Fréttablaðið - 15.12.2018, Side 6

Fréttablaðið - 15.12.2018, Side 6
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Inga Sæ land þing maður og for maður Flokks fólksins veifaði seðla­ búnti í þingsal. Hún kvaðst hafa tekið út jólabón­ usinn, sem var 181 þúsund krónur, til að gefa fátækum og til góðgerðar­ samtaka. Inga skoraði á aðra þing­ menn að gera slíkt hið sama. Ellert B. Schram formaður Félags eldri borgara í Reykjavík settist á þing í vikunni 79 ára gamall. Hann sagði verkefni sitt vera að tala fyrir hönd eldri borgara sem verst standa og minnst eiga. Alma D. Möller landlæknir sagði streitu vera lang­ stærstu ástæðu heilsubrests og brottfalls á vinnustöðum landsins. Konur sem eru um fertugt eru stærsti hópurinn sem leitar sér aðstoðar en ungir karlmenn eru líka stækkandi hópur. Þrjú í fréttum Bónus, aldraðir og streita Tölur vikunnar 09.12.2018 Til 15.12.2018 8% fullorðinna eða þar um bil fóru í ein- hverjum mæli í ljósabekki á síðustu 12 mánuðum en árið 2004 var hlutfallið um 30 prósent. Árið 2018 höfðu um 13 prósent aðspurðra 18- 24 ára ungmenna notað ljósabekki. 100 þúsund krónur hyggst Sanna Mörtudóttir borgarfulltrúi gefa mánaðarlega í nýjan styrktarsjóð Sósíalistaflokksins. 17 milljarðar króna er heildarkostnað- ur vegna Vaðla- heiðarganga áætlaður. Vaxtakostn- aður mun nema hundruðum milljóna. 94% virkra fyrirtækja, eða rúmlega 28 þúsund, voru með færri en 10 starfsmenn árið 2017. 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp vegna hagræðingar. Flugvélum verður fækkað úr 20 í 11. 30 prósentum yfir meðaltali ESB-ríkja var landsfram- leiðsla á mann á Íslandi árið 2017. „Hressilegur aldarspegill.“ S S / M O R G U N B L A Ð I Ð Ástarsamband við skólabróður, partíhald menntskælinga og krassandi sögur af betri borgurum í Reykjavík Valin þriðja besta ævisagan af bóksölum LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið til 19 alla daga til jóla Samfélag Margir fyrrverandi nem­ enda við Heimavistarskólann að Jaðri í Elliðavatnslandi treystu sér ekki til að greina vistheimilanefnd frá upp­ lifun sinni af skólanum eða gáfu ekki rétta skýrslu af ótta við að vera refsað fyrir rógburð ef þeir greindu frá því sem átti sér stað innan veggja skólans, sem var í rekstri frá 1946 til 1973. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd á greiðslu sanngirnis­ bóta. Alls bárust 152 umsóknir um sanngirnisbætur frá fyrrverandi nemendum skólans og í skýrslunni er greint frá því að frásagnir þeirra væru með töluvert öðrum hætti en greint var frá í skýrslu vistheimilanefndar sem kom út árið 2010. Ótti við refsingu var ekki eina ástæðan fyrir röngum framburði heldur var mörgum fyrrverandi nem­ endum hlýtt til Björgvins Magnús­ sonar sem var lengst af skólastjóri skólans og vildu nemendurnir ekki að skuggi félli á starf hans „vegna atburða sem hann bar enga sök á“, eins og segir í skýrslunni. Tæplega 400 einstaklingar sóttu nám á Jaðri, oftast í tvo til þrjá vetur en allt upp í sex til sjö vetur. Margir nemendanna greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu eldri nemenda og mjög takmarkað eftirlit hefði verið með nemendum vegna þess hve undirmannaður skólinn var. Alls hafa 1.162 fengið greiddar bætur á grundvelli laga um sann­ girnisbætur. Fjárhæðin sem ríkið hefur greitt eða skuldbundið sig til að greiða nemur nálægt þremur millj­ örðum króna. Hæsta bótagreiðslan nam 7,3 milljónum en sú lægsta 150 þúsundum. Bætur hafa verið greiddar vegna dvalar í Breiðuvík, Heyrn­ leysingjaskólanum, á Kumbaravogi, Bjargi á Seltjarnarnesi, í Reykjahlíð í Mývatnssveit, á Jaðri í Elliðavatns­ landi, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Á fimmta tug umsókna um bætur bárust vegna dvalar á öðrum stofnun­ unum og var þeim vísað frá þar sem stofnanirnar féllu ekki undir lögin. Þó var ákveðið að greiða bætur til fyrr­ verandi nemenda Landakotsskóla þótt vistheimilanefnd hefði ekki fjallað um skólann. Nefndin kann­ aði starfsemi Kópavogshælis á síðari stigum og fengu einstaklingar sem þar höfðu dvalið einnig bætur. adalheidur@frettabladid.is Veittu vistheimilanefnd ekki viðtal vegna ótta við refsingu Fyrrverandi nemendur í heimavistarskólanum að Jaðri óttuðust refsingu fyrir rógburð segðu þeir satt og rétt frá og vildu ekki tala illa um skólastjórann sinn sem átti ekki sök á illri meðferð. Tæpir þrír milljarðar hafa verið greiddir í sanngirnisbætur til rúmlega þúsund einstaklinga. Skýrsla um bæturnar kom út í gær. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheim ila síðastliðin átta ár, kom að kynningu skýrslunnar í gær. Fréttablaðið/GVa Margir misst tök á lífi sínu vegna óreglu Til að eiga rétt á sanngirnisbótum þarf sá sem um þær sækir að hafa dvalið á heimili eða stofnun sem falla undir lög um vistheimilanefnd, hafa orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi við dvölina og hafa hlotið af því varanlegan skaða. Í skýrslunni er greint frá því að í mörgum tilvikum hafi reynst erfitt að leysa úr bótakröfum. Á það sérstaklega við um umsóknir þeirra sem dvöldu á Silungapolli og á Unglingaheimili ríkisins. Kemur þar margt til. Margir sem vistaðir voru á Silungapolli hafi verið mjög ungir þegar á vistuninni stóð og minningar þeirra „óskýrar og stundum villandi“. Einnig hafi margir þeirra alist upp við mjög erfiðar aðstæður og erfitt hafi verið að greina á milli hvað af erfiðleikum þeirra var sprottið af erfiðri æsku og hvað af dvöl á vistheimili. Þá hafi margir þeirra misst tök á lífi sínu vegna óreglu og samskipti við þá þar af leiðandi erfiðleikum bundin. 1 5 . d e S e m b e r 2 0 1 8 l a u g a r d a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -0 8 5 0 2 1 C F -0 7 1 4 2 1 C F -0 5 D 8 2 1 C F -0 4 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.