Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 55
SAKAMÁL 5517. ágúst 2018 4. desember, 2010, tók hin bandaríska Jennifer Trayers afdrifaríka ákvörðun. Vopnuð hnífi réðst hún á eiginmann sinn, herlækninn Frederick Trayers III, og banaði honum. Ástæðan mun hafa verið að eiginmaðurinn hafði leitað hófanna í ástamálum út fyrir vébönd hjónabands- ins. Það hugnaðist Jennifer ekki og því fór sem fór. Af ástkonu læknisins fer litlum sögum. Jennifer fékk 16 ára dóm þann 9. mars árið 2012. stórt til að rúma allan skarann. Það gekk ekki eftir og því fluttu Billy og Kenny til foreldra Kennys í Western Heights en Kathy flutti með barnahópinn inn í leiguhús- næði á Exeter Avenue í Knoxville. Slettist upp á vinskapinn Mánudaginn 15. apríl, 1985, leit Billy við hjá Kathy á Exeter Avenue. Upphófust deilur milli þeirra sem lyktaði á þann veg að Kathy vísaði Billy á dyr. Að kveldi sama dags lentu Jeffers-hjónin í vandræðum því barnapían þeirra forfallaðist. Billy bauðst til að hlaupa í skarðið og skilaði Kenny honum af sér á heimili Kathyar þá um kvöldið. Þegar Kathy fór til vinnu um klukkan 22.00 voru öll börnin í fastasvefni, en henni stóð ekki á sama um að skilja þau eftir í umsjá Billys. Koma þar tvennt til; deila þeirra um morguninn og einnig grunaði hana að Billy hefði verið að skvetta í sig. En það var ekkert annað hægt að gera í stöðunni. Símhringing um miðnætti Um miðnæturbil var hringt í Kenny. Á línunni var Billy og var honum mikið niðri fyrir. Sagði hann að Kenny yrði að koma strax, hann gæti ekki vakið Paulu, dóttur Kathyar frá fyrra hjónabandi. Kenny beið ekki boðanna og þegar hann kom að heimilinu á Exeter Avenue stóð Billy í dyra- gættinni og var ráðalaus að sjá. Í stofunni fann Kenny sex ára dóttur sína, Paulu, á gólfinu, meðvitundarlausa í blóðpolli. Um leið og Kenny varð var við púls hjá Paulu vafði hann teppi um hana og hraðaði sér á næsta sjúkrahús. Í þrjú korter var reynt að koma Paulu til meðvitundar en árangurslaust. Hún var lýst látin þá um nóttina og dánarorsök úr- skurðuð köfnun. Paula Dyer Paula Dyer fæddist 5. mars árið 1978. Hún var sögð jákvæðnin uppmáluð og haft á orði að hún sæi aðeins það besta í fari allra og treysti öllum. Paula átti að sögn erfitt með að skilja hvers vegna hún mátti ekki halda í höndina á bláókunnugu fólki: „Af hverju, mamma? Jesús elskar alla. Af hverju má ég það ekki líka?“ Paula vann hug og hjörtu ná- grannanna á Exeter Avenue fljót- lega eftir flutningana þangað. Fyrr en varði var hún búin að stofna til vinskapar við næsta nágranna sinn með því að færa honum blóm, sem hún reyndar hafði tínt úr hans eigin blómabeði. Ekki allt sem sýnist Ekki voru öll kurl komin til grafar hvað dauða Paulu áhrærði. Krufn- ing staðfesti reyndar dánaror- sök, en ýmislegt fleira kom í ljós. Áverka var að finna á kynfærum Paulu sem og endaþarmi og bentu þeir til að henni hefði verið nauðgað. Höfuðáverka henn- ar mátti að mati meinafræðings rekja til þess að hún hefði verið barin með ávölu áhaldi og misst við það meðvitund. Þar sem talið var yfir allan vafa hafið að um morð væri að ræða var lýsingu af Billy dreift og síð- degis, um fimm leytið, fannst hann þar sem hann reyndi að fela sig undir brú. Paula Dyer var jarðsungin 19. apríl. Skýlaus játning og iðrun Billy Ray Irick játaði, hvort tveggja munnlega og skriflega, að hafa orðið Paulu að bana. Að sögn lög- reglu var hann samvinnuþýður og fullur iðrunar. Hann var ákærður fyrir morðið á Paulu þann 17. apríl og skipaði dómari tvo lögfræðinga honum til aðstoðar. Réttarhöldin hófust 26. október 1986. Þau urðu ekki tímafrek því sex dögum síðar var hann fund- inn sekur. Verjendur reyndu að forða Billy frá dauðarefsingu með því að fá hann úrskurðaðan veikan á geði, en tókst ekki. Móðir Billys neitaði að leggja verjendum lið með því að bera vitni og hugsanlega bjarga þannig lífi sonar síns. Þann 3. desember, 1986, var kveðinn upp dauðadómur yfir Billy og segir sagan að hann hafi þá brosað og yppt öxlum. Síðbúin endalok Upphaflega var dagsetning af- tökunnar ákveðin 4. maí 1987, en henni var þá frestað. Liðu nú árin eitt af öðru og urðu að ára- tug og áratugum. Þann 9. ágúst, 2018, hafnaði Hæstiréttur Banda- ríkjanna beiðni um að fresta enn frekar aftöku Billys, á grundvelli geðheilsu hans. Þann sama dag mætti Billy Ray Irick örlögum sínum, þremur vik- um fyrir sextugsafmæli sitt. n „Af hverju, mamma? Jesús elskar alla. Af hverju má ég það ekki líka? Paula Dyer Hún var hvers manns hugljúfi, jákvæð og treysti öllum. Billy Ray Irick Hann gætti oft barna vina sinna. GIMLI FASTEIGNASALA Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík s. 570 4800 / gimli@gimli.is Næsti kafli hefst HJÁ OKKUR hafðu samband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.