Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 50
50 17. ágúst 2018TÍMAVÉLIN - ERLENT
Á
rið 1968 var svo sannarlega
ár stórra atburða í heimin-
um. Miklir umbrotatímar
stóðu yfir, ungt fólk reis upp
og krafðist breytinga, Víetnam-
stríðið var í algleymingi og menn
komust í fyrsta sinn á braut um
tunglið. En morð settu einnig mark
sitt á árið og höfðu án efa áhrif á
gang sögunnar. Hér verður sagt frá
nokkrum þeirra stóru atburða sem
áttu sér stað á þessu merkisári.
Vendipunktur í Víetnamstríðinu
Þann 30. janúar hóf her Norður-
-Víetnam sókn gegn hersveitum
Bandaríkjanna og Suður-Víetnam.
Þetta var á ákveðinn hátt upphafið
að endalokum afskipta Bandaríkj-
anna af Víetnamstríðinu. Árásin,
sem hefur verið nefnd Tet-árásin,
kom Bandaríkjamönnum í opna
skjöldu. Um 85.000 hermenn réð-
ust á 36 borgir og bæi í suður-
hluta Víetnam. Bandaríkjamönn-
um og Suður-Víetnömum tókst á
endanum að ná aftur yfirráðum
yfir þessum borgum og bæjum en
árásin hafði þau áhrif að stuðning-
ur Bandaríkjamanna við stríðið fór
mjög svo þverrandi.
Tveir áhrifamenn myrtir
Klukkan 18.00 þann 4. apríl stóð
Martin Luther King Jr. á svölum
hótelherbergis númer 306 á
Lorraine Motel í Memphis í Tenn-
esse. Klukkan 18.01 var hann skot-
inn. Hann var fluttur á nærliggj-
andi sjúkrahús en komst aldrei til
meðvitundar og var úrskurðað-
ur látinn klukkan 19.05. Hann var
39 ára. Í kjölfarið brutust út miklar
óeirðir í rúmlega 100 borgum víða
um Bandaríkin og það þrátt fyrir
að baráttufélagar King fyrir mann-
réttindum hafi hvatt fólk til að sýna
stillingu. Tveimur mánuðum eftir
morðið var James Earl Ray hand-
tekinn á Heathrow-flugvellinum í
Lundúnum. Fingraför tengdu hann
við morðið. Hann játaði en reyndi
síðar að draga játninguna til baka.
Hann játaði síðan á ný til að kom-
ast hjá dauðarefsingu. Hann lést í
fangelsi 1968.
Þann 5. júní var var Robert F.
Kennedy myrtur á Ambassador-
hótelinu í Los Angeles. Hann hafði
nýlokið við að flytja ræðu í sam-
kvæmissal hótelsins. Þegar hann
gekk í gegnum anddyri eldhússins
í átt að annarri byggingu skaut Sir-
han Sirhan, Palestínumaður fædd-
ur í Jórdaníu, á hann og hæfði
hann í höfuðið og bakið. Kennedy
var strax fluttur á sjúkrahús þar
sem hann gekkst undir aðgerð á
heila. Um 26 klukkustundum eftir
árásina lést hann, 42 ára að aldri.
Sirhan var sakfelldur fyrir morðið
1969 og dæmdur til dauða. Dómn-
um var breytt í ævilangan fang-
elsisdóm 1972 og situr hann enn í
fangelsi.
Tímamót í sjónvarpi
Þann 22. nóvember urðu mikil
tímamót í sjónvarpssögunni
en þá var þátturinn
Plato‘s Stepchildren úr
Star Trek-þáttaröðinni
sýndur. Í þættinum var
áhöfn Enterprise geim-
skipsins tekin til fanga af mann-
legum Platonians sem bjuggu yfir
fjarflutningsgetu sem gerði þeim
kleift að neyða áhöfn Enterprise
til að gera það sem þeir vildu.
James Kirk (leikinn af William
Shatner), stjórnandi Enterprise,
var þá neyddur til að kyssa Nyota
Uhura (leikin af Nichelle Nichol)
liðsforingja, en hún var svört. Í
ritskoðunardeild hjá NBC var
þess krafist að þessu yrði breytt
og önnur útgáfa tekin upp en
þeir óttuðust að sjónvarpsstöðv-
ar í Suðurríkjunum myndu ekki
sýna þáttinn. Shatner er sagður
hafa eyðilagt upptökurnar á öllum
breyttu útgáfunum til að tryggja
að stöðin yrði að sýna kossinn.
Ein af setningum Kirks í þættinum
var einmitt: „Þaðan sem ég kem
skiptir stærð, lögun eða litur engu
máli,“ og verður það að teljast
mjög viðeigandi miðað við koss-
inn fræga.
Tímamót í geimferðum
Á aðfangadag urðu tímamót í
geimferðum en þá fór Apollo 8
geimfarið 10 hringi um tunglið.
Um borð voru Jim Lovell, Bill And-
ers og Frank Borman. Þeir urðu því
fyrstir til að fara á braut um tunglið.
Þessi geimferð var um margt sögu-
leg en í henni tóku menn í fyrsta
sinn mynd af Jörðinni langt utan
úr geimnum, meðal annars hina
frægu mynd „Earthrise“. Þetta var
í fyrsta sinn sem bein útsending af
yfirborði tunglsins var í sjónvarpi.
Þetta var í fyrsta sinn sem menn
fóru til bakhliðar tunglsins. Geim-
ferðin stóð yfir í eina viku en segja
má að hún hafi verið drifin áfram
af geimkapphlaupinu við Sovét-
ríkin og löngun og vilja banda-
rísku þjóðarinnar til að uppfylla
óskir Johns F. Kennedy forseta um
að menn skyldu lenda á tunglinu
áður en áratugurinn væri á enda.
Það tókst sjö mánuðum síðar þegar
Apollo 11 lenti þar og menn stigu
fæti á þennan næsta nágranna
okkar.
Stúdentauppreisnin í París
Sumir segja að ’68 kynslóðin hafi
verið sú róttækasta sem sögur fara
af en aðrir eru því algjörlega ósam-
mála. Stúdentauppreisnin í París
hófst þann 10. maí og hafði mikil
áhrif um alla Evrópu. Viku áður
hafði lögreglan verið
kölluð að Sorbonne-háskóla og
var látin taka skólann yfir. Í fram-
haldinu fóru stúdentar að marsera
um götur borgarinnar daglega
og takast á við lögregluna. Stúd-
entarnir grýttu lögregluna sem
svaraði með táragasi. Þann 10. maí
var talið að um 20.000 mótmæl-
endur væru á götunum. Þeir voru
í öllum götum sem lágu að Sor-
bonne. Þegar dimma fór byrjuðu
þeir að rífa upp gangstéttarsteina,
náðu í efni á byggingarsvæði og
veltu bílum til að búa til sínar eig-
in víggirðingar gegn lögreglunni.
Klukkan 2.15 um nóttina var lög-
reglunni skipað að ryðja göturnar
og fjarlægja víggirðingar stúd-
entanna. Átökin stóðu yfir í þrjár
klukkustundir og voru blóðug.
Rúmlega 300 manns særðust. Þau
mörkuðu upphaf mikilla breytinga
á frönsku þjóðfélagi og breiddust
út til annarra ríkja.
Njósnaskip á villigötum
Þann 23. janúar handsömuðu
Norður-Kóreumenn áhöfn banda-
ríska njósnaskipsins USS Pueblo
og lögðu hald á skipið. Í kjölfar-
ið upphófst 11 mánaða krísa sem
virtist ætla að gera kalda stríðið
enn verra og auka spennuna í
þessum heimshluta. Um 15 ár voru
liðin síðan samið var um vopnahlé
á Kóreuskaga en ástandið var sem
fyrr eldfimt. Skipið var að fylgjast
með Norður-Kóreu frá Tsushima-
sundi sem er á milli Kóreu og Jap-
an. Bandaríkjamenn sögðu að
skipið hefði verið á alþjóðlegri sigl-
ingaleið þegar það var stöðvað en
yfirvöld Norður-Kóreu sögðu að
það hefði verið í norðurkóreskri
lögsögu. Til átaka kom og féll einn
bandarískur sjóliði í þeim. Skipið og
áhöfnin voru flutt til Norður-Kóreu
en 82 skipverjar voru handteknir.
Þeim var haldið í fangabúðum þar
sem þeir voru pyntaðir og sveltir.
Eftir margra mánaða samninga-
viðræður féllust Norður-Kóreu-
menn á að láta áhöfnina lausa ef
Bandaríkin viðurkenndu að skip-
ið hefði verið við njósnir og lofuðu
að hætta öllum njósnum. Á Þor-
láksmessu var áhöfninni sleppt inn
á suðurkóreskt yfirráðasvæði. Um
leið drógu Bandaríkin viðurkenn-
ingu sína á njósnum til baka. USS
Pueblo var aldrei skilað aftur til
Bandaríkjanna. n
1968 – ár stórra atburða:
Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
Kossinn frægi í Star Trek.
Áhöfnin á
Apollo 8.
Hættuástand vegna USS Pueblo.Martin Luther King skotinn.