Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 17

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 17
17Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 sér fyrir fæðingu og hvaða verkjameðferð var notuð í raun. Ljósmóðirin, konan og stuðningsaðili konunnar voru beðin um að meta árangur ilmkjarnaolíumeðferðarinnar á líkert-kvarða. Alls 196 spurningarlistum var svarað, 145 (74%) voru í sjálfkrafa sótt, 41 (21%) voru gangsettar og upplýsingar vant- aði um 10 (5%). Það er ekki gott að segja hvort ilmkjarnaolíumeðferðin minnkaði þörf á verkjameðferð með lyfjum en 18 af þeim 43 konum sem ætluðu sér að fá utanbasts- deyfingu og 8 af þeim 22 konum sem ætluðu sér að fá ópíöt í fæðingunni komust af án þess, eftir að hafa fengið ilmkjarnaolíumeð- ferð. Hér vantar samanburðarhóp til að segja til um hvort það var ilmkjarnaolíumeðferðin sem hafði þessi áhrif eða einhverjir aðrir þættir. Það er eðlilegt að fæðandi kona finni fyrir einhverjum kvíða en of mikill kvíði getur valdið því að líkaminn framleiðir meira af katekólamínum sem getur aukið sárs- aukaskynjun og dregið úr samdráttum í legi með því að hindra framleiðslu oxýtósíns og endorfína (Zwelling, 2006). Ilmkjarnaolíur geta hinsvegar átt þátt í því að auka fram- leiðslu róandi, örvandi og slakandi efna í líkamanum (Smith o.fl., 2006) og þannig gagnast konum í fæðingu. Líklega eru það ekki eingöngu bein áhrif ilmkjarnaolíanna sem gerir ilmkjarnaolíumeðferð svo vinsæla meðal kvenna og ljósmæðra í Bretlandi því að hinar jákvæðu hliðarverkanir meðferð- arinnar geta haft sitt að segja því notkun ilmkjarnaolía hvetur til nudds, vatnsmeð- ferðar og yfirsetu í fæðingu en það eru allt þættir sem stuðla frekar að eðlilegri fæðingu og góðri útkomu. Nudd getur dregið úr verkjum og minnkað kvíða í fæðingu (Chang, Wang & Chen, 2002; Chang, Chen & Huang 2006) en það er vissulega hægt að nota með eða án ilmkjarnaolía. Yfirseta í fæðingu eykur líkur á eðlilegri fæðingu og dregur úr notkun verkjalyfja í fæðingu (Hodnett, Gates, Hofmeyr & Sakala, 2003). Vatns- meðferð í baðkari eða fæðingarlaug á fyrsta stigi fæðingar minnkar notkun verkjalyfja og dregur úr sársaukaskynjun án þess að hafa neikvæð áhrif á lengd fæðingar, keisaratíðni eða heilbrigði nýburans (Cluett, Nikodem, McCandlish & Burns, 2002). Öryggi og óþægindi við notkun ilmkjarnaolía Lykilatriði við notkun ilmkjarnaolía er þynn- ing, öryggi og hugsanleg eituráhrif (Medforth o.fl., 2006). Ráðlagt er að nota eins litla skammta og mögulegt er til að ná fram tilætl- uðum áhrifum og þeir skammtar sem mælt er með að nota á meðgöngu eru yfirleitt minni en almennt eru notaðir fyrir fullorðna og eru langt undir eitrunarmörkum (Medforth o.fl. 2006). Hámarksstyrkleiki á meðgöngu er 2% (Tiran, 2000) en styrkur ilmkjarnaolíanna sem notaðar voru í nudd í rannsókn Burns o.fl. (1999) var undir 1%. Ilmkjarnaolíur eru blandaðar í burðarolíu (grunnolíu) sem gegnir því hlutverki að þynna út ilmkjarnaolíurnar en er auk þess nærandi og mýkjandi og veitir þannig ákveðin áhrif þegar hún er notuð við nudd (Burns o.fl., 1999). Möndluolía (e. sweet almond) er oft notuð sem burðarolía þar sem hún hentar flestum húðgerðum en olía unnin úr vínberjasteinum (e. grapeseed oil) er einnig góður kostur þar sem hún hentar öllum húðgerðum (Burns o.fl., 1999). Möndluolían er einstaklega mjúk og nærandi en hún inniheldur hnetur og hentar því ekki þeim sem hafa hnetuofnæmi. Margir hafa forðast að nota möndluolíu fyrir barnshaf- andi konur vegna þeirrar umræðu um að börn mæðra sem borða hnetur á meðgöngu geti þróað með sér hnetuofnæmi en það eru engar rannsóknir sem styðja þetta (Tiran, 2000). Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að ilmkjarnaolíur séu öruggar þrátt fyrir að þær komi úr náttúrunni. Ilmkjarnaolíur geta haft óæskileg áhrif á konurnar og ekki má heldur gleyma því að þær hafa áhrif á alla sem eru inni í herberginu, bæði vegna uppguf- unarinnar og lyktarinnar. Sumar ilmkjarna- olíur hafa vatnslosandi áhrif og aðrar hafa svokölluð emmenagogic áhrif sem þýðir að olían inniheldur efni sem geta ýtt undir eða framkallað blæðingu (Medforth o.fl., 2006). Þessi áhrif takmarka auðvitað notkun einhverra olía. Í rannsókn Burns o.fl. (1999) kemur fram að heilbrigðismenntað fagfólk sem hefur hlotið viðeigandi þjálfun og vinnur samkvæmt leiðbeiningum getur notað ilmkjarnaolíur á öruggan hátt í sínu fagi. Öryggi fæðandi kvenna og óþægindi við notkun Í rannsókn Burns o.fl. (1999) komu ekki fram neinar óæskilegar afleiðingar af notkun ilmkjarnaolía en 1% kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni greindu frá minniháttar óþægindum við notkun ilmkjarnaolíanna. Meðal þess sem konurnar fundu fyrir var ógleði, kláði, höfuðverkur og hröð fæðing. Sömu niðurstöður komu fram í rannsókn Pollard (2008) því 1% kvennanna í þeirri rannsókn fundu fyrir höfuðverk og pirring í húð en aðrar óæskilegar afleiðingar komu ekki fram. Í rannsókn Burns og Blamey (1994) fundu 3% kvennanna (16 konur) fyrir óþægindum og var það oftast brunatilfinning eða stingur þegar piparmyntuolía var sett á ennið (5 konur) en aðrar óæskilegar afleið- ingar komu ekki fram. Í öðrum rannsóknum sem hér hefur verið fjallað um hafa heldur ekki komið fram óæskilegar afleiðingar af notkun ilmkjarnaolíanna fyrir móður eða barn (Mously, 2005; Calvert 2005; Burns o.fl., 2007). Öryggi ljósmæðra og annars starfsfólks, óþægindi við notkun Samkvæmt rannsókn Mousley (2005) kvört- uðu nokkrar ljósmæður um höfuðverk þegar þær notuðu ljómasalvíu (e. clary sage). Þessu var fylgt eftir með því að fara yfir það hvort leiðbeiningum var fylgt og í framhaldinu var farið yfir það hvernig koma mætti í veg fyrir að verða fyrir of miklum áhrifum. Þetta hafði þau áhrif að ljósmæður fundu síður fyrir höfuðverk. Rósaolía (e. rose), kvoðuolía (e. frank- incense), lofnarblómaolía (e. lavender), piparmyntuolía (e. peppermint) og ljómasal- víuolía (e. clary sage) hafa svokölluð emmenagogic áhrif og því geta mögulega komið af stað blæðingu hjá þunguðum konum auk þess sem piparmyntuolía (e. peppermint) getur haft eituráhrif á lifur og lungu (Tiran, 2000). Þess vegna þarf að fara varlega þegar ilmkjarnaolíur eru notaðar nálægt barnshaf- andi konum og hér þarf að taka tillit til stuðn- ingsaðila kvennanna og starfsfólks. Ljós- mæður sem voru barnshafandi notuðu t.d. ekki piparmyntuolíu í rannsókn Burns o.fl. (1999). Læknar og ljósmæður þurfa einnig að gera sér grein fyrir að þau róandi áhrif sem sumar ilmkjarnaolíur hafa geta verið óæskileg (Tiran, 2000). Öryggi við notkun uppgufunarbúnaðar (e. vaporisers) Ef notaður er búnaður til að láta ilmkjarna- olíur gufa upp í andrúmsloftið þarf það að vera rafknúinn búnaður því ekki er æskilegt að nota kerti á fæðingardeild vegna eldhættu (Tiran, 2006a). Það ætti ekki að láta ilmkjarnaolíur gufa upp í meira en 10-15 mínútur á hverjum klukkutíma (Tiran, 2006a) og mjög mikilvægt er að loftræsta vel herbergið áður en það er notað fyrir aðra konu. Það væri t.d. mjög óæskilegt að setja konu í hótandi fyrirburafæðingu inn á illa loftræsta stofu þar sem ilmur af hríðaörvandi ilmkjarnaolíum lægi í loftinu. Er óhætt að setja ilmkjarnaolíur í baðvatnið? Það eru skiptar skoðanir á því hvort óhætt sé að setja ilmkjarnaolíur út í baðvatnið þegar legvatn er farið. Tiran (2006a) heldur því fram að ekki ætti að nota ilmkjarnaolíur út Blöndun • Notið alltaf minnsta mögulega skammt sem virkar. • Ilmkjarnaolíum er blandað í burðarolíu, t.d. vínberjasteinaolíu (e. grapeseed) eða möndluolíu (e. sweet almond). • Fyrir hverja 5 ml af burðarolíu er fjöldi dropa sá sami og styrkur blöndunnar í prósentum. • 1-1½% á meðgöngu • 2% í fæðingu og eftir fæðingu • 4% í bað • Ekki æskilegt að blanda saman meira en 3 ilmkjarnaolíum í einu (Tiran, 2000) Kassi 2

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.