Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 12
12 17. ágúst 2018FRÉTTIR eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Boltinn í beinni á castello bréfi. Í bréfinu stóð að ef fyrirtæk- ið léti ekki af hendi tíu milljónir króna yrði eitrað myntu- og kara- mellu-Pipp sett í umferð í tugatali og að skammturinn af bremsu- vökva yrði banvænn. Fylgdu þeir þessu eftir með símtölum til Finns sem í samstarfi við lögreglu lagði tálbeitu fyrir mennina. Pakki var skilinn eftir í Hamrahlíð og þegar mennirnir tveir sóttu hann voru þeir handteknir. Annar þeirra sagði Sigurð Inga hafa átt hug- myndina og var Sigurður kærð- ur fyrir vikið. En saksóknari taldi kæruna ekki líklega til sakfellingar og lét hana því niður falla. Misnotaði unga drengi Árið 2014 kom Sigurður mikið við sögu í tengslum við glæpa- mál. Í febrúar var hann dæmdur fyrir að blekkja og kaupa kynlíf af sautján ára gömlum pilti og hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm fyrir. Í mars var hann sektaður fyrir þjófnað og í desember hlaut hann loks dóm fyrir fjársvikamál- ið. Sigurður játaði að hafa stolið eða svikið út um þrjátíu milljón- ir króna yfir tveggja ára tímabil. Í málflutningi saksóknara, byggðu á geðmati, kom fram að Sigurður væri siðblindur, hömlulaus og hefði litla sem enga sektarkennd. Fékk hann tveggja ára fangelsis- dóm og var gert að greiða rúmar fimmtán milljónir til þolenda, þar af sjö til Wikileaks. Þolandi framdi sjálfsmorð Sigurður var aftur dæmdur fyrir kynferðisbrot í september árið 2015, þá gegn níu piltum sem hann hafði tælt á netinu. Flestir þeirra voru á aldrinum fimmtán til sextán ára þegar brotin áttu sér stað en Sigurður bauð þeim meðal annars peninga, tölvur, bíla og fasteignir fyrir munngæl- ur og endaþarmsmök. Hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm fyrir. Skömmu síðar féll einn piltur fyrir eigin hendi og foreldrarn- ir sögðu DV frá því. Pilturinn hafði orðið fyrir alvarlegu kyn- ferðisbroti en ekki var greint frá því hver gerandinn var. Á samfélagsmiðlum tengdu sumir Sigurð við það mál og svaraði hann spurningum DV um málið í september árið 2016. Sigurður sagði: „Þetta er mjög leiðinlegt mál, ég neita því ekki. Ég veit hvaða strákur þetta er. Þetta tók á mig. Ég frétti af þessu tveimur dögum eftir að það gerðist.“ Prestur og fyrrverandi hermaður Annar þeirra lífvarða sem fylgdu Sigurði á fundinn með allsherjar- nefnd var Dan Sommer. Sigurð- ur kynntist Sommer árið 2009 og tveimur árum síðar var Sommer ráðinn til þess að tryggja öryggi Sigurðar á ferðum hans um heim- inn fyrir Wikileaks. Postulakirkjan er eitt af fá- mennustu trúfélögum landsins og telur aðeins 28 meðlimi sam- kvæmt Hagstofu Íslands. Sam- kvæmt persónulegri heimasíðu Sommer starfaði hann í 25 ár í her- þjónustu danska hersins, öryggis- málum og baráttu gegn hryðju- verkum og þjálfaði lögreglumenn og hermenn í alls 17 löndum. Hann hefur starfað í Afganistan, Nígeríu og Mexíkó og fengist við sómalíska sjóræningja í Adenflóa. Kann Sommer hinar ýmsu bar- dagaíþróttir. Árið 2011 ákvað hann að breyta algerlega um stefnu og lærði til prests. Sem slíkur hefur hann að- stoðað nauðgunarfórnarlömb og fólk með áfallastreituröskun og stofnaði Postulakirkjuna, sem byggir á frumkristni, árið 2013. Á heimasíðunni er tilvitnun í Sommer um hlutverk hans: „Ég er Dan Sommer, prestur, hvatningamaður og góðgerða- maður með það verkefni að hafa góð áhrif á veröldina, með því að hvetja og styrkja fólk víðs vegar um heim.“ Sommer hefur sinnt sálgæslu, heilun og markþjálfun bæði fyrir safnaðarmeðlimi og aðra. Samfélagsþjónusta hjá lífverði sínum Sigurður afplánaði á Litla-Hrauni, í Hegningarhúsinu og á Sogni uns hann var settur í samfélagsþjón- ustu og rafrænt eftirlit í júní árið 2016. Þeirri þjónustu sinnti hann hjá Postulakirkjunni og sínum gamla félaga Dan Sommer. DV greindi frá þessu í september árið 2016. Þá sagði Sommer: „Hann (Sigurður) hjálpaði mér með kirkjustarf og kirkjuvefinn og hjálpaði mér í athvarfsmiðstöð sem ég rek nokkrum sinnum á ári þar sem fólk kemur í vikudvöl. Hann þekkir netið út og inn. Hann er klár, strákurinn. Svo er hann búinn að vera að hjálpa mér við að mála og vinna við ýmsar við- gerðir.“ Sigurður ræddi einnig við DV á þessum tíma. Hann sagði: „Þegar ég var inni var það að mínu frumkvæði að hitta Dan. Ég þarf ekki að hitta hann og engin skilyrði um slíkt.“ Sigurður lék líka á fangelsis- málastofnun með því að fá yfir- völd til að samþykkja að hann færi í samfélagsþjónustu hjá manni sem hafði áður verið á launaskrá hjá honum sjálfum. Dan Sommer fylgdist hins vegar lítið með Sig- urði sem lék þá lausum hala. Þegar lífvörður, sálfræðingur, síðan yfirmaður og nú aftur starfs- maður Sigurðar var beðinn um að lýsa honum í viðtali við DV fyrir tveimur árum, sagði Dan Sommer: „Sigurður er siðblindur, eða var það. Það getur tekið langan tíma að laga það með sálfræðiaðstoð. Það tók mig tvö ár að fá hann til að sjá og skilja að það sem hann gerði var rangt. Það er enginn efi um það í dag að hann sér að það sem hann gerði var rangt.“ Þá sagði Dan á öðrum stað í sama viðtali: „Hann er oft í kringum börnin mín og er góður vinur þeirra. Ég hef alls ekki áhyggjur af honum í kringum börnin mín.“ Umdeildar sundferðir Á meðan Sigurður var í samfé- lagsþjónustu hjá Postulakirkjunni kom það fram í fjölmiðlum að hann stundaði sund í sundlaugum Kópavogs nánast daglega í frítíma sínum. Foreldrar barna í Sala- skóla voru ósáttir og skólastjórar bæjarins funduðu um málið og vildu að Sigurði yrði bannað að koma í laugarnar. Í kjölfarið var því skilyrði bætt við reynslulausn hans að hann færi ekki í sundlaugarnar og skrifaði hann upp á það. Einnig var hann færður í samfélagsþjón- ustu til Rauða krossins eftir frétta- flutning DV af málinu. Isavia vissi ekki að öryggishurð væri ekki til staðar Þegar komið er að flugskýli 1 þar sem skrifstofur ACE Handling, ACE FBO og Global Fuel, allt fyrir- tæki í eigu Hilmars Ágústs, kemur maður að hurð sem eingöngu þarf starfsmannapassa en ekki flug- vallarpassa. Eins og kemur fram hér að framan er Postulakirkj- an með aðstöðu í flugskýli 1 og heldur athafnir. Dan Sommer staðfesti við DV að athafnir ættu sér stað reglulega þar og kæmu sóknarbörn hans þá þar inn. Á meðan blaðamenn DV voru á staðnum var sem dæmi settur stóll fyrir hurðina til að halda henni opinni. Þegar kom- ið er inn um þessar dyr hefur fólk aðgang að flugskýlinu öllu og öllum flugvélum sem þar eru inni, því engin hurð er á milli anddyris og flugskýlisins. Séu flugskýlisdyrnar sjálfar opnar, sem þær voru í þá tæpu tvo tíma sem blaðamenn DV voru á staðnum, er ekkert sem hindrar fólk í að fara út á miðja flugbraut eða komast að þyrlum og bílum sem geyma eldsneyti. „Það var öryggishurð þarna þegar ég var þarna í síðustu viku,“ sagði Ingólfur Gissurarson, flug- vallarstjóri Reykjavíkurflugvall- ar, þegar DV hafði samband við hann vegna þessa máls. Blaða- maður spurði þá hvaða dag í síð- ustu viku væri um að ræða og sagðist hann ekki muna það. „Skýli 1 er einkaskýli. En þar hafa þeir séð eingöngu um að- gangsstýringu þar inn,“ bætti Ingólfur við. Þegar blaðamaður DV sagði Ingólfi að ekkert vanda- mál hafi verið fyrir hann að ganga beint inn í flugskýlið og hann hefði getað gengið alla leið út á flugbraut sagði hann: „Þú ert að segja mér fréttir.“ Ingólfur var einnig spurður hvort honum þætti það ekki ábótavant að heil öryggishurð hafi horfið án þess að þeir hafi tekið eftir því og svaraði hann: „Nei, reyndar ekki.“ Í samtali við blaðamenn sagði Dan Sommer, öryggisstjóri ACE FBO, að hann hefði rætt við flug- vallarstjóra um að það hafi vant- að þarna hurð í langan tíma. „Ég ræddi þetta við hann,“ sagði hann og bætti við: „Þeir eru ekki nógu góðir í þessu, þetta er bara of auð- velt. Fólk getur valsað hérna um eins og það vill.“ Þegar hann var spurður hversu lengi hurðina hefði vantað, svaraði hann: „Þetta hefur alltaf verið svona, síðan ég byrjaði að vinna hérna.“ Rúmum hálftíma eftir að DV ræddi við Ingólf hringdi upp- lýsingafulltrúi Isavia í DV og til- kynnti að búið væri að setja upp hurðina. Þegar DV kannaði mál- ið reyndist ekki vera fótur fyrir því. Barnaníðingarnir, kung-fu presturinn, Panamaprinsinn og sértrúarsöfnuðurinn geta því enn valsað um að vild og boðið til sín gestum. n Sigurður Ingi ásamt Dan Sommer þegar Dan starfaði sem lífvörður hans. Dan Sommer kann ýmislegt fyrir sér í bardagaíþróttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.