Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 40
40 FÓLK - VIÐTAL 17. ágúst 2018 Á rið 2015 lenti Elín í 3. sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins með laginu Í kvöld, en textann og lagið samdi hún sjálf. Síð­ an þá hefur hún meðal annars unnið Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2016 ásamt hljómsveitinni Náttsól. Einnig gaf hún út lag í sumar sem ber heitið Make You Feel Better og í september verður sannsögulega dramað Lof mér að falla frumsýnt. Myndin er úr smiðju Baldvins Z og fer Elín þar með annað burðarhlut­ verkið, sem er jafnframt fyrsta kvikmyndahlutverk hennar. Fyrir hafði hún sést í heimilda­ myndinni Out of Thin Air, um Geirfinnsmálið, ásamt þriðju ser­ íu sjónvarpsþáttarins Rétti, sem Baldvin Z kom einnig að. „Ég ætlaði bara að fara af fullu afli í tónlistarbransann, en stund­ um fer lífið í aðrar áttir en maður býst við. Ekki að ég sé að kvarta, en það var klárlega mjög óvænt að detta í leiklistina,“ segir Elín og rekur söguna af því krefjandi verk­ efni sem hennar beið, en það er heimur hinnar saklausu en áhrifa­ gjörnu Magneu. Gerði ráð fyrir misskilningi Í kvikmyndinni kynnist Magnea hinni átján ára Stellu og þróar sterkar tilfinningar til hennar. Stella sér hrifningu hennar og sakleysi sem kjörna leið til þess að notfæra sér hana. Þá leiðir hún Magneu inn í grimman heim fíknarinnar hvaðan sem ekki er víst að verði aftur snúið. Myndin markar jafnframt fyrsta leikhlut­ verk Eyrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, sem túlkar Stellu. „Baldvin henti okkur Eyrúnu alveg á kaf í djúpu laugina, til að Kláraði stúdentinn og tökur á sama tíma Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Elín Sif Halldórsdóttir bíður spennt eftir frumsýningu kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Þar fer hún með hlutverk Magneu, fimmtán ára stúlku sem flækist í veröld fíkniefna og undirheima. Þetta hlutverk hefur reynst Elínu gríðarleg áskorun og þætti henni einna vænst um að afi hennar sæi ekki lokaafraksturinn. Blaðamaður DV ræddi við Elínu um áhugasvið hennar, brautina fram undan, erfiðar raunir og hvar hjartað liggur hjá ungri listakonu með allan heiminn og ferilinn frammi fyrir sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.