“ segir Arnar Árnason hjá Tengi ehf. „Þar var Maggi Andri afskaplega hár í áheitasöfnun og var hann áheitakóngur í fyrra. Hann var ötull stuðningsmaður til styrktar samtökunum og hefur unnið mjög vel í þeirra þágu, eins og hann gat samhliða því að að- stoða konuna sína, hana Hjöddu.“ Í febrúar síðastliðnum ákváðu samstarfsfélagar og vinir Magn- úsar Andra að stofna hlaupahóp í minningu hans. „Við vildum halda kyndli hans á lofti, hann hafði sett sér það markmið að Stingum af myndi safna milljón og við höfum sett okkur það markmið að safna hálfri milljón þannig að saman ættum við að ná þessari milljón sem er markmiðið. Það er aðdá- unarvert að sjá hve margir eru tilbúnir til að taka þátt og gefa í maraþoninu.“ Allir starfsmenn Tengis ehf. sem tök hafa á taka þátt. „Við gerð- um okkur vonir um að tíu starfs- menn tækju þátt, en um leið og við lögðum þetta til voru allir sem til- tækir voru til í að vera með. Raun- in er því sú að við erum 24, um 60 prósent starfsmanna fyrirtækis- ins. Hlauparar eru á öllum aldri, af báðum kynjum og í öllu formi. Hver og einn hleypur á sínu tempói, þrír fara hálfmaraþon og hinir 10 kíló- metra.“ Tengi ehf. styður við alla starfs- menn með því að greiða þátttöku- gjald allra og styður við undir- búninginn. „Þetta hefur verið hvatning fyrir marga til að byrja að hreyfa sig. Við höfum verið að hvetja hvert annað, fara í hlaupa- greiningu og fá tilboð á hlaupa- vörum fyrir okkur. Andlát Magnúsar Andra var reiðarslag fyrir marga starfsmenn hér, hann var mikill húmoristi og þekkingarbrunnur, mjög vandað- ur maður,“ segir Arnar. „Við hvetj- um alla sem geta til að styrkja þetta verðuga málefni, margt smátt gerir eitt stórt. „Munum þá sem gleyma“.“ n Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Magnús Andri og Hjörtfríður ásamt börnum sínum, Berglindi Önnu, Hjalta og Ernu Rún í maraþoninu árið 2014, en Erna Rún og Hjalti hlaupa einnig í ár fyrir Alzheimersamtökin. Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt? Að ég sé ljóshærður. Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? Kurteisi og næringarfræði. Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu? B&L bíl. Hvað viltu að standi skrifað á legsteinin- um þínum? Vinur vina sinna. Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinn- inn sé til. Hvernig svarar þú? 63 stykki á Austurvelli. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Afrika með TOTO. Hvað ætti ævisagan þín að heita? Síðasta fíflið er ekki fætt. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? Nýtt líf. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Handball Special Adidas-skór. Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Einsa kalda vini mínum (Einar Björn Árnason kokkur). Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag? Helst ekki. Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónu- lega? Nei, en konan mín gerir það. Ef þú mættir bæta við ellefta boð- orðinu, hvernig hljómaði það? Þetta reddast. Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Tuð. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Rammstein í Kórnum. Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér? Keyrt of hratt. Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Tomma og Jenna. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Að fara á Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum. Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna? Nei, ég myndi rétta honum handklæði og gefa honum hárblásarann minn (þarf hann ekki lengur). Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Að vera til staðar fyrir fjölskyldu sína, sama á hverju gengur. Hvað er framundan um helgina? Bara afslöppun og að rífa æfingar aftur í gang. „Ég myndi gefa Geir Ólafs hárblásarann minn“ Björgvin Þór Rúnarsson er stoltur Eyjamaður og lék með ÍBV í hand- knattleik áður en hann hélt upp á land til að nema bakaraiðn hér á árum áður, en þar lék hann með Víkingi og fleiri liðum á sínum langa ferli. Björgvin lék með öllum landsliðum Íslands í handbolta og þjálfaði einnig í Noregi. Einnig hefur hann starfað sem aðstoðaþjálfari hjá KR og síðan Gróttu í úrvalsdeild karla. Björgvin nemur nú löggildingu fasteignasala og útskrifast í vor frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Domusnova fast- eignasölu í tæp fimm ár. Eitt af hans stóru áhugamálum er viðburðahald tengt tónleikum og því um líku en hann hefur komið nálægt því síðast- liðin 20 ár, þar á meðal Harlem Globetrotters/TOTO og svo Foreigner í vor svo eitthvað sé nefnt, en hann undirbýr nú tvo stórviðburði 2019 sem verða tilkynntir fljótlega. Björgvin er mikill fjölskyldumaður og líður best í faðmi fjölskyldunnar. Hann sýnir lesendum DV á sér hina hliðina. HIN HLIÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.