Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 12

Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 12
www.gjofsemgefur.is PIPA R\TBW A • SÍA • 133567 undir tré á Íslandi GEFÐU jólapakka Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. Komið í allar helstu verslanir Íslenskt tískutímarit 1 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r10 Þorlákshafnarbúar telja ekki nægt heitt vatn skila sér til bæjarins. Elliði Vignisson bæjar­ stjóri kveðst trúa því að Veitur muni standa sig betur. Að öðrum kosti bori sveitarfélagið sjálft eftir heitu vatni. Upplýs­ ingafulltrúi Veitna segir ástandið munu lagast næsta haust. orkUmáL Forsvarsmenn Lýsis og seiðaeldisstöðvarinnar Ísþórs í Þor- lákshöfn funduðu með bæjaryfir- völdum í Ölfusi í síðustu viku vegna skorts á heitu vatni. Skerða þurfti heitt vatn frá Veitum til iðnfyrir- tækja þar á svæðinu í kuldakasti í byrjun desember. Íbúar fundu einn- ig fyrir lægri þrýstingi á vatninu. „Það var búið að tala um að það yrði aukning á heitu vatni í haust en það hefur ekki gengið eftir og þá eðlilega verða menn von- sviknir. Þeir hafa ekki brotið neina samninga gagnvart okkur en ef þetta er það sem við þurfum að búa við verðum við að grípa til einhverra annarra ráðstafana,“ segir Þórarinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Ísþórs. Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, lögðu í sumar sverari lögn frá háhitasvæðinu á Bakka um tíu kílómetra leið niður í Þor- lákshöfn. Það hefur ekki enn skilað meira magni af heitu vatni eins og Þorlákshafnarbúar töldu að ætti að vera raunin. „Þetta er náttúrlega ótækt enda búum við á orkuríkasta svæði á Íslandi. Ég bind vonir við að þetta séu byrjunarörðugleikar hjá þeim,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. „Við fengum þær skýringar að Veitur hefðu þá skyldu að leggja íbúðarhúsnæði til heitt vatn og leggi höfuðáherslu á það en voru að svera þessa lögn frá Bakka og hingað niður eftir og hugðust með því bæta aðgengi að heitu vatni fyrir fyrirtæki. Það er ekki að virka ennþá.“ Elliði segir stór fyrirtæki í Þor- lákshöfn og að áform séu um enn stærri fyrirtæki, meðal annars fimm þúsund tonna landeldi á fiski. Lýsi er nýbúið að byggja þar stóra verk- smiðju. „Við höfum lagt þunga áherslu á það við Veitur og aðra að þessi mál verði löguð fyrir þessi fyrirtæki og minnt á það að ef Veitur ætla ekki að tryggja nægt vatn til þeirra stóru framkvæmda sem við stöndum frammi fyrir þá sjáum við okkur bara þann einn kost að stofna nýja veitu og verða okkur sjálf næg með það. Það mun aldrei viðgangast að fyrirtæki á orkuríkasta svæði á Íslandi hafi ekki heitt vatn,“ segir bæjarstjórinn. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem sveitarfélagið ræki hitaveitu. Í febrúar árið 2000 seldi það Hita- veitu Þorlákshafnar til Orkuveitu Reykjavíkur. Ólöf Snæhólm, upplýsingafull- trúi Veitna, segir rétt að komið hafi til skerðingar á afhendingu á heitu vatni til iðnfyrirtækja þegar mjög kalt hafi verið í veðri. „Sam- kvæmt samningum sem gerðir eru við slík fyrirtæki er Veitum heimilt að skerða afhendingu á heitu vatni þegar þannig stendur á og bera gjöldin sem þau greiða þess merki,“ segir hún. Að sögn Ólafar er í forgangi hjá Veitum að veita nægu heitu vatni til íbúa. Með sverun hitaveitulagnar- innar búi íbúar Þorlákshafnar við hærri og jafnari þrýsting á heita vatninu en áður. „Hins vegar geta íbúar orðið varir við lágan þrýsting tímabundið á meðan verið er að skerða afhend- ingu á heitu vatni til iðnfyrirtækja við hámarksálag í kuldaköstum,“ útskýrir Ólöf. Þegar kalt sé í veðri sé framleiðsla á heitu vatni á Bakka í hámarki. „Það hefur dugað þar sem möguleikinn á skerðingum til iðn- fyrirtækja er til staðar.“ Þá segir Ólöf að áætlað sé að nýr búnaður, sem auki vinnslu- og flutningsgetuna á Bakka, verði tekinn í gagnið fyrir næsta haust. „Sverun lagnarinnar var for- senda þess að hægt verður að fara í uppfærslu á búnaðinum til að auka afköstin og koma þannig til móts við uppbyggingu í Þorlákshöfn,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. gar@frettabladid.is  Bora sjálf ef Veitur auka ekki heitt vatn Hitaveita Þorlákshafnar var seld til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2000. Nú íhuga heimamenn að koma aftur á fót eigin hitaveitu. FRéttablaðið/VilHelm Það mun aldrei viðgangast að fyrirtæki á orkuríkasta svæði á Íslandi hafi ekki heitt vatn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -2 A E 0 2 1 C F -2 9 A 4 2 1 C F -2 8 6 8 2 1 C F -2 7 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.