Fréttablaðið - 15.12.2018, Side 120

Fréttablaðið - 15.12.2018, Side 120
Bækur kláði HHHH Fríða Ísberg Útgefandi: Partus forlag Fjöldi síðna: 200 Smásagnasöfn eru, þegar vel tekst til, eitt mest spennandi bókmennta- formið. Kláði eftir Fríðu Ísberg er einmitt þannig, hver saga kallar á svörun frá lesandanum, bæði vegna stílbragða og orðsnilldar en einnig vegna sýnar á hvers- dagsleika sem segir meira en allar stórsögur heimsins. Uppbyggingin er einföld og stíllinn tær sem gerir það að verkum að lesandinn kemst hvergi frá hughrifum sínum heldur finnur sig í því óþol- andi ástandi að verða bæði að staldra við og melta það sem hann var að lesa og drífa sig inn í næstu sögu, næsta óþol. Kláði er sennilega besta orðið yfir þessa líðan. Í fyrstu sögunni kynnumst við síðmiðaldra hjónum sem búa með tengdasyni og tengdadóttur og sjáum tengdadótturina sem er milli tvítugs og þrítugs með þeirra augum. Í næstu sögu sjáum við aftur unga konu með augum kærasta, þó það sé ekki sami kærastinn og persónan er ekki sú sama. Í þriðju sögunni er þessi unga kona sem við höfum nú séð frá tveimur sjónar- hornum komin í aðra persónu, þú, við erum með henni á leið heim af djamminu, fylgjumst með henni passa sig eins og skyldan býður, skynjum hættuna sem felst í því að vera hún, meira að segja í venjulegu, „öruggu“ samfélagi. Næsta saga er svo í fyrstu persónu, þar talar unga konan sjálf og við erum komin inn í sagnaheiminn, inn á djammið, í kvíðann og hversdagslífið en um leið tilfinningar sem sennilega allar konur og karlar líka kannast svo mætavel við, eitthvert undir- liggjandi óþol sem þarf að bregðast við, kannski með því að klóra sér. Í öllum sögunum má skynja þetta óþol, ýmist gegn aðstæðum eða fólki. Konan sem dettur óvart um klámfantasíur mannsins síns á netinu, sú sem rekst á gömlu vin- og óvinkonuna í röðinni í Bónus, mamman sem bíður eftir því að nágrannarnir lesi blöðin með mikil- væga viðtalinu, fermingarstelpan sem þolir ekki hvernig fermingar- dagurinn hennar gleypir allt fyrsta apríl grín eins og fermingin sjálf gleypir leyfi hennar sjálfrar til að fíflast og vera krakki, konan sem getur ekki annað en hlaupið til að reyna að flýja sorgina sem er nánast óbærileg. Allar þessar konur og allt þetta fólk er í einhverri spenni- treyju sem verður til í því sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar aðstæður en sem seinna kemur í ljós að eru aðeins birtingarmyndir við- varandi óþolandi ástands, friðleysis og andarteppu í samtíma þar sem fólk er svo einmana, hjarðdýrin sem þurfa snertingu og hitann frá öðrum líkömum en lifa í staðinn fyrir ein- hvers konar afskræmda útgáfu af samfélagslegu samþykki sem er eiginlega ekki samþykki heldur dómur í formi læks eða komments í snjalltækjum, sem kemur sérstak- lega skýrt og nöturlega fram í einni sögunni. Fríða Ísberg er einn mest spenn- andi rithöfundur sem ég hef komist í tæri við lengi. Þessar sögur tala á léttleikandi hátt til einhvers sem er djúpt í okkur öllum, alvarlegrar þarfar til að breyta samfélaginu og það er svo einstaklega við hæfi að birtingarmynd þess, aðalpersóna og málpípa, sé hin unga kona sem svo oft hefur verið passíft viðfang og söguhreyfir bókmenntanna, án raddar og verundar. Brynhildur Björnsdóttir Niðurstaða: Magnaðar hvers- dagssögur um undirliggjandi óþol gagnvart óviðunandi ástandi. Að klæja í lífið „Fríða Ísberg er einn mest spennandi rithöfundur sem ég hef komist í tæri við lengi.“ segir gagnrýnandinn í dómi um Kláða. FréttaBlaðið/Sigtryggur ari Síðustu sætin laus, frá kr. 365.000. Dagsetningar: 15. febrúar - 2 mars., 2019. Grænar ferðir í samstarfi við Discovery Travel í Costa Rica bjóða upp á náttúruupplifun í einu fallegasta landi Mið Ameríku. Við ætlum að njóta einstakrar náttúru og dýralífs, með göngum og hugleiðslu, ásamt skoðunarferðum um regnskóa og einstaka jarðfræði. Flogið til San Jose, sem er höfuðborg Costa Rica. Ferðast um landið, til Tortuguero, Arenal þjóðgarðs, Monteverde og Tamarindo þar sem við verjum síðustu dögum ferðarinnar við fallega strönd. HAFÐU SAMBAND Netfang: info@graenarferdir.is sími: 864 1336 Fararsjórar eru Gróa Másdóttir jógakennari, og Helga Bára Bartels jarðfræðingur. í febrúar 2019COSTA RICA Takk fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þakkar öllum velunnurum sínum innilega fyrir veittan stuðning undanfarin 90 ár. AFMÆLISÁR MÆÐRASTYRKSNEFNDAR REYKJAVÍKUR 90 ÁRA Job.is Þú finnur draumastarfið á 1 5 . d e s e m B e r 2 0 1 8 L a u G a r d a G u r70 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 C F -0 D 4 0 2 1 C F -0 C 0 4 2 1 C F -0 A C 8 2 1 C F -0 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.