Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 48
48 TÍMAVÉLIN 17. ágúst 2018 „Ástæðan fyrir því að ég hef ekki viljað ræða um þessa atburði við fjölmiðla er sú að ég hef vilj­ að vernda hin börnin mín. Og ég tók þá ákvörðun að á meðan ég væri að ala þau upp þá ætlaði ég ekki að aðhafast meira í þessu,“ sagði Sólveig sem veitti Pressunni fyrsta og síðasta viðtalið um þetta átakan lega mál. Hartmann fæddist árið 1982. Hann var miðjubarnið í systkina­ hópnum og var að sögn Sólveigar fyrirferðarmikill frá fyrsta degi. „Ég segi alltaf að ég hafi ekki bara misst eitt barn heldur fjögur. Um leið og hann byrjaði að hreyfa sig og ganga þá þurfti hreinlega að vakta hann. Hann var ör alla daga og gríðarlega orkumikill. Um leið og ég tók augun af honum þá var hann vís til að vera rokinn eitt­ hvað í burtu og það var erfitt að segja til um hverju hann myndi taka upp á næst.“ Sólveig kvaðst þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk með syni sínum. „Hann var ótrúlega skemmtilegur karakter. Það er svo gaman að hafa fengið að kynnast honum, og svo lærdómsríkt. Og það vantaði svo sannarlega ekki greindina hjá honum þrátt fyrir að hann léti hafa svona mikið fyrir sér. Þegar honum tókst að beina orkunni í rétta átt þá gekk honum mjög vel að læra.“ Hún á minningu sem hún ylj­ ar sér við í dag. „Hann var vanur að horfa upp og segja hvað hann langaði mikið til að fara upp í himininn og til stjarnanna. Það er gaman að hugsa um það núna.“ Allt í móðu „Ég man vel eftir þessum degi núna en lengi vel var hann algjör­ lega í móðu,“ sagði Sólveig þegar talið barst að deginum sem Hart­ mann lést. Það var 2. maí 1990. Hartmann var sjö ára. „Ég fæ sím­ tal frá skólanum þar sem mér er sagt að Hartmann sé týndur og ég spurð hvort ég viti hvar hann gæti hugsanlega verið. Á þessum tíma vorum við nýflutt inn í bæ eftir að hafa búið á Keilusíðu. Ég vissi að hann var vís til að stinga af á gamla staðinn þannig að ég fór þangað að leita að honum en fann hann ekki.“ Leit berst að Glerá Eftir því sem leið á daginn tóku fleiri þátt í leitinni sem átti að lok­ um eftir að berast að Glerá. Sól­ veig rifjar upp þegar hún kom að syni sínum látnum. „Ég keyrði að ánni og sá að þeir voru að slæða. Ég heyrði síðan kallað: „Ég er bú­ inn að finna hann!“ Pabbi minn var kominn að ánni á undan mér og bar kennsl á hann. Ég mátti hins vegar ekki sjá hann. Pabbi kom síðan og settist inn í bíl hjá mér og sagði að best væri að við keyrðum heim. Ég sagði við hann að hann þyrfti ekki að segja mér neitt. Ég vissi hvað hefði gerst.“ „Mér leið eins og ég væri í bíó­ mynd. Mér leið eins og ég færi út úr líkamanum, stæði þar fyr­ ir utan og væri áhorfandi að öllu því sem væri að gerast. Skyndi­ lega gerðist allt svo hægt. Ég fraus og fannst ég ekki hafa stjórn á neinu.“ Fær að vita seinna hvaða öfl voru að verki Hartmann var jarðaður tólf dög­ um síðar. „Ég held að mannshug­ urinn sé þannig að hann skammt­ ar okkur eins miklu og hann þolir hverju sinni,“ sagði Sólveig. Hún segist ekki bera kala til drengs­ ins. „Ég kenndi þessum strák aldrei um þetta. Ég hef alltaf litið á það þannig að hann hafi fyrst og fremst verið óskaplega veikur. Ég var aldrei reið út í hann. Ég lít svo á að hann hafi fengið sinn dóm.“ Sólveig var ákveðin að láta ekki biturleika og reiði ná tökum á sér. „Ég horfði upp á manneskjur gjör­ samlega eyðilagðar af sorg, bitrar og reiðar út í allt og hugsaði: „Nei, svona ætla ég ekki að vera.“ Sól­ veig bætti við: „Eftir að Hartmann dó sagði fólk við mig hvað Guð væri vondur að taka hann svona snemma. Ég held að þarna hafi verið fleiri öfl að verki. Ég býst við að fá vita hvaða öfl það eru þegar ég dey. Lífið býður ekki upp á öll svörin. Það eina sem við vitum fyr­ ir víst í þessu lífi er að við eigum eftir að deyja.“ Síðasta máltíðin var Cheerios og ristað brauð Bjarnheiður Ragnarsdóttir er móðir móðir Bjarmars Smára Elíassonar. Þegar Pressan ræddi við hana sagði hún erfitt að losna við reiðina og hatrið í garð Ara. Hún man hvert einasta smá­ atriði varðandi daginn sem Bjarmar lést. Hún man hvað hann borðaði þennan dag: Cheerios og ristað brauð. Hún þekkti til Ara sem seinna um daginn átti eftir að verða syni hennar að bana. Hann var fjórum árum eldri en Bjarmar. „Ég hafði einu sinni hitt hann áður. Það var nokkrum vikum áður en þetta gerðist. Hann kom hingað heim og bað um að fá að taka Bjarmar með sér að hitta frænda sinn. Ég sagði honum að hann yrði þá að passa Bjarmar því hann var svo lítill. Hann lofaði öllu fögru og ég man hvað hann leit út fyrir að vera sakleysislegur og meinlaus. Hann var svo saklaus að þú getur ekki ímyndað þér það.“ Úrið gekk enn Þetta var seinasta skiptið sem hún sá son sinn á lífi: „Hann var alltaf svo samviskusamur. Hann tók úrið hans Óla fósturföð­ ur síns og setti það á sig. Hann ætlaði að vera viss um að koma heim á réttum tíma,“ rifjaði hún upp. „Þegar hann síðan fannst um nóttina, eftir að hafa verið í ánni í allan þennan tíma, þá gekk úrið enn þá.“ Um kvöldmatar­ leytið renndi lögreglubíll í hlað hjá heimilinu. Lögreglumaður til­ kynnti fjölskyldunni að Bjarmar hefði dottið í Glerá. Snemma um nóttina bankaði prestur upp á hjá fjölskyldunni. Lík Bjarmars hafði fundist í ánni. „Ég sagði: „Nei, það getur ekki verið. Það hrundi allt á þessu augnabliki. Gjörsamlega.“ Bjarnheiður sá Ara sem myrti son hennar í nokkur skipti eftir að hann losnaði af vistheimilinu. „Nokkrum árum síðar las ég grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið um sveitarstjórnarmál. Ég klippti út myndina af honum og á hana enn þá. Mér var síðan allri lok­ ið þegar ég var að horfa á Djúpu Bjarnheiður Ragnarsdóttir móðir Bjarmars. Sólveig Austfjörð Bragadóttir móðir Hartmanns. „Ég held að þarna hafi verið fleiri öfl að verki. Ég býst við að fá vita hvaða öfl það eru þegar ég dey. „Hann kom hing- að heim og bað um að fá taka Bjarmar með sér að hitta frænda sinn. Ég sagði honum að hann yrði þá að passa Bjarmar því hann var svo lítill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.