Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 62
62 FÓLK 17. ágúst 2018
Varahlutaverslun
og þjónusta
TANGARHÖFÐA 4
110 REYKJAVÍK
SÍMI 515 7200
www.osal.is
osal@osal.is
FAX 515 720
ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN
S. 587 6688 / fanntofell@fanntofell.is / fanntofell.is
OPNUM 14. ÁGÚST
Í NÝJU OG GLÆSILEGU HÚSNÆÐI
AÐ GYLFAFLÖT 6 - 8
Æ
var Austfjörð er mikill
áhugamaður um nær-
ingu. Í ágúst á síðasta
ári rakst hann á lækni á
netinu sem var að leita sér að sjálf-
boðaliðum til að taka þátt í rann-
sókn sem fólst í því að borða bara
kjöt og drekka vatn í 90 daga. Nú
rúmu ári síðar hefur Ævar borð-
að rúmlega hálft tonn af kjöti og
aldrei liðið betur.
„Þetta hefur gert mér gríðar-
lega gott. Ég losnaði við liðverki,
léttist um nokkur kíló, hef betri
einbeitingu og mun betri starfs-
orku. Ég hef verið að bæta mig í
ræktinni og er farinn að geta gert
hluti þar sem ég gerði síðast þegar
ég var 25 ára. Þetta er bara allt
annað líf,“ segir Ævar sem borðar
nær eingöngu rautt kjöt.
Mælir með meira kjötáti
Ævar mælir hiklaust með því
að landsmenn borði meira kjöt.
„Mér dettur ekki til hugar að
halda því fram að allir eigi að
borða eingöngu kjöt. En miðað
við það sem ég hef séð gerast hjá
fólki sem prófar þá held ég að fólk
ætti allavega að borða meira kjöt
almennt. Að sjálfsögðu fisk, egg
og osta líka ef fólk vill. Þessi matur
er auðmeltur og mannslíkaminn
getur nýtt nánast allt sem borð-
að er. Með plönturnar hins vegar
þá er stór hluti af þeim sem gerir
ekkert annað en að fara út hinum
megin,“ segir hann.
Þrátt fyrir bætta heilsu og
betri líðan hafa margir lýst yfir
efasemdum vegna mataræðis-
ins sem Ævar hefur tileinkað sér.
„Margir halda sennilega að ég
sé algjör bjáni sem geri þetta til
þess eins að fá athygli. Umræðan
á Facebook-hópnum Vegan Ís-
land var á þann veg að ég og fleiri
á þessari línu værum að monta
okkur af því að borða mikið kjöt
til að finnast við vera meiri menn.
Það lýsir náttúrlega bara hugar-
ástandi þeirra sem þetta segja,“
segir Ævar en honum hefur verið
meinaður aðgangur að hópnum.
Alveg sama um grænkera
Aðspurður um þá sem borða
einungis plöntuafurðir segist
Ævar alls ekkert hafa á móti þeim
hópi fólks. „Mér er alveg sama um
þá sem eru vegan. Ég vona bara
að enginn af mínum nánustu feti
þá braut,“ segir hann og bætir við:
„Ég held hins vegar að það muni
á endanum koma niður á heils-
unni því líkaminn þarf bæði dýra-
prótein og dýrafitu. Þetta er nær-
ingarsnautt fæði sem þarf að hafa
töluvert fyrir að láta ganga upp.“
Hann furðar sig á skoðunum
þeirra sem neita sér um dýra-
afurðir af mannúðarástæðum.
„Mér finnst þeir sem gera þetta
samviskunnar vegna gera þetta
á röngum forsendum. Þeir sem
gera þetta til að vernda dýrin
ættu frekar að einbeita sér að því
að velja afurðir dýra sem vitað er
með vissu að fá mannúðlegt og
gott eldi. Að gera þetta fyrir dýrin
er svona eins og að ætla að vera
sjálfboðaliði Rauða krossins á víg-
velli að ævistarfi. Þú gætir hugs-
anlega komið heill út úr því en
líkurnar eru afar litlar,“ segir Ævar.
Er hvergi nærri hættur
Ævar hyggst halda ótrauður áfram
og hvetur þá sem hafa áhuga á
sama lífsstíl að bæta sér í hópinn
Iceland Carnivore Tribe á Face-
book en þar eru yfir 2.000 manns.
„Ég sé enga ástæðu til að breyta
til. Er gáfulegt að fara að borða
aftur eitthvað sem augljóslega var
ekki að gera mér gott? Það þykir
mér ekki. Konan mín vill ekki að
ég breyti út af. Hún kann betur
við mig svona. En hvort ég á aldrei
eftir að smakka plöntuafurðir er
ekki gott að segja, ef ég til dæm-
is fer í mat til mömmu. Mér þykir
samt líklegra að ég fái mér köku-
sneið eða ís frekar en að troða
í mig einhverju grænmeti sem
ekkert gefur af sér,“ segir Ævar að
lokum og hlær. n
„Alveg sama um
þá sem eru vegan“
Ævar Austfjörð hefur í heilt ár nær eingöngu borðað rautt kjöt
Óðinn Svan Óðinsson
odinn@dv.is „Líklegra að
ég fái mér
kökusneið eða ís
frekar en að troða
í mig einhverju
grænmeti
Venjuleg máltíð hjá Ævari.