Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 94

Fréttablaðið - 15.12.2018, Page 94
Jólin snúast svo mikið um hefðir og fólk vill aðallega heyra lög sem það þekk- ir. Við virðum það en setjum lögin stundum í nýja búninga. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Öll merk- in okkar eru vand- lega valin, en þau eru nú orðin níu talsins. Ég man hreinlega ekki hvernig hugmyndin vaknaði en árið 2011 þegar við héldum fyrstu tónleikana vorum við öll saman í Barbörukórnum í Hafnarfjarðar- kirkju og líklega höfum við bara verið svona þyrst í að syngja fleiri jólalög,“ segir Jóhanna sem er söngvari líkt og Þóra og Örvar en maður Jóhönnu, Bjartur Logi, er organisti og píanóleikari. Strax í upphafi var ákveðið að hafa ókeypis aðgang að tónleikun- um. „Maður veit að ekki allir hafa efni á að fara á jólatónleika og við litum á þetta sem okkar framlag. Kirkjan styrkir okkur síðan með því að við þurfum ekki að borga leigu.“ Góð jólastund Á þessum áttundu tónleikum jólahjónanna verður bæði spilað og sprellað. Dagskráin er ætluð öllum, bæði fullorðnum og ekki síður börnum. „Ég á til dæmis níu ára systurdóttur sem á að vera á skautasýningu á laugardaginn meðan tónleikarnir eru og hún harðneitar að mæta því hún ætlar alls ekki að missa af þessum tón- leikum,“ segir Jóhanna glettin. Tónleikarnir eru klukkustundar- langir. „Okkur þótti það passlegt enda eru allir svo uppteknir á þessum tíma.“ Í nýjum búningi Klassísk jólalög verða í fyrir- rúmi á tónleikunum. „Jólin snúast svo mikið um hefðir og fólk vill aðallega heyra lög sem það þekkir. Við virðum það en setjum lögin stundum í nýja búninga. Sumt endurnýtum við frá fyrri árum en svo gerum við alltaf eitthvað nýtt,“ segir Jóhanna. Annað veifið hafa leynigestir skotið upp kollinum og þannig verður það í ár. „Við reyndar auglýsum alltaf hver er leynigestur og í ár er það Hallur Guðmundsson vinur okkar og bassaleikari. Hann mun spila með okkur og sprella dálítið eins og honum er einum lagið.“ Tónleikarnir bera heitið Hátíð í bæ og eru löngu orðnir ómissandi hluti af aðventunni fyrir marga, ekki síst söngvarana sjálfa. „Þetta er orðið hluti af okkar jólahefð og ég veit ekki hvað við myndum gera ef við hættum þessu einn daginn. Líklega myndum við bara samt hittast til að æfa,“ segir Jóhanna glaðlega og bætir við að desember sé skipt upp í tvö tímabil hjá hópnum. Fyrir og eftir tónleika. „Þegar þeir eru yfirstaðnir getum við loks einbeitt okkur að öllu hinu sem þarf að gera fyrir jólin. Og það hefur alltaf reddast.“ Tónleikarnir hefjast í dag, laugardag, klukkan 17 í Hafnar- fjarðarkirkju. Jólahjónin munu einnig vera með tónleika á Hrafn- istu í Hafnarfirði 17. desember klukkan 13.30, Sólvangi þann 18. klukkan 14.30 og í Drafnarhúsinu 20. desember klukkan 11. Jólahjón boða hátíð í bæ Jólahjónin Bjartur Logi Guðnason og Jóhanna Ósk Valsdóttir og Örvar Már Kristinsson og Þóra Björnsdóttir bjóða til jólatónleika í Hafnarfjarðarkirkju í dag áttunda árið í röð. Ókeypis aðgangur. Það er alltaf líf og fjör á jólatónleikunum Hátíð í bæ í Hafnarfjarðarkirkju. Þeir fara fram í dag klukkan 17 og er að- gangur ókeypis. Tónleikarnir eru fyrir löngu orðnir ómissandi hluti af aðventunni fyrir marga. Mynd/SIGTRYGGUR ARI SKÓHÖLLIN Firði Hafnarfirði s. 555 4420 Loðfóðraðir leðurskór með mannbroddum sem er smellt fram. Dömstærðir 36-41 Herrastærðir 41-46 Verð 19.995 kr. Tilvalið í jólapakkann Apríl skór er falleg skóverslun á Garðatorgi 4 í Garðabæ sem selur dömuskó og fylgi- hluti. Tinna Rún Davíðsdóttir á og rekur verslunina, en hún er 31 árs og fædd og uppalin í Garðabæ. „Ég hef unnið í skóbransanum í 14 ár og var lengi innkaupastjóri fyrir skóverslanir hér á landi,“ segir Tinna. „Núna er ég að klára BA- nám í textílhönnun í Bretlandi og útskrifast næsta vor. Við leggjum mikið upp úr góðu viðmóti og persónulegri þjónustu,“ segir Tinna. „Við höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur í Garða- bænum og erum mjög þakklát fyrir. Öll merkin okkar eru vandlega valin og það hefur bæst við merkin hjá okkur, sem eru nú orðin níu talsins,“ segir Tinna. „Þar má helst nefna sænska merkið Ten Points, sem hefur vakið mikla lukku, ástralska merkið Senso, sem er ótrúlega flott, og Free People, sem er með aðeins öðruvísi skó en við erum vön að sjá. Verslunin verður eins árs í næstu viku en hefur nú þegar fest sig í sessi sem ein glæsilegasta skó- verslun landsins,“ segir Tinna. „Við ætlum að halda upp á afmælið næsta þriðjudag, þann 18. desem- ber, og bjóða upp á 20% afslátt af öllum vörum þann daginn af því tilefni. Við erum einnig með vefverslun á slóðinni www.aprilskor.is, þar sem hægt er að lesa um skóna og merkin í rólegheitunum,“ segir Tinna. „Við bjóðum upp á fría heimsendingu á öllum pöntunum yfir 10.000 krónum.“ Árs afmæli hjá Apríl skóm Skóverslunin Apríl skór í Garðabæ hefur fest sig í sessi sem ein glæsilegasta skóverslun landsins. Verslunin heldur upp á afmælið næsta þriðjudag með því að bjóða 20% afslátt af öllum vörum. Tinna Rún á og rekur verslunina Apríl skór á Garðatorgi 4, en hún er 31 árs gamall Garðbæingur með 14 ára reynslu af skóbransanum. MYNDIR/EYÞÓR Í Apríl skóm eru seldir fallegir dömuskór og fylgihlutir og mikið er lagt upp úr góðu viðmóti og persónulegri þjónustu. 18. desember verður boðið upp á 20% afslátt af öllum vörum. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RHAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 C F -6 B 1 0 2 1 C F -6 9 D 4 2 1 C F -6 8 9 8 2 1 C F -6 7 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.