Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 52
52 17. ágúst 2018TÍMAVÉLIN - ERLENT Neitaði að gefast upp og barðist í 29 ár til viðbótar M argir halda að sagan af japanska hermanninum sem barðist í frumskóg- um Filippseyja í ára- tugi eftir seinni heimsstyrjöld sé flökkusaga. En hún er dagsönn. Hiroo Onoda gafst ekki upp með keisaranum í ágústmánuði árið 1945 heldur hélt hann sinni stöðu í 29 ár til viðbótar uns fyrrver- andi yfirmaður hans ferðaðist til Filipps eyja árið 1974 til þess að leysa hann undan skyldu sinni. Til fjalla! Árið 1937 hófst stríðið milli Jap- ana og Kínverja en Japanir höfðu nokkrum árum áður hernumið Mansjúríuhérað í norðausturhluta Kína. Onoda var aðeins átján ára gamall þegar hann skráði sig í her keisarans árið 1940 og um tíma starfaði hann sem njósnari á veg- um hersins. Hart var barist á Filippseyjum í stríðinu en eyjarnar voru ný- lenda Bandaríkjanna áður en Jap- anir náðu þeim á sitt vald árið 1942. Eftir risavaxna sjóorrustu við Leyte-flóa hófu Bandaríkja- menn að ná eyjunum aftur á sitt vald og þá kom Onoda við sögu. Annan dag jóla árið 1944 var hann sendur til eyjarinnar Lubang til að taka þátt í að verja hana fyrir árás- um Bandaríkjamanna með öllum ráðum. Meðal annars átti hann að eyðileggja flugvöllinn og bryggj- una á eyjunni. Hann mátti alls ekki gefast upp eða fremja sjálfsvíg. Agi hafði verið lykilatriði í vel- gengni japanska hersins í stríð- inu fram að þessu og Onoda fylgdi skipunum í einu og öllu. Þegar hann kom til Lubang voru þar hins vegar hærra settir yfirmenn og því gat hann ekki framkvæmt það sem hann vildi gera. En eftir árás Bandaríkjamanna 28. febrúar voru aðeins örfáir japanskir her- menn eftir lifandi og hann orðinn hæst settur. Hann skipaði þeim þremur mönnum sem eftir voru upp í fjöllin til að stunda skæru- hernað. Þar héldu þeir til næstu mánuði án mikilla samskipta við umheiminn. Taldir af Í október árið 1945 fundu þeir dreifimiða sem á stóð að Japanir hefðu gefist upp í ágúst og að stríð- inu væri lokið. Margir japanskir hermenn voru þá í felum í frum- skógum víðs vegar um fyrrverandi yfirráðasvæði þeirra. En Onoda og menn hans treystu ekki miðanum, hann hlyti að vera áróður Banda- manna. Þeir stóðu því áfram sína plikt. Einn af þeim, Yuichi Akatsu, ákvað að gefa sig fram haustið 1949. Fjölskyldur þeirra vissu af þeim og reyndu að fá þá heim. Flugvélar flugu yfir næstu árin og dreifðu skilaboðum og fjölskyldu- myndum. En þeir létu Banda- menn ekki plata sig svo auðveld- lega. Í júní árið 1953 lentu þeir í skot- bardaga við sjómenn og einn af þeim, Shoichi Shimada, var skot- inn í annan fótlegginn. Ári seinna lést hann eftir annan skotbardaga við leitarflokk. Tveir voru þá eftir, Onoda og óbreytti hermaðurinn Kinshichi Kozuka, en þeir mynd- uðu gott teymi og vörðu sitt svæði í næstum tvo áratugi til viðbótar. Þann 19. október árið 1972 voru félagarnir að brenna hrís- grjónauppskeru fyrir bændum á eyjunni þegar lögreglan kom að. Lauk þeirri viðureign með því að Kozuka var skotinn til bana. On- oda var einn eftir en ekki á því að gefast upp. Á þessum tíma var Onoda orðinn að goðsögn og ekki allir sannfærðir um að hann væri í raun og veru til. Í Japan voru hann og Kozuka skráðir látnir mörgum árum áður því að þeir gætu ekki hafa lifað svo lengi í frumskógin- um. Þegar lík Kozuka var sent til Japan þurftu stjórnvöld að endur- meta þá skoðun og margir fóru að leita að Onoda en án árangurs. Í tættum herklæðum með riffil og sverð Ungur japanskur ævintýramaður, Norio Suzuki, var staðráðinn í að hafa uppi á Onoda og fann hann loksins í febrúar árið 1974. Onoda var veðraður, í tættum herklæðum, vopnaður sverði og riffli og þeim kom vel saman. Onoda neitaði hins vegar að láta af hernaðinum þar sem að hann hafði ekki fengið neina skipun frá yfirmanni sínum um að gera það. Suzuki sneri heim til Japan með ljósmyndir af þeim fé- lögunum til sönnunar því að Onoda væri enn á lífi. Japönsk stjórnvöld höfðu þá uppi á fyrrverandi yfir- manni Onoda, Yoshimi Taniguchi, sem starfaði þá sem bóksali. Þann 9. mars flaug Taniguchi til Lubang- eyju, hitti Onoda og leysti hann undan skyldu sinni. Onoda hafði vissulega drepið menn og framið skemmdarverk á árunum 1945 til 1974 en Marcos, einræðisherra á Filippseyjum, náðaði Onoda og vís- aði til þess að hann hefði trúað að stríðinu væri ekki lokið. Onoda varð stjarna í Japan þegar hann kom heim. Gerð var um hann heimildamynd og hann skrifaði ævisögu sína sem hét Engin uppgjöf: Mitt þrjátíu ára stríð. Margir vildu að hann byði sig fram til japanska þingsins en hann undi allri þessari athygli illa. Um tíma ræktaði hann naut- gripi í Brasilíu en seinustu árin rak hann skóla í Japan. Onoda lést árið 2014, 91 árs að aldri. Fleiri hermenn neituðu að gef- ast upp eftir stríðið og héldu til í frumskógum víða um Asíu. Vitað er um einn sem hélt út lengur en Onoda, taívanska hermanninn Teruo Nakamura sem fannst fyrir tilviljun í frumskógum Indónesíu í nóvember árið 1974. n K arl VI var konungur Frakk- lands frá 1380 til 1422 og bar hann tvö viðurnefni. Hinn elskaði, af því að hann kom skikk á fjárhag landsins eftir óráðsíu föður síns, Karls V, og losaði krúnuna við óæskilega ráð- gjafa. Einnig hinn brjálaði, af því að hann hélt að hann væri úr gleri. Sumarið 1392 var Karl í veiði- ferð ásamt fylgdarliði sínu á Bret- aníuskaga en hann var þá 23 ára gamall. Skyndilega fékk hann brjálæðiskast og hjó niður einn af riddurum sínum. Síðan réðst hann á fylgdarliðið og náði að drepa þrjá til viðbótar áður en aðr- ir náðu að yfirbuga hann. Karl átti eftir að fá mörg slík köst í gegnum tíðina en ekki alltaf ofbeldisfull. Stundum þekkti hann ekki drottn- inguna eða börn sín og stundum ekki einu sinni sitt eigið nafn. All- ir voru þó sammála um að hann væri góður stjórnandi þegar hann var heill. Þegar Karl fékk sín köst og var hvað brothættastur taldi hann sig vera gerðan úr gleri. Þá óttað- ist hann það mjög að brotna og bannaði fólki að snerta sig. Til að verja líkama sinn klæddi hann sig í mörg lög af fatnaði og var vel dúðaður. Hann lét þetta þó ekki stöðva sig í að sinna áhugamál- um sínum. Karl var mikill veiði- maður og alltaf á ferðinni en þurfti þó sérstaklega að passa sig. En oft var hann þó mjög hræddur og sat þá grafkyrr í herbergi sínu. Hann taldi að ein röng hreyfing gæti splundrað honum. Karl var ekki sá eini sem þjáðst hef- ur af ranghugmynd- um um að vera úr gleri. Dæmi eru um annað aðalsfólk frá miðöldum með sömu einkenni og lærð rit voru skrifuð um þau. Tilfellum fækkaði mjög eftir iðn- byltingu en þau eru enn til staðar í dag. n kristinn@dv.is Konungurinn sem hélt að hann væri úr gleri Douglas MacArthur herforingi Suzuki og Onoda Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.