Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 44
44 17. ágúst 2018FRÉTTIR - ERLENT Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is T aíland er eitt af fjölsótt- ustu löndum heims en samkvæmt nýjustu tölum koma þangað um 33 milljónir árlega. Vöxturinn þar er einnig hraðari en víðast hvar annars staðar. Einn vinsælasti staðurinn til að heimsækja er strandborgin Pattaya í Taílands- flóa en hún var einungis lítið sjávarþorp áður en bandarískir hermenn hófu að venja komur sínar þangað á árum Víetnam- stríðsins. Vændi er stór iðnaður í Taílandi og sérstaklega í Patta- ya. Bæði eru þar starfandi vændiskonur og svokallaðar ladyboys en í Taílandi er meira umburðarlyndi fyrir þeim en víðast hvar annars staðar í Asíu og heiminum öllum. Höfuðborgin Bangkok er orðin að miðpunkti flugsam- gangna í Asíu og mikill fjöldi fer þar í gegn. Nota margir ferðamenn tækifærið og eyða nokkrum dögum þar á leið sinni annað í Asíu. Í borginni eru þrjú hverfi sem eru undirlögð kyn- lífsiðnaðinum en annars staðar í borginni er hann ekki vel sýni- legur. Meðal þeirra sem stunda vændi eru ladyboys en sú menn- ing er bæði sterk og útbreidd í landinu. Ein af ástæðunum fyrir því á sér rætur í trúnni en meirihluti landsmanna er búddatrúar. Í Taílandi eru lady- boys kallaðar kathoey, sem er tvíkyngert tákn tengt búddism- anum. Því er umburðarlyndið gagnvart ladyboys meira en víðast annars staðar. Þetta er einnig tengt endurholdgun því Taílendingar telja að ef karl er vondur við eiginkonu sína og börn þá fæðist hann sem kathoey í næsta lífi. Það er þó langt því frá að ladyboys séu settar á stall, frekar litið niður á þær og dæmi um að fjölskyldur hafi útskúfað þeim. Ekki óvenjulegt að giftar húsmæður stundi vændi Ladyboys eru ekki endilega all- ar transkonur og margar þeirra líta á sig sem hluta af „þriðja kyn- inu“, hálfgerðan karl eða hálf- gerða konu. En hjá sumum er þetta einungis viðskiptamódel til að skapa sér lífsviðurværi, til dæmis með því að koma fram í kabarettsýningum. Í Taílandi er það gríðarlega mikilvægt at- riði að skaffa og sjá fjölskyldu sinni farborða. Ef ladyboy getur framfleytt fjölskyldunni með þessu, þá er það umborið. En þó finnst sumum Taílendingum það niðurlægjandi og skammast sín fyrir að eiga fjölskyldumeð- lim sem fellur ekki inn í hið hefð- bundna form. Fyrir karlmenn að ganga inn í þennan heim og gerast lady- boys fylgir ákveðin ábyrgð því í raun eru þeir að ganga inn í heim kvenna sem sjá um uppi- hald fjölskyldunnar. Konur halda taílensku samfélagi gangandi en karlmennirnir hafa minni ábyrgð. Í Taílandi er það ekki óvenju- legt að giftar konur, kannski með tvö börn, stundi vændi til að sjá fyrir heimilinu. Það er umborið og þykir ekki niðrandi sem slíkt eins og á Vesturlöndum. Þetta er aðferð til að útvega fé fyrir heim- ilið en vitaskuld kemur upp óá- nægja og árekstrar. Gylliboð og misheppnaðar aðgerðir Ladyboys þykja almennt lífs- glaðar og hafa mikinn húmor fyr- ir sjálfum sér. Sérstaklega hafa þær gaman af því að daðra við Vestur landabúa, sem nefnast far- ang á taílensku, og flestar þykja þær nokkuð góðar í ensku. Lady- LADYBOYS OG VÆNDISKONUR Í PATTAYA n Bandaríski herinn breytti fiskiþorpi í partíborg Pattaya í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.