Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 18
18 17. ágúst 2018FRÉTTIR - EYJAN Sænskir kjósendur óöruggir n Svíar kjósa í næsta mánuði n Nauðgunum og morðum fjölgar Á aðeins sjö árum hefur morðum, frömdum með skotvopnum, fjölgað um 120 prósent í Svíþjóð. Þá hefur bílbrunum, skotárásum og hópnauðgunum fjölgað undan- farin misseri. Því er ekki að undra þótt lög og regla í samfélaginu séu eitt heitasta málið í kosn- ingabaráttunni en Svíar kjósa til þings þann 9. september. Í nýjustu könnun sænska forvarnarráðsins, BRÅ, kemur fram að 30 prósent kvenna og 19 prósent allra íbúa landsins finna til óöryggis þegar þeir fara út að kvöldlagi, hlutfall- ið hefur hækkað jafnt og þétt síðan 2013. Um 38 prósent Svía telja að „mikil“ fjölgun hafi orðið á afbrot- um á undanförnum þremur árum. Um 29 prósent eru „mjög óróleg“ vegna afbrotatíðninnar. Erfitt er að horfast ekki í augu við staðreyndir í málaflokknum því tölfræðin sýnir að þróunin hef- ur verið neikvæð. Almenningur er meðvitaður um að Svíar standa frammi fyrir stóru samfélagslegu vandamáli sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ýmsar aðgerðir. Fleiri morð og nauðganir Það er ekki úr lausi lofti gripið þegar fólk segist telja að afbrotum hafi fjölgað. Á milli áranna 2016 og 2017 fjölgaði kærum vegna nauðgana um rúmlega átta pró- sent þegar búið er að taka tillit til fjölgunar landsmanna. Frá 2011 nemur fjölgunin tæplega 21 pró- senti. Einnig hefur öðrum kyn- ferðisbrotum fjölgað. Fjögur prósent sænskra kvenna segjast aðspurð hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á síðasta ári, flestar eru þær á aldrinum 16 til 24 ára. Hvað varðar skotárásir er töl- fræðin jafnvel enn verri. Á síðasta ári skráði lögreglan 320 slík mál, 40 létust í þessum málum þar af aðeins ein kona. Þetta er 120 pró- senta aukning frá 2011. Það er þó jákvætt að það sem af er ári hef- ur skotárásum fækkað en þær eru enn mjög margar. Í Malmö hafa 10 verið skotnir til bana það sem af er ári. Þar af voru þrír menn skotn- ir til bana og þrír særðir í einni skotárás í sumar. Almenningur er þó ekki í skotlínunni öllum stund- um að sögn BRÅ og líkurnar á að vera skotinn eru ekki meiri nú en fyrir nokkrum árum. Skotárásirnar snúast um átök glæpagengja og þau hafa hreyft við tölfræðinni. Í raun hefur morðum vegna af- brýðisemi og í hópum þeirra sem minna mega sín fækkað en átök glæpagengja vega þar upp á móti í tölfræðinni og rúmlega það. Flest fórnarlömbin eru ungir karlmenn í stóru borgunum Malmö, Gauta- borg og Stokkhólmi. Átökin snú- ast að miklu leyti um yfirráð yfir fíkniefnamarkaðinum. Hvað varðar kynferðisbrot- in hefur dómum ekki fjölgað en kærðum málum hefur fjölgað. Hjá BRÅ telja sérfræðingar líklegt að kynferðisbrotum hafi fjölgað, það sé ekki bara þannig að fólk sé frekar farið að kæra þau en það geti líka spilað inn í fjölgun kæra. Hverjir fremja afbrotin Ein af skýringunum á þessari auknu glæpatíðni er að innflytj- endur eigi hlut að máli, og nýtur sú skýring sífellt meiri hylli. Málefni innflytjenda og flóttamanna hafi lengi verið einhvers konar tabú í umræðunni í Svíþjóð en breyting hefur orðið þar á á undanförn- um misserum. Áður fyrr var sem þjóðin væri nokkuð samstíga um stefnuna í þessum málum en það hefur verið að breytast. Svíþjóðar- demókratarnir eru í fararbroddi þeirra sem benda á að innflytjend- ur eigi hér hlut að máli en flokk- urinn vill gjörbreyta stefnunni í innflytjendamálum. Það er erfitt að styðja þetta með tölum því frá 2005 hefur ekki verið safnað gögn- um um hverjir fremja afbrot, hvort það eru innfæddir eða innflytj- endur eða afkomendur þeirra. Sænskir fjölmiðlar, þá helst Dagens Nyheter, Expressen og Aftonbladet, hafa því tekið að sér að kafa ofan í refsidóma til að geta skýrt frá hverjir fremja afbrotin. Dagens Nyheter fór til dæmis yfir mál 47 grunaðra og 53 sak- felldra fyrir morð og morðtilraun- ir með skotvopnum, allt mál sem komu fyrir dómstóla. Niðurstaðan var að annað foreldri gerendanna, hið minnsta, var útlent. Helming- ur þeirra fæddist utan Svíþjóð- ar. Flestar fjölskyldurnar voru frá Norður-Afríku eða Mið-Austur- löndum. Í maí birti Aftonbladet umfjöllun um hópnauðganir. Farið var í gegn- um 58 mál frá 2012 en 112 höfðu verið sakfelldir í þeim. Niðurstaðan var að gerendurnir voru yfirleitt ungir, undir áhrifum vímuefna og þekktu fórnarlambið. En það sem vakti mesta athygli og umtal var að tæplega þrír af hverjum fjórum voru fæddir utan Evrópu. Í kjölfar umfjöllunar Afton- bladet í maí um gerendur í hópnauðgunarmálum kröfðust margir stjórnmálaflokkar þess að BRÅ myndi aftur byrja að skrá af- brot innflytjenda sérstaklega. BRÅ ætlar að verða við þessu og hefja slíkar skráningar á næsta ári. Hjá stofnuninni eru þó skiptar skoð- anir um þetta og sumir telja mik- ilvægara að rannsaka hvernig hægt sé að hjálpa ungum piltum, sem koma til landsins, að skilja sænskar venjur og gildi. Er samfélaginu um að kenna? Þessar tölur hafa haft mikil áhrif á umræðuna en afbrotafræðingar og félagsfræðingar höfðu fram að þessu vísað því á bug að menning og erlendur uppruni væri eitthvað sem þyrfti að hafa sérstaklega í huga við rannsóknir á afbrotum. Einn vinsælasti viðmælandi fjöl- miðla þegar kemur að umfjöllun um afbrot er afbrotafræðingur- inn Jerzy Sarnecki. Aftonbladet hafði eftir honum að hlutfall inn- flytjenda í afbrotatölfræðinni væri hátt, of hátt, en það væri aðallega vegna þeirra aðstæðna sem þeir búa við í Svíþjóð, til dæmis vegna stéttaskiptingar. Þá taldi hann einnig hugsanlegt að réttarkerfið mismuni þeim og ekki sé útilokað að lögreglan sé viljugri til að rann- saka mál þeirra en innfæddra Svía. En sífellt fleiri Svíar sætta sig ekki við skýringar sem þessar. Það getur hugsanlega skýrt mikla fylgisaukningu Svíþjóðar- demókratanna þessa dagana. Sví- ar hafa fram að þessu almennt ekki spáð mikið í uppruna fólks, það hefur frekar verið dæmt út frá gerðum sínum en ekki upp- runa eða húðlit. En þetta viðhorf gæti verið að breytast vegna um- ræðunnar um innflytjendur en Svíar hafa tekið við miklum fjölda innflytjenda og flóttamanna á undanförnum árum. Nú er svo komið að mörgum Svíum þykir fá- ránlegt að tengsl afbrota og fjölg- unar innflytjenda séu ekki rann- sökuð. Það sé eins og yfirvöld séu í afneitun. n Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is ORÐIÐ Á GÖTUNNI Innbrotsþjófurinn er líka hirðljósmyndari Sjálfstæðisflokksins „Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum átta ára ferli í pólitík. Þau mæta með ljósmyndarann sjálf sem bíður hér,“ sagði Kristín Soffía borgar fulltrúi Samfylkingarinnar um útgöngu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi skipulagsráðs í vikunni. Sagði Kristín að Sjálfstæðismenn hefðu verið svo æstir í að komast í fréttir að þeir hefðu komið með eigin ljósmyndara með sér. Ljósmyndarinn sem um ræðir er Sigtryggur Ari Jóhannsson, fyrrverandi ljósmyndari DV, en hann starfar í dag á Fréttablaðinu. Kamelljónið Sigtryggur, eða Diddi eins og hann er gjarnan kallaður, er enn og aftur hafður fyrir rangri sök þegar hann er við störf. Stutt er síðan að íbúar í Vesturbænum töldu Didda vera innbrotsþjóf að undirbúa óhæfuverk þegar hann gaf sér góðan tíma til að taka ljósmyndir af húsi knattspyrnukappans Gylfa Þórs Sigurðssonar. Í grúppu íbúa í Vesturbænum hafði fólk verulegar áhyggjur. Nú er Diddi enn og aftur hafður fyrir rangri sök og er nú sagður hirðljós- myndari Eyþórs Arnalds og hans fólks. Diddi var vitanlega á svæðinu á vegum Fréttablaðsins og hafði haft veður af því að mögulega væri frétt í uppsiglingu. Orðið á götunni er að á ritstjórn Frétta- blaðsins hafi ein okkar reyndustu og bestu blaðakonum haft á orði að aðra eins vitleysu hefði hún ekki heyrt á sínum ferli og þegar Diddi var sakaður um að vera handbendi Sjálfstæðismanna. „Þetta er maður sem er eins lítið til fara og Sjálf- stæðismaður og hugsast getur. Hann er eins og Pírati!“ hrópaði blaðakonan upp yfir sig, eins og henni einni er lagið. Eftir stendur spurningin, hvort er verra að vera sakaður um að vera ósvífinn innbrotsþjófur eða hirðljós- myndari Sjálfstæð- isflokks- ins! Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.