Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 54
54 17. ágúst 2018 BARNS MORÐ- INGINN BILLY 102 ár þurftu að líða áður en Fallon Lynn Talent, frá Maryville í Bandaríkjunum, gæti sótt um reynslulausn eftir að hún fékk tvöfaldan lífstíðardóm árið 2004. Dóminn hlaut Fallon fyrir að verða tveimur lögregluþjónum að bana þann 9. júní 2003. Í um viku tíma fyrir þann dag hafði Fallon neytt kókaíns í miklum mæli og í stolnum bíl reyndi hún að stinga lögregluna af. Fallon var dæmd fyrir morð að yfirlögðu ráði eftir að hafa ekið á lögregluþjónana John Musice og Jerry Mundy með þeim afleiðingum að þeir létust báðir.SAKAMÁL B illy Ray var maður nefndur, Irick að ættarnafni. Billy Ray fæddist þann 26. ágúst 1958 í Knoxville í Tenn- essee-fylki í Bandaríkjunum. Af bernsku Billy segir ekki margt, en þó er vitað að hún var ekki dans á rósum. Hann ku hafa sætt ofbeldi af hálfu föður síns frá unga aldri. Meðal annars mun nágranni einn hafa séð þegar faðir Billys gekk í skrokk á honum með lurki. Sjálf- ur sagði Billy að foreldrar hans hefðu oft og tíðum bundið hann og lamið sundur og saman. Sendur í geðmat sex ára Billy var rétt orðinn sex vetra þegar efasemdir vöknuðu um geðheil- brigði hans. Geðmat var fram- kvæmt á Billy að beiðni skóla- meistara skóla hans, en þeim manni hugnaðist ekki „ofsafengin hegðunarvandamál“ Billys litla. Niðurstaðan var að hugsanlega hefði Billy glímt við einhvers kon- ar heilaskemmd frá fæðingu. Eitthvað þurfti að gera og um stutt skeið var Billy vistaður á stofnun fyrir börn sem glímdu við mikið tilfinningarót. Árið 1972, þá þrettán ára, fékk hann að heimsækja foreldra sína og eft- ir á var engu líkara en hvirfilbylur hefði gengið yfir. Billy réðst til at- lögu við sjónvarpið vopnaður öxi, blómabeð voru í henglum og nátt- föt systur sinnar skar hann í ræm- ur með rakvélablaði. Vinskapur Kennys og Billys Árin liðu og nú vindur sögunni til ársins 1983. Þá vann Billy við upp- vask á áningarstað vörubifreiða- bílstjóra í Knoxville. Þar kynntist Billy Kenny Jeffers, bifvélavirkja sem bjó í smábænum Clinton, ekki langt frá Knoxville. Með Kenny og Billy tókst vin- skapur og þegar fram liðu stund- ir kynnti Kenny konu sína, Kathy, fyrir Billy. Kenny og Kathy, sem höfðu gengið í hjónaband 1982, ákváðu árið 1984 og bjóða Billy að flytja inn til sín, slíkur var vinskap- ur þeirra. Í heimili voru, auk Kennys og Kathyar, fimm þeirra átta barna sem hjónin áttu, sjö barnanna voru tilkomin í fyrri samböndum hjónanna. Saman höfðu Kenny og Kathy eignast barn árið 1983. Heimili Jeffers-hjónanna brennur Billy hljóp tíðum undir bagga með Jeffers-hjónunum sem oft unnu langa vinnudaga. Billy tók þá að sér að gæta barna þeirra og fer engum sögum af því. Í aprílbyrjun árið 1985 varð heimili fjöl- skyldunnar eldi að bráð og vann Billy þá hetjudáð að bjarga tveim- ur sona Jeffers-hjónanna úr eld- hafinu og slasaðist enginn í elds- voðanum. Húsinu varð þó ekki bjargað, var rústir einar, og stóð Kenny frammi fyrir því að finna hús, nógu n Billy Ray átti ömurlega bernsku n Endalok hans voru á svipuðum nótum Löng vist á dauðadeild Billy þurfti að bíða örlaga sinna í 30 ár. EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.