Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2018, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 15.12.2018, Qupperneq 98
Þau Björn Loki og Elsa Jónsdóttir kalla sig Krot og Krass og eru nýbúin að opna stúdíó í gömlu húsi við Laugaveg. Þegar ég mæti sitja þau hvort sínum megin við upphækkað borð og teikna, Elsa á blað, Björn í tölvu. Segjast samt mála mest stór verk, beint á veggi. „Við gerum ein- hverjar skissur fyrst,“ segir Björn. „Já, erum með grunnhugmyndir,“ segir Elsa. „En finnum oftast vegg- inn fyrst. Svo pælum við í hvað við eigum að setja á hann.“ Þau eru sem sagt vegglistamenn. Eftir að hafa lært grafíska hönnun í Listaháskólanum beindist áhugi beggja að leturhönnun og þau byrj- uðu að vinna saman þess vegna. „Það eru ekki margir í þessu fagi, enda er það mjög tímafrekt. Það er mest fyrir nörda sem gleyma sér í smáatriðum formfræðinnar. Við höfum gaman af því,“ segir Elsa. Hún upplýsir að þau hafi unnið saman í fimm ár og verið kærustu- par um helminginn af tímanum. „Fínt að prófa að vinna saman fyrst!“ Björn segir þau undanfarið hafa pælt mikið í íslenska höfða- letrinu. „Margar af okkar skissum eru út frá höfðaletri og íslenskum útskurði. Við höfum verið að gera nútímalegar útgáfur af letrinu, með okkar tvisti.“ Vegglistin blómstrar í Úkraínu Í sumar ferðuðust Björn og Elsa um á húsbíl og máluðu veggverk í fimm Evrópulöndum, að Íslandi meðtöldu. Það landanna sem mest er í umræðunni nú er Úkraína, þar stoppuðu þau í tvo mánuði og mál- uðu þrjú höfðaleturs-veggverk, tvö í Lviv, sem Björn kallar Kúbu austurs- ins, og eitt stærsta veggverk sem þau hafa gert, í höfuðborginni Kíev. Hvernig hófst það ævintýri? „Við höfðum samband við Oleg Sosnov sem vinnur að því að útvega vegglistaverk í Kíev, er tengiliður milli listafólks og borgaryfirvalda. Þar eru ráðamenn opnir fyrir að breyta hinu gamla sovéska útliti og gera eitthvað nýtt og spennandi. Tónlistarsenan er blómstrandi og vegglistin líka,“ segir Björn. Elsa segir þó eima eftir af for- tíðinni í hugum íbúanna. „Við máluðum vegg á skólabyggingu í íbúðahverfi, þar sem tugþúsundir búa í stórum blokkum. Umferð gangandi fólks fram hjá okkur var stöðug allan daginn í tvær vikur en einungis fjórar eða fimm mann- eskjur yrtu á okkur og spurðu út í hvað við værum að gera. Ef börn stoppuðu þá drógu foreldrarnir þau umsvifalaust í burtu. Þetta var sér- stakt því á Íslandi – og nánast hvar sem við höfum verið að mála, er fólk sífellt að stoppa og velta fyrir sér á hvers vegum við séum, hvaðan við komum og hvað við séum að bar- dúsa. En í þessu hverfi var allt annað uppi á teningnum. Oleg sagði þetta vera leifar af gamla sovéska hugs- unarhættinum, að skipta sér ekki af eða tjá sig. Það hafi greypst svona í þjóðina og erfðist milli kynslóða.“ Björn tekur við: „Partur af því sem Oleg er að gera er að reyna að lífga upp á svæði þar sem börn eru, með því að planta málverki eða einhverj- um skrítnum hlut inn í umhverfið og fá þau til að hugsa út fyrir boxið. Hann fékk okkur til að kynna verkið fyrir krökkunum í skólanum. Þeim fannst líka áhugavert að við værum á húsbíl. „Af hverju viljið þið búa í bíl, þegar þið hafið efni á að fljúga?“ spurðu þau. Oleg sagði okkur að einungis 2-5% þjóðarinnar flygju til annarra landa. Það telst alger lúxus.“ Þau Elsa og Björn fundu þó fyrir gerjun í listalífinu í Kíev. „Fólkið sem er á okkar aldri er fyrsta kyn- slóðin sem elst upp utan Sovétríkj- anna. Það er að byggja upp nýja listasenu en hefur í raun engar fyrirmyndir því lítið var um frjálsa sköpun á sovéttímanum svo það er í raun 40-50 ára gat í listasögunni og unga fólkið getur ekki farið í gallerí til að skoða grafíkverk frá þessum tíma. En nú eru komnir góðir lista- háskólar,“ lýsir Björn. Þó fréttir berist af stríðsátökum í Úkraínu urðu Björn og Elsa ekki vör við þau. „Í Kíev er ekki borgara- styrjöld og áhrif stríðsins minni en maður hélt fyrst,“ segir Elsa. „En Oleg sagði vegglistafólk heyra skot- hljóð í borgum nærri landamær- unum, þar sem herinn er grár fyrir járnum, þó þar búi líka fólk sem reynir að lifa sínu venjubundna lífi. Þar var skotgat á einum skóla og vegglistamaður málaði inn í það sár. Við bjuggumst samt við meiri upp- lausn í landinu og að stríðið væri á allra vörum. Það er ekki þannig.“ Björn tekur undir það. „Stríðið er meira í umræðu út á við. Kannski er það rússneskum öfgamönnum í hag að koma óorði á Úkraínu, þannig að hún eigi erfiðara með að tengja sig við Evrópu. Það er talað um þetta sem fréttastríð.“ Hann segir það þó hafa tekið þau Elsu hátt í tíu tíma að komast yfir landamærin til Úkraínu frá Póllandi. Spiluðu af fingrum fram Ferðin hófst í Reykjavík í maí. „Við keyrðum fyrst hálfan hring um Ísland því við tókum ferjuna frá Seyðisfirði. Máluðum einn vegg á Siglufirði í snjókomu og ætluðum að mála á fleiri stöðum en gátum það ekki vegna veðurs. Flýgur fiski- sagan, heitir verkið á Siglufirði,“ Skreyttu Evrópu út frá íslensku letri Listamennirnir Björn Loki og Elsa Jónsdóttir vissu ekki að þau myndu enda í tveggja mánaða dvöl í Úkraínu þegar þau keyrðu húsbílinn úr hlaði fyrr á árinu. Yfir fimm mánaða tímabil máluðu þau leið sína í gegnum Evrópu en dvölin hófst í snjóhríð á Siglufirði. Elsa og Björn við verkfæravegginn og myndina sem hefur fylgt þeim í öllum þeirra stúdíóum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Annað tveggja verka sem parið vann í úkraínsku borginni Lviv. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ÞAR VAR SKOTGAT Á EINUM SKÓLA OG VEGG- LISTAMAÐUR MÁLAÐI INN Í ÞAÐ SÁR. ↣ 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R48 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 C F -7 9 E 0 2 1 C F -7 8 A 4 2 1 C F -7 7 6 8 2 1 C F -7 6 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.