Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2018, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 15.12.2018, Qupperneq 18
Gullplöturnar Ef svo ólíklega vill til að framandi og vitibornar lífverur klófesti og kanni Voyager 1 eða 2, þá munu þær geta lært mikið um mannkyn með því að rýna í þau vísindi og verkfræði sem smíði þeirra útheimti. En sú þekking segir lítið um menningu mannkyns og samfélag. Því bera geimförin í skauti sér eins konar hand- bók um Jörðina og lífið sem blómstraði þar um tíma. Handbókin er í formi 12 tommu hljómplatna sem pressaðar voru úr kopar og húðaðar með gulli. Plöturnar eru geymdar bakvið állok sem rafhúðað var með ísótópanum úraníum-238. Helmingunartími ísótópans er 4,5 milljarðar ára og því munu forvitnar og greindar verur geta beitt massagreiningu til að áætla aldur hljómplatnanna. Stjörnufræðingurinn og vísindamiðlarinn Carl Sagan hafði veg og vanda af vali á innihaldi platnanna. Þar er að finna kveðjur frá Jörðu á 45 tungu- málum ásamt ávarpi þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Kurts Waldheim. Að auki er að finna á plötunum tónverk eftir Bach, Mozart, Beet- hoven, Chuck Berry, Blind Willie Johnson ásamt þjóðlagatónlist fjölmargra menningarhópa. Klukkutíma langt rit af heila- bylgjum Önnu Druyan, eiginkonu Sagans, er að finna á plötunum. Á plöturnar er búið að rista stað- setningu sólarinnar út frá staðsetningu 14 tifstjarna. Auk þess er að finna upplýsingar um vetni, algengasta frumefni alheimsins, og staðsetning sólarinnar er rist á plöturnar með vísan í staðsetningu 14 tifstjarna. Auk þess er að finna upplýsingar um vetni, algengasta frum- efni alheimsins. Á myndinni er einnig útskýrt hvernig vetnisatómið gefur frá sér rafsegulgeislun þegar það breytir um orkuástand. Tíðni þessarar geisl- unar er nákvæmega 1420.40575177 MHz. Þetta er sú tíðni sem við notum til að hlusta eftir skilaboð- um frá framandi vitsmunalífi. Megi raforkan vera með þér. 4.490.000 kr. Verð frá Skiptu yfir í vistvæna orku strax í dag! Volkswagen e-Golf kemur þér á áfangastað á rafmagninu einu saman. Þú nýtir hreina innlenda orku, tekur aldrei eldsneyti, ert laus við olíuskipti og upplifir magnaðan akstur. Gríptu tækifærið núna og stökktu inn í framtíðina með Volkswagen e-Golf – 100% rafmagnsbíl. www.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd Til afhendingar strax! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Sólvindshvolf Sólvindsmörk Sól hulstu r Miðgeimur Jaðarhögg Voyager 1 21,2 milljarða km fjarlægð frá jörðu. Voyager 2 18 milljarða km fjarlægð frá jörðu. ✿ Voyager-verkefnið Sólin GEIMVÍSINDI  Vísindamenn NASA fengu í vikunni staðfestingu á grun- semdum sínum um að geimfarið Voyager 2 hefði sagt skilið við bein áhrif Sólarinnar og haldið út í mið- geim, svæðið milli stjarnanna. Þetta þýðir að Voyager 2 hefur brotið sér leið gegnum svæðið þar sem sólvindar og stjörnuvindar mætast í jaðri sólvindsmarkanna. Staðfesting á þessum merka áfanga fékkst með því að mælingartæki um borð í Voyager 2 greindu sífellt minna magn rafgass frá Sólinni. Á ferðalagi sínu um sólkerfið hefur Voyager 2 kannað Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus í návígi. Þrátt fyrir að geimfarið hafi nú þegar gefið vísindamönnum ein- stakt tækifæri til að kanna sólkerfið, þá er vísindavinna Voyager 2 rétt að byrja. Geimfarið er nú byrjað að senda til Jarðar mælingar á eðli og hitastigi miðgeims. „Það er gríðarlega margt sem við vitum ekki um það svæði sem bíður handan sólvindsmarkanna,“ sagði Ed Stone, vísindamaður við Voyager-verkefnið hjá Tækniháskól- anum í Kaliforníu. Voyager 2 hefur þó ekki yfirgefið sólkerfið eins og oft er haldið fram. Jaðar sólkerfisins er skilgreindur við enda Oort-skýsins, sem er þyrp- ing halastjarna sem umlykur sól- kerfið. Fjarlægri mörk Oort-skýsins eru talin liggja í rúmlega 14 billjóna kílómetra fjarlægð. Voyager 2 er nú Voyager 2 þenur seglin í stjörnuvindi Eftir að hafa rannsakað heimahagana gaumgæfilega síðustu 40 ár siglir Voyager 2 nú milli stjarnanna. Næstu árin mun geimfarið kanna miðgeim en eftir að rafhlöðurnar tæmast tekur við einmanalegt ferðalag. Eftir 300 þúsund ár mun Voyager 2 nálgast stjörnuna Síríus. í um 18 milljarða kílómetra fjar- lægð. Það mun líklega taka Voyager 2 um 30 þúsund ár að sigla í gegnum Oort-skýið. Voyager 2 mun halda áfram að senda merki til Jarðar til ársins 2025, en þá hefur geimfarið verið á ferðalagi í 48 ár. Eftir það mun Voyager 2 þjóta um miðgeiminn, ekki sem vísindatól, heldur sem fulltrúi mannkyns. Eftir tæplega 300 þúsund ár mun Voyager-2 finna hlýju sólstjörnu á ný, þegar geim- farið kemst í návígi við stjörnuna Síríus sem er í 8,6 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. kjartanh@frettabladid.is Voyager-geimförunum var skotið á loft í ágúst og september árið 1977. Þau könnuðu reikistjörnur og tungl sólkerfisins, en æða nú á ógnar- hraða milli stjarnanna. Voyager 1 Fjarlægð frá Jörðu 21.692.212.000 km Sendingartími merkis 20 klst. | 5 mín. Ár í geimnum 41 Plánetur kannaðar 2 og tunglið Títan Voyager 2 Fjarlægð frá Jörðu 17.960.950.000 km Sendingartími merkis 16 klst. | 38 mín. Ár í geimnum 41 Plánetur kannaðar 4 Voyager-geimförin eru fyrstu manngerðu hlutirnir sem komast út í miðgeim. 1 5 . D E S E M b E r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r16 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A ð I ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 4 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C E -E F A 0 2 1 C E -E E 6 4 2 1 C E -E D 2 8 2 1 C E -E B E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.