Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Page 38
38 17. ágúst 2018FRÉTTIR LITLIR MENN BIRTAST Í MIÐBORG REYKJAVÍKUR V egfarendur í mið- bæ Reykjavíkur hafa hugsan lega tekið eft- ir leikfangafígúrum sem dreift hefur verið víðs vegar. Þetta eru ekki leikfangafígúrur sem barn hefur misst eða skil- ið eftir á götunni heldur hefur þeim verið vandlega stillt upp, á umferðar skiltum, auglýsinga- skiltum, dyrakörmum, umferð- arljósum, eftirlitsmyndavélum og í rauninni hvar sem hægt er að koma þeim fyrir og láta þær standa uppréttar. Ljósmyndari DV rakst á fjölda þessara fígúra í miðbæn- um og má þar nefna tindáta, kúreka, ófreskjur, prinsessur, Pony- hesta, seiðskratta, vél- menni, geimverur, dverga og gríska hálfguðinn Herkúles úr samnefndri Disney-teikni- mynd. Uppsetning fígúranna er vafalaust ekki grín held- ur háalvarlegur listgjörning- ur með boðskap en óvíst er hver stendur á bak við „sýn- inguna.“ Erlendis hefur ver- ið í gangi verkefni síðan árið 2006 sem nefnist Little People og snýst það um að skilja eft- ir litlar fígúrur í almannarým- inu. Listamaðurinn kallar sig Slinkachu og er 38 ára gamall Breti. Að sögn Slinkachu er til- gangurinn að gera íbúa stór- borga meðvitaða um umhverfi sitt og sýna þann einmanaleika sem getur fylgt því að búa innan um milljónir manna. Ljóst er að Slinkachu sjálfur hefur ekki ver- ið að verki í Reykjavík því hans verk eru umtalsvert þróaðri og meira lagt í þau en hjá íslensku eftirhermunni. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is n Fyrirmyndin frá Bretlandi MYNDIR HANNA Verk eftir breska götu- listamanninn Slinkachu MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.