Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 16
16 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010
með utanbastsdeyfingu hún vera gagnleg en
44% þeirra sem voru með utanbastsdeyf-
ingu fannst hún gagnast sér. Niðurstöður
rannsóknarinnar gefa til kynna að ljómasal-
víuolía (e. clary sage) og kamilluolía (e.
chamomile) eru gagnlegar til verkjastillingar
í fæðingu þar sem notkun þeirra dró marktækt
(ljómasalvíuoía p=0,03, kamilluolía p=0,02)
úr þörf á annars konar verkjameðferð. Þetta
var þó ekki í samræmi við mat kvennanna því
eingöngu 36% þeirra fannst ljómasalvíuolía
(e. clary sage) hafa gagnast við verkjum.
Í töflu 1 er að finna samanburð á gagnsemi
einstaka ilmkjarnaolía samkvæmt niður-
stöðum Burns og Blamey (1994), Burns
o.fl. (1999) og Calvert (2005) en slíkar
niðurstöður var eingöngu að finna í þessum
þremur rannsóknum.
Mousley (2005) rýndi í notkun
ilmkjarnaolía á fæðingardeild í Bretlandi þar
sem u.þ.b. 2.500 konur fæða árlega. Mark-
miðið með rannsókninni var að yfirfara
þær ilmkjarnaolíumeðferðir sem innleiddar
höfðu verið á deildinni tveimur árum áður.
Konurnar í rannsókninni fengu svokallaðan
fæðingarpakka sem innihélt tvær blöndur af
olíum til að nota sjálfar, hvort sem var heima
eða á fæðingadeild. Blöndurnar innihéldu
annars vegar 1% blöndu af ljómasalvíu (e.
clary sage) og kvoðuolíu (e. frankincense)
til að nota í bað og hins vegar nuddolíu í 1%
styrkleika með lofnarblómum (e. lavender),
rómverskri kamillu (e. roman chamomile)
og mandarínum (e. mandarin). Konunum og
stuðningsaðila þeirra var boðið að taka þátt
í námskeiði þar sem kenndar voru einfaldar
nuddaðferðir til að nota í fæðingu og stuðn-
ingsaðili konunnar var jafnframt hvattur til
að nota. Ljósmæðurnar buðu einnig upp á
ilmkjarnaolíumeðferð á deildinni. Margar
ljósmæður notuðu blöndurnar sem útbúnar
voru sérstaklega til að nota í bað annars
vegar og nudd hins vegar, en um helmingur
ljósmæðranna notaði annars konar blöndur,
oftast lofnarblóm (e. lavender), ljómasalvíu
(e. clary sage) og kvoðuolíu (e. frankincense).
Konunum sem tóku þátt í þessari rannsókn
fannst ilmkjarnaolíurnar frekar virka slakandi
en verkjastillandi og meirihluti kvennanna
sagðist mundu nota ilmkjarnaolíur aftur í
fæðingu og margar sögðust geta mælt með
notkun þeirra við aðrar konur. Það var almenn
ánægja með þessa þjónustu og sérstaklega
var ánægja með nuddnámskeiðið. Það er
líklegt að fæðingarpakkinn með olíublönd-
unum og námskeiðið hafi haft jákvæð áhrif
því þar með voru konurnar og þeirra stuðn-
ingsaðilar með bjargráð í fórum sínum sem
ef til vill gerði þeim kleift að vera lengur í
sínu umhverfi en það er þáttur sem ýtir undir
eðlilegt ferli. Hríðaörvandi áhrif voru ekki
sérstaklega skoðuð í þessari rannsókn en
nokkur ummæli gefa til kynna að hríðar hafi
orðið sterkari og fæðingin hraðari og það er í
samræmi við niðurstöður Burns o.fl. (1999).
Í rannsókninni voru viðhorf og upplifun ljós-
mæðra einnig skoðuð. Flestar ljósmæður
höfðu á tilfinningunni að ilmkjarnaolíumeð-
ferðin veitti slökun og vellíðan (77,5%) og
65% ljósmæðranna töldu að meðferðin væri
gagnleg til að draga úr verkjum og kvíða.
Tuttugu og fimm prósent ljósmæðranna höfðu
á tilfinningunni að ilmkjarnaolíumeðferðin
drægi verulega úr notkun á petidíni en flestar
höfðu þá tilfinningu að ilmkjarnaolíumeð-
ferðinni fylgdi aukin notkun á baði, nuddi,
og æfingarboltum auk þess sem konurnar
hreyfðu sig meira. Tilfinning ljósmæðranna
fyrir því hvort breyting væri á notkun utan-
bastsdeyfinga var mjög misvísandi. Það er
ekki hægt að meta hvort notkun petidíns og
utanbastsdeyfingar var minni hjá þessum
hópi því ekki var neinn samanburðarhópur í
þessari rannsókn. Samkvæmt niðurstöðunum
notuðu 27,5% frumbyrja og 7% fjölbyrja
petidín en 31,5% frumbyrja og 14% fjölbyrja
notuðu utanbastsdeyfingu. Það er erfitt að
túlka þessar niðurstöður því það kemur
hvergi fram hvernig hópurinn er samansettur
með tilliti til áhættuþátta. Höfundar taka þó
fram að notkun petidíns og utanbastsdeyf-
inga sé tiltölulega lítil en gefa ekki upp hver
notkunin er öllu jöfnu.
Burns o.fl. (2007) gerðu rannsókn á notkun
ilmkjarnaolía á fæðingardeild á sjúkrahúsi í
Mílanó á Ítalíu. Um var að ræða forprófun
og voru markmiðin að kanna hvort mögulegt
væri að gera slembaða samanburðarrannsókn
á notkun ilmkjarnaolía í fæðingu og hvort slík
meðferð gæti bætt útkomu móður og barns.
Með þessari rannsókn þykir sýnt að mögulegt
er að gera slembaða samanburðarrannsókn
á ilmkjarnaolíum sem meðferð í fæðingu
sem er mikilvægt fyrir áframhaldandi þróun
þekkingar á þessu sviði. Ekki var marktækur
munur á þeim útkomuþáttum sem skoðaðar
voru í þessari rannsókn nema marktækt fleiri
nýburar í samanburðarhópnum (P=0,017)
lögðust inn á vökudeild. Höfundar geta ekki
skýrt þennan mun og telja mögulegt að um
tilviljun sé að ræða. Hópurinn sem fékk
ilmkjarnaolíumeðferð skynjaði ekki eins
mikla verki og samanburðarhópurinn en þessi
munur var ekki marktækur og þörf er á stærra
úrtaki til að sannreyna áhrif meðferðarinnar.
Pollard (2008) innleiddi notkun á
ilmkjarnaolíum á stórri fæðingardeild í Bret-
landi árið 2005 og fylgdist með árangrinum í
eitt ár með rýni. Megin markmiðið með rann-
sókninni var að kanna hvort ilmkjarnaolíu-
meðferðin minnkaði þörf kvenna í fæðingu
fyrir verkjameðferð með lyfjum (utanbasts-
deyfingar og ópíöt) og hvort meðferðin
hefði jákvæða áhrif á upplifun kvenna í
fæðingu. Ljósmæður fylltu út matsblað eftir
fæðingu þar sem m.a. var spurt um hvers
konar verkjameðferð konan hafði hugsað
# Ginger
# Lavender
# Clary Sage
# Chamomile
# Frankincense
# Clary Sage
# Chamomile
# Mandarin
# Lemon
# Lavender
# Peppermint
# Lavender
# Clary Sage
# Ginger
# Rose
# Lavender
# Frankincense
Möguleg gagnsemi1
Möguleg gagnsemi1
Möguleg gagnsemi1
Gagnaðist í 54% tilfella2
Gagnaðist í 36% tilfella1
Gagnaðist í 36% tilfella1
Gagnaðist í 71% tilfella2
Gagnaðist í 50% tilfella2
Gagnaðist í 44% tilfella2
1) Gagnast mögulega en betri gögn vantar 2) Gagnast vel samkvæmt niðurstöðum 3) Gagnast líklega ekkiSkýringar:
Gagnaðist í 64% tilfella2
Gagnaðist í 44-54% tilfella2
Marktækt minni verkja-
lyfjanotkun2
Gagnaðist ekki3
(mjög lítið úrtak)
Marktækt styttra 2. stig1
(mjög lítið úrtak)
Marktækt minni verkja-
lyfjanotkun2
16% þurftu ekki aðra
verkjameðferð1
17% þurftu ekki aðra
verkjameðferð1
Möguleg gagnsemi1
Möguleg gagnsemi1
Möguleg gagnsemi1
Möguleg gagnsemi1
Draga úr þörf á annarri verkjameðferð
Lina hríðarverki
Veita slökun
Draga úr ógleði eða uppköstum
Létta lund
Örva hríðar
Stytta fæðingartíma
Draga úr kvíða
Tafla 1. Gagnsemi einstakra ilmkjarnaolía (samantekt úr þremur rannsóknum).
Heiti
ilmkjarnaolíu
Rannsóknir
Burns og Blamey, 1994 Burns o.fl., 1999 Calvert, 2005