Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 49
Framhald á síðu 2 ➛
Hafnarfjörður
& Garðabær
L AU G A R DAG U R 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 Kynningar: Hafnarfjörður, Apríl skór
Hafnarfjörður skartar sínu fegursta á aðventunni eins og fyrri ár. Búið er að skreyta
bæinn með fallegum jólaskreyt
ingum og fjölmargt skemmtilegt
er á dagskrá dagana fyrir jól, segir
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar. „Bærinn okkar hefur
allt til alls. Hann er fallegur sjávar
bær með sinn eigin sjarma, lifandi
miðbæ, heillandi hafnarsvæði og
er steinsnar frá fallegum náttúru
perlum á borð við Hellisgerði, Víði
staða tún, Hvaleyrarvatn, Helgafell
og Hamarinn. Það skapast líka
alltaf einstök og heimilisleg jóla
stemning í miðbæ Hafnarfjarðar á
aðventunni. Hingað kemur fólk til
að njóta, slaka á og skemmta sér.“
Uppskrift að góðum degi
Sveitarfélagið hefur stækkað mikið
undanfarin ár og þjónusta við
íbúa og gesti aukist á sama tíma til
muna, segir Rósa. „Veitingastöðum
og kaffihúsum hefur fjölgað auk
þess sem margar verslanir við
Strandgötuna, í Firði, á Flens
borgar höfn og víðar um bæinn
bjóða til sölu íslenska hönnun
og handverk, notaðan fatnað og
ýmislegt fleira. Tónlistarfólk, kórar
og aðrir skemmtikraftar eru að
troða upp um allan bæ næstu daga
auk þess sem fjölbreytt dagskrá er
í boði í Bæjarbíói, í hjarta Hafnar
fjarðar. Kirkjur bæjarins, bókasafn
og önnur samkomuhús eru einnig
að bjóða upp á tónleika og ýmsa
skemmtun. Það er því óhætt að
segja að allir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi í flóru af
fjölbreyttu menningarlífi Hafnar
fjarðar.“
Rósa mælir með því að taka dag
inn snemma í Hafnarfirði. „Þannig
er upplagt að heimsækja einhverja
af þeim þremur sundlaugum sem
eru í bænum en hver og ein hefur
sitt sérkenni. Opnunartími þeirra
hefur verið lengdur og verður til
að mynda hægt að fara í jólasund
á aðfangadag og áramótsund á
gamlársdag þegar opið verður
undir hádegi. Eftir sundferðina er
tilvalið að koma við í bakaríi eða
á kaffihúsi áður en haldið er á vit
menningar og verslunar. Síðan
mæli ég með því að taka rölt um
Strandstíginn frá Norðurbakka
að Flensborgarhöfn og líta á þá
sýningu sem þar er að finna um
sögu Hafnarfjarðar.“
Gómsætar veitingar, hönnun
og handverk
Jólaþorpið er opið allar helgar á
aðventunni og segir Rósa nauð
synlegt að fara að minnsta kosti
eina ferð þangað til að upplifa
stemninguna, njóta jólaskemmt
unar og söngva á sviði samhliða því
að ganga á milli fallegra jólahúsa,
skoða og kaupa fallega vörur. „Í ár
er lögð aukin áhersla á mat. Þann
ig er til dæmis til sölu lambakjöt
beint frá býli í ýmsum útfærslum,
geitaostar og hágæða kaffi. Það eru
mismunandi söluaðilar í jólahús
unum milli helga og jafnvel daga
sem gerir þau meira lifandi og fjöl
breytileg og er fólki hvatning til að
koma oftar en einu sinni í þorpið
Hafnarfjörður á aðventunni
Hafnarfjörður er jólalegur og líflegur yfir aðventuna og iðar af mannlífi. Fjölmargt skemmtilegt er í
boði fyrir alla fjölskylduna dagana fyrir jólin og taka bæjarbúar vel á móti gestum og gangandi.
Stemningin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði er engu lík. Boðið er upp á afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri og þorpið er landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru og matvæli fyrir jólin.
KYNNINGARBLAÐ
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
C
F
-7
E
D
0
2
1
C
F
-7
D
9
4
2
1
C
F
-7
C
5
8
2
1
C
F
-7
B
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K