Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 31
Miðbærinn 17. águst 2018 KYNNINGARBLAÐ MATARKJALLARINN GRÓFINNI: Kósí kjallari og kræsingar sem koma á óvart Matarkjallarinn, sem staðsettur er í Grófinni í hjarta miðbæjar-ins, fagnaði tveggja ára afmæli í maí. Þar er boðið upp á fjölda rétta og fyrir pör eða litla hópa er tilvalið að panta nokkra og deila saman. Tvær vin- konur gerðu sér ferð þangað fyrir stuttu í fyrsta sinn og voru hæstánægðar með bæði staðinn og matinn. Fjöldi drykkja er á vínseðli, Mojito on draft hljómaði skemmtilega og þar sem ég hef blandað ófáa slíka, aðallega í vinnu, þá varð ég að prófa einn slíkan. Vinkonan fékk sér Piscoteka, sem inni- heldur pisco, grenadine og eggjahvítur. Báðir einstaklega góðir, en ég myndi samt bara fá mér einn og prófa svo annan kokteil í næstu umferð, það er ef ég ætlaði að fá mér fleiri en einn. Forréttir og réttir hússins mæta í tveimur hollum Við ákváðum að panta nokkra rétti í forrétt: gæs með geitaosti og pekan- hnetum, nauta carpaccio með parmes- an og möndlum, heilbakaðan brieost með lautarhunangi og heslihnetum og spicy andavængi með vorlauk og chili. Eins og sjá má af upptalningunni var nokkuð um ost og hnetur, sem er kannski ekki fyrir alla, en við erum að elska þetta. Ég byrjaði auðvitað á því sem hendi var næst: grafinni gæs, sem var alveg hreint geggjuð, en pínu klúður að byrja ekki á spicy andavængjunum, því þeir voru ekki lengur heitir þegar ég færði mig í þá en bara mín mistök. Vin- konan var hins vegar vitrari og byrjaði þar og kláraði sinn skammt með mikilli ánægju. Við vorum langsælastar með spicy andavængina, nauta carpaccio (sem ég gæti borðað í morgunmat alla daga) og heilbakaða brieostinn (næst pöntum við klárlega tvo slíka). Aðalrétturinn – bland af því besta Á meðal aðalrétta er steikarplanki, sem inniheldur naut, lamb, svín og humar. Sem betur fer fyrir mig kann vinkonan ekki að borða humar, þannig að ég sat ein að honum, crunchy, kryddaður og góður, akkúrat eins og ég myndi elda hann, ef ég kynni að elda! Ljónið lauk máltíðinni Eftirrétturinn sem varð fyrir valinu var Lion bar súkkulaði með rifsberjum og saltkaramellusósu og viðn vorum ekki lengi að ráða niðurlögum ljónsins og klára eftirréttinn. Við erum ekki mikið fyrir fisk og höfnuðum því tígrisrækjum þegar þjóninn stakk upp á þeim. Konan á næsta borði, fékk okkur hins vegar til að iðrast þeirrar ákvörðunar, því tígris- rækjurnar koma á borðið í gríðarlega flottri Skull-könnu og ég hlýt að geta samið um að fá að kaupa könnuna líka næst þegar ég kem! Henni virtist líka líka vel við rækjurnar, tékka á þeim næst! Happy Hour hefst seint – skemmtileg stemning við flygilinn Fyrir gesti sem eru seint á ferðinni á föstudags- og laugardagskvöldum þá hefst Happy Hour kl. 23 og stendur til kl. 1 og þá tilvalið að koma í kokteila eða rétti til að deila (já, eða halda áfram eftir matinn í Happy Hour). Allir réttirnir sem við smökkuðum eru tilvaldir til að deila og smakka, þá jafnvel fleiri en tvo eða þrjá. Fyrir gesti Menningar- nætur hentar vel að horfa á flugelda- sýninguna og kíkja svo á Matarkjallarann, þar sem myndast skemmtileg og kósí stemning við flygilinn í fremri salnum. Matarkjallarinn er í Aðal- stræti 2 og borðapantanir eru í síma 558-0000 eða á heimasíðu staðarins. Matarkjallarinn er líka á Facebook. Opnunartími er virka daga frá kl. 11.30–15 og kl. 17–23 öll kvöld, Happy Hour föstudags- og laugardagskvöld kl. 23–1. Þráinn Freyr Vigfússon, mat-reiðslumaður og fyrrverandi liðsmaður og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, opnaði í júní í fyrra veitingastaðinn Sumac grill + drinks að Laugavegi 28 í Reykjavík. Sumac hefur verið mjög vinsæll frá því hann var opnaður, bæði meðal Íslendinga og ferðamanna, og einn þeirra er kokkurinn og sjónvarpsstjarn- an Gordon Ramsay sem lofaði staðinn í hástert, þegar hann borðaði þar í júlí síðastliðnum. Deildi hann mynd frá staðnum á Instagram, en þar er hann með 4,6 milljónir fylgjenda. Sumac heitir eftir djúprauðum villiberjum sem vaxa víða í Mið- -Austurlöndum og við Miðjarðarhaf. Matseldin á Sumac er innblásin af seið- andi stemningu frá Beirút í Líbanon og tælandi áhrifum frá Norður-Afríku. Á staðnum er ferskt hráefni úr íslenskri náttúru, matreitt undir áhrifum Mið- -Austurlanda og á matseðlinum eru eldgrillaðir réttir með framandi kryddi. Á barnum er Miðjarðarhafsstemn- ing og í boði eru ferskir, fjölbreyttir og freistandi kokteilar. Á vínseðlinum blandast saman innblástur frá Evrópu, Marokkó og Líbanon. Hönnuður Sumac er Hálfdán Ped- ersen, sem hannaði meðal annars Kex, Dill, Burro og Pablo discobar, og tekur staðurinn um 80 manns í sæti. Sumac er kjörinn staður til að borða á á Menningarnótt og fá í leiðinni Mið- jarðarhafshita í sálina. Borðapantanir eru á heimasíðunni sumac.is og í síma 537-9900. Einnig er kjörið að gefa gjafakort frá Sumac, en þau er hægt að kaupa á sumac.is eða á staðnum, að Laugavegi 28. Inn af Sumac er síðan minnsti veitingastaður landsins, Óx, sem tekur 11 manns í sæti og býður upp á eins- taka matarupplifun og nálægð við kokkinn. Óx er opinn miðvikudaga til laugardaga, gestir mæta kl. 19 og tekur kvöldverðurinn um tvo og hálfan tíma. Boðið er upp á öðruvísi íslenskan, gam- aldags mat í nýjum búningi í bland við klassíska evrópska matargerðalist, allt er innifalið í verði, vínpörun eða óáfeng pörun og kaffi. Upplifðu Miðjarðarhafsstemningu í miðbænum á Menningarnótt Þráinn Freyr þegar lögð var lokahönd á staðinn fyrir opnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.