Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 56

Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 56
Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is Systurnar Elísabet og Ragn-heiður Stefánsdætur, sem báðar eru sjúkraþjálfarar að mennt og búsettar á Akranesi, þykja færar í eldhúsinu og eru oft og iðulega beðnar um uppskrift að því sem þær gera. Þær hafa verið með matarsnappið Matar- lyst um tíma þar sem þær leyfa sístækkandi hópi fólks að fylgjast með störfum sínum í eldhúsinu. Fyrir nokkrum mánuðum opn- uðu þær samnefnda Facebook- síðu þar sem uppskriftirnar fá að lifa og hægt er að fletta þeim upp. „Við höfum frá unga aldri fengið að baka og njóta okkar í eldhúsinu. Við fáum yfir- leitt mikið lof fyrir það sem við bjóðum upp á og ákváðum að opna uppskriftabækurnar okkar fyrir áhugasömum og deila okkar uppáhaldsréttum. Því hefur verið vel tekið og alltaf fleiri sem fylgjast með,“ segir Elísabet. Nú fyrir jólin eru systurnar eðli málsins samkvæmt á kafi í jólabakstri og féllust á að deila tveimur vinsælum uppskriftum með lesendum. Annars vegar uppskrift að lakkrísís með Ópal- skoti og fylltum lakkrísreimum sem Ragnheiður setti saman og kallar jólaísinn í ár og Sörum sem þær segja þær allra bestu. Deila bestu uppskriftunum Systurnar Elísabet og Ragnheiður Stefánsdætur eru ástríðukokkar og fóru nýverið að deila uppáhaldsuppskriftum með áhugasömum, uppskrift að lakkrísís og ómótstæðilegum Sörum. Elísabet og Ragnheiður njóta sín best í eldhúsinu. Systurnar fullyrða að þessar Sörur séu þær bestu. Ótrúlega fallegar kökur. Jólaísinn í ár 6 eggjarauður 200 g sykur 70 ml Opal skot með pipar, þessi brúni ½ l rjómi léttþeyttur 200 g fylltar lakkrísreimar skornar smátt niður Léttþeytið rjómann, leggið til hliðar. Eggjarauður og sykur þeytt þar til létt og ljóst. Bætið Opalskoti út í. Látið vélina ganga á lægsta hraða í ca. ½ -1 mín. Blandið rjóm- anum varlega út í eggjablönduna með sleikju í smáum skömmtum. Að síðustu eru smátt skornar lakkrísreimar settar út í. Ísinn er settur í skál eða annað ílát og frystur. Hann er svo skreyttur með lakkrísreimum. Sörur … þær allra bestu Botn 8 eggjahvítur 4 dl flórsykur 300 g hakkaðar möndlur ½ tsk. lyftiduft Stífþeytið hvíturnar ásamt flór- sykri. Bætið lyftidufti út í ásamt möndlunum og hrærið ofurvarlega með sleikju. Klæðið bökunar- plötur með bökunarpappír. Notið 2 teskeiðar og búið til litlar kökur. Gott að miða við að hver sé 1 tsk. og að hafa gott bil á milli. Bakið við 175°C í 12 til 15 mín. Takið út úr ofninum og kælið vel. Takið svo kökurnar af með spaða þegar þær eru orðnar kaldar. Krem 250 g sykur 2 dl vatn 8 eggjarauður 500 g lint smjör 4 msk. Nesquik 3 msk. bökunarkakó Setjið vatn og sykur í pott og sjóðið vel saman eða þar til verður að sírópi. Þetta þarf að sjóða í að minnsta kosti 15 mín. þar til þykkt. Á meðan eru eggjarauðurn- ar þeyttar vel. Hellið svo sírópinu í mjórri bunu út í eggjarauð- urnar og þeytið vel þar til blandan kólnar. Þá er smjörið skorið í kubba og blandað varlega út í hrærivélarskál með eggjablönd- unni. Þegar allt smjörið er komið saman við skal blanda Nesquik og kakói út í og þeyta áfram. Athugið að það tekur tíma að þeyta þetta krem vel saman. Þá tekur við handavinna við að smyrja kremi með borðhníf á eina köku í einu. Gott er að raða þeim í eldfast mót eða djúpan bakka og frysta. Loks eru 400 grömm af suðusúkkulaði brædd yfir vatns- baði og frosnu kreminu dýft ofan í. Kökunum er raðað aftur í sama form og þær frystar þar til á að bera þær fram. Í langferð um landið byrjuðu þau að upphugsa spil sem hefði ákveðna eiginleika sem hentaði þeirra vinahópi og þeim fjöl- skyldumeðlimum sem þau spila oftast með. Bergur og Tinna spila gjarnan með nokkrum öðrum pörum og vildu því búa til spil sem hentar stærri hópum. Þau sjálf hafa gaman af því að úthugsa leiki og þrautir en vildu prófa að búa til spil sem fengi fólk til að tala saman frekar en að veltast um í heilabrotum. Og til þess þurfti spilið að vera fljótlegt að læra og auðspilað. Afrakstur þessarar hugmyndavinnu er nýtt, íslenskt, frumsamið spil sem heitir Sjónar- spil. „Þetta er búið að vera langt ferli en hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Bergur. „Við hönnuðum þetta allt frá grunni, prófuðum prufugerðir á okkar nánustu mörgum sinnum og réðumst svo í framleiðsluna sem var að hluta til fjármögnuð með hópfjármögnun á Karolina Fund sem gekk algerlega vonum framar. Það sem hefur svo verið frábært er að sjá hversu góðar viðtökur spilið hefur fengið og að fólk skemmtir sér í raun og veru við spilamennskuna eins vel og við höfðum vonast til.“ Sjónarspil gengur út á að lýsa meðspilurum sínum með orðum úr spilabunkanum og það á að leiða í ljós hvernig þeir sem spila koma öðrum fyrir sjónir – en það er það sem heiti spilsins vísar til. „Það er eiginlega langskemmti- legast að sjá þegar foreldrar eða makar verða steinhissa á því hvernig börnin eða betri helm- ingurinn koma öðrum fyrir sjónir. Það að einhver sé snyrtipinni er til dæmis oft mjög umdeilt! Lýsingar- orðin eru flest á jákvæðum nótum í þessu spili en við útbjuggum líka aukapakka sem er merktur 18+ þar sem fyrir koma aðeins tví- ræðari orð,“ segir Bergur. „Spilið sjálft er merkt fjórtán ára og eldri en við höfum heyrt af foreldrum sem hafa spilað þetta með yngri börnum. Spilið eykur orðaforða hjá börnum, og satt best að segja fullorðnum líka, því áður en leikurinn byrjar er hægt að fara yfir og útskýra orð sem spilarar þekkja ekki.“ Þau hjónin byrjuðu framleiðslu- ferlið tímanlega svo að spilið gæti verið komið í verslanir fyrir jól. „Í okkar fjölskyldum, eins og eflaust svo mörgum á Íslandi, eru spil og samverustundir þeim tengdar algjörlega samofnar jólahátíð- inni. Spil eru iðulega gefin sem jólagjafir í okkar fjölskyldum og möndlugjöfin er alltaf spil. Frí- dagarnir eru svo nýttir til þess að prófa ný spil eða rifja upp gömul og góð. Það finnst flestum gaman að spila, svo gaman að það er alveg hægt að líta upp frá skjánum í smástund,“ segir Bergur kíminn. Spilið fæst í öllum helstu versl- unum landsins. Hægt er að fræðast nánar um það á Facebook undir Sjónarspilið. Kynning verður í Spila- vinum og A4 í Kringlunni í dag og í A4 í Smáralind á morgun. Sjónarspil fær fólk til að hlæja Tinna og Bergur með Sjónarspil sem þau hönnuðu frá grunni. MYND/SIGTRYGGUR ARI Sjónarspil kemur öllum í gott skap yfir jólin. Hjónin Tinna Finnbogadóttir og Bergur Hall- grímsson hafa lengi haft ánægju af því að setjast niður með vinum og fjölskyldu til að spila. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -3 E A 0 2 1 C F -3 D 6 4 2 1 C F -3 C 2 8 2 1 C F -3 A E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.