Fréttablaðið - 15.12.2018, Side 116
Verslanir opnar
í Firði alla helgina:
Laugardagur 11-17
Sunnudagur 13-17
Frábær dagskrá alla helgina Sjá nánar á
Rüdiger Þór Seidenfaden, eigandi verslunarinnar Gleraugnasalan 65 á Laugavegi, hefur myndað allar k i r k j u r l a n d s i n s .
Myndirnar má finna í þriggja binda
verki sem hann gefur út í litlu upp
lagi. Rüdiger er fæddur og alinn
upp í Þýskalandi. „Pabbi var mikill
listunnandi og fór hvert einasta
ár til Ítalíu og tók mig með. Hann
barðist ungur maður í Rússlandi í
seinni heimsstyrjöldinni og þar var
gríðarlegt frost, jafnvel mínus 50
gráður. Þar skrifaði hann dagbækur
og þar er að finna ógnvekjandi lýs
ingar á aðstæðum. Það var eins og
pabbi væri alla tíð með þetta frost í
líkamanum og hann sótti í hita. Þess
vegna varð Ítalía fyrir valinu, þar gat
hann verið öruggur um að ekki yrði
kalt. Í þessum Ítalíuferðum fórum
við út um allt, á söfn og í óperur og
alltaf tók pabbi myndir af kirkjum.“
Árið 1981 kom Rüdiger til Íslands
til að vinna hjá Gleraugnasölunni,
en hann var með sveinspróf sem
sjóntækjafræðingur. „Ég sótti um
starfið og var einn af hundrað
umsækjendum. Eigandinn réð mig
til eins árs. Eftir aðeins tvo mánuði
spurði eigandinn mig hvort ég vildi
ekki framlengja dvölinni. Ég gerði
það. Verslunarstjórinn var kona,
sem síðan varð eiginkona mín.“
Aðstoð frá Braga bóksala
Fyrsta ferð Rüdigers út á land var
til Akraness. „Ég gekk um bæinn og
tók mína fyrstu kirkjumynd. Eftir
það ferðaðist ég mikið um landið og
tók fjölmargar myndir af kirkjum.
Árið 2010 fékk ég hjartaáfall. Á þeim
tíma var ég í Alpaklúbbnum en gat
ekki lengur farið upp á fjöll. Mér
fannst ég þurfa að dreifa huganum
og fór í skipulagðar ferðir um landið
og myndaði kirkjur. Einn daginn
kom Bragi Kristjónsson fornbóksali
í búðina til mín og ég spurði: Áttu
ekki bók með myndum af gömlum
íslenskum kirkjum? Hann svaraði
samstundis: Slík bók er ekki til.
Hann sá að ég varð vonsvikinn og
sagði: Mamma tók myndir af öllum
íslenskum kirkjum á árunum 1953
til 1957. Ég skal láta þig fá safnið.
Ég fékk safnið og skannaði þessar
gömlu myndir sem eru í bók
unum ásamt myndum mínum af
kirkjunum eins og þær eru í dag.
Þessi þriggja binda bókaflokkur
er um íslenskar kirkjur fyrr og nú
og er eins konar ferð um Ísland.“
Rüdiger lét prenta bækurnar í
litlu upplagi og selur þær í verslun
sinni sem hann hefur rekið frá árinu
2000 ásamt Ingu konu sinni. „Í bók
unum er stuttur íslenskur texti um
kirkjurnar og staðina og útlending
ar eru hrifnir af myndunum og sýna
mikinn áhuga,“ segir Rüdiger. „Ég er
alltaf með nokkrar bækur á lager.“
Hátíðleg jól á Íslandi
Á þessum árstíma eru gluggar Gler
augnasölunnar veglega skreyttir
með litlum englum sem spila á
hin ýmsu hljóðfæri. „Þetta er þýskt
skraut frá AusturÞýskalandi,“ segir
Rüdiger sem er mikið jólabarn og
bætir við: „Vegna þess að ég er mikið
jólabarn eru jólin hvergi hátíðlegri
en á Íslandi. Hér byrja þau alls stað
ar klukkan sex en í Þýskalandi byrja
þau á mismunandi tíma.“
Hefur myndað allar kirkjur landsins
Þriggja binda bókaflokkur Rüdigers um íslenskar kirkjur fyrr og nú.
Mér fannst ég þurfa að dreifa huganum og fór í skipulagðar ferðir um landið og myndaði kirkjur, segir Rüdiger. fRéttABlAðið/eRniR
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
Árið 1981 kom
Rüdiger Þór
Seidenfaden til
Íslands. Kirkju-
myndir hans er
að finna í þriggja
binda verki.
Ég fÉKK Safnið og
SKannaði ÞeSSaR
gömlu myndiR Sem eRu Í
bóKunum ÁSamt myndum
mÍnum af KiRKjunum einS og
ÞæR eRu Í dag.
1 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r66 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
C
F
-3
4
C
0
2
1
C
F
-3
3
8
4
2
1
C
F
-3
2
4
8
2
1
C
F
-3
1
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K