Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 38
38 17. ágúst 2018FRÉTTIR LITLIR MENN BIRTAST Í MIÐBORG REYKJAVÍKUR V egfarendur í mið- bæ Reykjavíkur hafa hugsan lega tekið eft- ir leikfangafígúrum sem dreift hefur verið víðs vegar. Þetta eru ekki leikfangafígúrur sem barn hefur misst eða skil- ið eftir á götunni heldur hefur þeim verið vandlega stillt upp, á umferðar skiltum, auglýsinga- skiltum, dyrakörmum, umferð- arljósum, eftirlitsmyndavélum og í rauninni hvar sem hægt er að koma þeim fyrir og láta þær standa uppréttar. Ljósmyndari DV rakst á fjölda þessara fígúra í miðbæn- um og má þar nefna tindáta, kúreka, ófreskjur, prinsessur, Pony- hesta, seiðskratta, vél- menni, geimverur, dverga og gríska hálfguðinn Herkúles úr samnefndri Disney-teikni- mynd. Uppsetning fígúranna er vafalaust ekki grín held- ur háalvarlegur listgjörning- ur með boðskap en óvíst er hver stendur á bak við „sýn- inguna.“ Erlendis hefur ver- ið í gangi verkefni síðan árið 2006 sem nefnist Little People og snýst það um að skilja eft- ir litlar fígúrur í almannarým- inu. Listamaðurinn kallar sig Slinkachu og er 38 ára gamall Breti. Að sögn Slinkachu er til- gangurinn að gera íbúa stór- borga meðvitaða um umhverfi sitt og sýna þann einmanaleika sem getur fylgt því að búa innan um milljónir manna. Ljóst er að Slinkachu sjálfur hefur ekki ver- ið að verki í Reykjavík því hans verk eru umtalsvert þróaðri og meira lagt í þau en hjá íslensku eftirhermunni. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is n Fyrirmyndin frá Bretlandi MYNDIR HANNA Verk eftir breska götu- listamanninn Slinkachu MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.