Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 9
17. ágúst 2018 FRÉTTIR 9 Jakson sófi frá Dawood Verð: 44.030 Verð áður: 62.900 Rúm, borð, stólar sængur, koddar, sófar, gjafavara ofl. Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri 20-70% AFSLÁTTUR ÚTSALA að Sigurður hafi ávallt átt erfitt með að horfast í augu við eigin samkynhneigð. Hann leggur mikla áherslu á að það sé ekki tæknilega rétt að Sigurður sé barnaníðing- ur þar sem fórnarlömb hans hafi verið á unglingsaldri. Að sögn Sommer leitaði Sigurður í ung- lingspilta í vændi því hann hafði ekki treyst sér almennilega til að koma út úr skápnum. Sommer ítrekar að hann þó hafi ímugust á vændi. Sommer segir að Sigurður eigi nú kærasta, 22 ára sjómann, en sá sé hins vegar ekki kominn út úr skápnum. Kærastinn starfar hjá félaginu. Allir þrír, Sigurður, Sommer og Hilmar, eru spurð- ir um hvernig það hafi gerst að verktaki sem átti að sjá um tölvu- kerfi hafi á svo stuttum tíma náð að hreiðra um sig í fyrirtækinu. Hvernig stæði á því að svo vafa- samur maður hafi náð að redda einum nánasta vini sínum og kærasta vinnu hjá fyrirtækinu eftir svo stuttan starfsaldur? Engin skýr svör fást við því. Að sögn Hilmars Ágústs lenti fyrirtækið í miklum tölvuvand- ræðum fyrr á árinu. Þá hafi einn starfsmaður og vinur Sigurðar mælt með honum í starfið. „Ég man eftir að hafa séð hann í fréttunum og svona. Ég spurði hann bara beint út í dómana hans og hann var mjög opinn með þetta. Ég talaði við konuna mína og hún var alls ekki hress með þetta, við erum sjálf með ungan strák og henni leist ekkert á að hann væri að hanga þarna. Hún kom þarna og yfirheyrði hann og hún var ekk- ert smá grimm, ég vorkenndi manninum,“ segir Hilmar Ágúst og hlær. Líkt og fyrr segir er ekki fyllilega ljóst hvernig tölvuviðgerðir þróuðust í það að Sigurður raðaði sínum nánustu í stöður innan fyrirtækis- ins og, að því er virðist, hann búi í húsnæði þess. Stjórnarformaður í 260 milljón króna félagi Skýli 1 er í eigu einkahlutafélags- ins Bjargfasts og forráðamaður þess er Hilmar Ágúst Hilmarsson, athafnamaður í flugiðnaðinum, búsettur í Sviss. Lítið hefur farið fyrir Hilmari í þjóðfélagsum- ræðunni og er hann fæstum Ís- lendingum kunnur. Nafn hans kom hins vegar við sögu þegar Panamaskjölin voru gerð opinber. Þar var hann meðal þeirra Ís- lendinga sem skráðir voru fyrir aflandsfélögum á Cayman- eyjum í Karíbahafinu. Félög Hilmars sem þar komu fram voru Avijet Limited og Global Fuel Limited. Félagið Bjargfastur leigir skýli 1 til ýmissa íslenskra flug- félaga og þyrluþjónustufélaga. En Hilmar fer fyrir og á fleiri fyrirtæki sem hafa skráð heim- ilisfang í skýlinu. Þar á meðal áðurnefnd Global Fuel, Heimflug, BIRK Invest, ACE FBO og ACE Handling. ACE Handling starfar meðal annars í afgreiðslu flugvéla og hjá því félagi er Sigurður Ingi skráður sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri síðan í maí síð- astliðnum. Hlutaféð í ACE Handling er í eigu Arwen Establishment í Liechtenstein sem Hilmar fer fyrir, og tengdist báðum áðurnefndum aflandsfélögum, og félaginu GX Holding. Sigurður Ingi er prókúru- hafi félagsins en þann 4. septem- ber árið 2017, nokkrum mánuð- um áður en hann var skráður fyrir félaginu, var hlutafé þess hækkað umtalsvert, úr tæplega 48 millj- ónum króna í tæpar 259 milljónir. Sigurður varð svo stjórnarformað- ur félagsins í maí 2018 og er starf- andi stjórnarformaður í dag og situr einn í stjórn samkvæmt gögn- um félagsins. Einn varamaður er í stjórninni, Robert Tomasz Czarny. Rétt eins og Sigurður þá er Czarny dæmdur kynferðisafbrota- maður. Í október árið 2014 var hann dæmdur í fjögurra ára fang- elsi fyrir hrottalega misnotkun á tveimur dætrum fyrrverandi sam- býliskonu sinnar yfir margra ára tímabil. Yngri stúlkuna misnot- aði Czarny þegar hún var á aldrin- um átta til þrettán ára og þá eldri þegar hún var tólf til fjórtán ára. Í dómnum segir um eitt af hans mörgu brotum: „Þegar stúlkan var á aldrin- um 8 til 13 ára, þar af undir lok tímabilsins að D í […], með því að hafa ítrekað káfað á líkama henn- ar og kynfærum með höndunum, margoft kysst hana tungukossum á munninn og reynt að láta hana snerta á sér kynfærin, að minnsta kosti í tvö aðgreind skipti látið kyn- færin nema við rass og endaþarms- op hennar og að minnsta kosti í tuttugu og fimm skipti nuddað kynfærunum upp við og inn í kyn- færi hennar.“ Þegar Hilmar Ágúst er spurð- ur hvort hann viti að varamað- ur Sigurðar í stjórn félagsins sé dæmdur barnaníðingur, seg- ist Hilmar ekki hafa vitað af því. „Nei, ég vissi það ekki, þetta er vinur hans Sigga,“ segir hann og hlær. Blaðamaður spyr þá Hilmar Ágúst hvort honum þætti það eðli- legt að skipa menn sem stjórnar- formann og varamann sem hafa báðir verið dæmdir fyrir kynferð- isafbrot gegn börnum. Áður en Hilmar Ágúst getur svarað grípur Dan Sommer snarlega inn í um- ræðuna og segir: „Sigurður hefur ekki verið dæmdur fyrir barnaníð gagnvart börnum. Sigurður hef- ur aldrei labbað framhjá leikskóla og fengið standpínu við það. Hann fór í fangelsi fyrir kaup á vændis- þjónustu.“ Skulda tugmilljónir í opinber gjöld ACE Handling, sem Sigurður var skipaður stjórnarformaður fyrir fyrr á þessu ári, skuldar tug- milljónir í opinber gjöld til rík- issjóðs. Þetta staðfestir Hilmar Ágúst, eigandi félagsins, í samtali við blaðamenn. Þegar Sigurður er hins vegar spurður um skuldir Dæmdir barnaníðingar, kung-fu prestur, Panamaprins og sértrúarsöfnuður leika lausum hala á Reykjavíkurflugvelli Skýli eitt sem hýsir dæmda níðinga og sértrúarsöfnuð. MYND HANNA Dan Sommer er líka prestur og fermir og skírir börn í flugskýli 1. n Barnaníðingar í stjórn n Reglur brotnar n Isavia vissi ekki neitt n Sértrúarsöfnuður í flugskýlinu n Réð barnaníðing vegna vorkunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.