Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 18

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 18
18 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 í baðvatnið ef legvatn er farið en samkvæmt Burns o.fl. (1999) er óhætt setja ilmkjarna- olíur út í baðvatnið, jafnvel þó að legvatn sé farið. Samkvæmt Tiran (2000) á ekki að nota ilmkjarnaolíur út í baðvatnið ef fæðing er fyrirhuguð í vatninu til að koma í veg fyrir að augu barnsins komist í snertingu við olíurnar. Í rannsókn Burns o.fl. (1999) voru notaðar ilmkjarnaolíur út í baðvatnið án þess að óæskileg áhrif kæmu fram. Það kemur þó ekki fram hversu margar konur notuðu ilmkjarnaolíur út í baðvatnið, hversu margar þeirra voru með farið legvatn né hversu margar þeirra fæddu í vatninu. Í rannsókn Pollard (2008) er það sérstaklega tekið fram að ekki hafi komið fram óæskileg áhrif hjá þeim börnum sem fæddust í vatni en þar kemur fram að 24 konur nýttu sér bað með ilmkjarnaolíum en hvergi er tekið fram hversu margar konur fæddu í vatninu. Það er því þörf á frekari rannsóknum til að kanna hvort óhætt sé að setja ilmkjarnaolíur út í baðvatnið þegar legvatn er farið og þegar konur fæða ofan í vatninu. Þar til upplýsingar um þetta liggja fyrir er ekki ráðlegt að setja ilmkjarnaolíur út í baðvatnið þegar legvatn er farið eða þegar fæðing er fyrirhuguð í vatn- inu. Er öruggt að nota ilmkjarnaolíur hjá konum með áhættuþætti? Þar sem ilmkjarnaolíur verka á lyfjafræðilegan hátt þá þurfa ljósmæður að vera sérstaklega vakandi þegar meðhöndla á konur með sjúkdóma og/eða á lyfjum. • Vissar ilmkjarnaolíur geta ýtt undir krampa og því ætti ekki að nota ilmkjarnaolíur hjá flogaveikum konum eða konum með alvarlega meðgöngueitrun (Tiran, 2000). • Það er sennilega í lagi að nota ilmkjarna- olíur hjá sykursjúkum konum ef blóðsykri er vel stjórnað og í góðu jafnvægi (Tiran, D 2007, munnleg heimild 10. apríl). • Ljómasalvía (e. clary sage), lofnarblóm (e. lavender) og ilmberkjuolía (e. ylang ylang) geta lækkað blóðþrýsting (Tiran, 2000) og því þarf að fara varlega í að nota þær hjá konum sem eru með lágan blóðþrýsting og ætti ekki að nota hjá konum sem hafa fallið í blóðþrýsting eftir að hafa fengið mænurótardeyfingu (Tiran, 2000). • Múskatolíu (e. nutmeg) má ekki gefa konum sem hafa fengið Petidín og sömuleiðis má ekki gefa konum sem fengið hafa múskatolíu Petidín þar sem múskatolían inniheldur mónóamín oxídasa hemla (Tiran, 2000). • Það þarf að fara varlega þegar ilmkjarna- olíur eru notaðar samfara róandi lyfjum, krampalyfjum og andhistamíni og í raun ætti alltaf að skoða hvort ilmkjarnaolíur hafa milliverkun við lyf sem konan notar (Tiran, 2000). • Roðamyndandi eða hitagefandi olíur eins og kamilluolía (e. chamomile) og lofn- arblómaolía (e. lavender) henta ekki fyrir konur með hita (Tiran, 2000). • Olíur með vatnslosandi verkun, s.s. kamilluolía (e. chamomile), lofnarblóma- olía (e. lavender) og rósaolía (e. rose) geta gagnast við mikilli vökvasöfnun en eru þá aftur á móti ekki æskilegar eftir mikla blæðingu (Tiran, 2000). • Hríðaörvandi olíur þarf að nota varlega þegar verið að nota Syntocinon (Tiran, 2006a). • Konur með margs konar ofnæmi, heymæði eða astma ættu ekki að nota lofnarblóma- olíu (e. lavender) (Burns o.fl., 1999) og konur með hjartasjúkdóma ættu ekki nota piparmyntuolíu (e. peppermint) (Tiran, 2004). Það er því ekki útilokað að nota ilmkjarna- olíumeðferð hjá konum með áhættuþætti en það er ljóst að það þarf að fara mjög varlega. NIÐURSTAÐA Það er margt sem mælir með því að bjóða upp á ilmkjarnaolíumeðferð fyrir konur í fæðingu því slík meðferð getur aukið vellíðan, dregið úr kvíða, hræðslu, ógleði og uppköstum, auk þess að minnka þörf á verkjalyfjum. Rannsóknir sýna að ilmkjarnaolíumeðferð í fæðingu felur ekki í sér hættu fyrir móður né barn en getur í einstaka tilfellum valdið minni háttar óþægindum. Frekari rannsóknir munu vonandi færa okkur nánari upplýs- ingar um hvernig best sé að veita ilmkjarna- olíumeðferð þannig að hún gagnist konum í fæðingu sem best. Ethel Burns hefur með rannsóknum sínum (Burns & Blamey, 1994; Burns o.fl., 1999; Burns o.fl., 2007) lagt mikilvægan grunn að frekari rannsóknum á þessu sviði og vonandi verður framhald á því. Til að tryggja örugga notkun er mikilvægt að ljósmæður afli sér þekkingar á ilmkjarnaolíu- meðferð fyrir konur í fæðingu og beri virð- ingu fyrir olíunum því þær eru kröftugar og hafa lyfjafræðilega verkun. Ilmkjarnaolíumeðferð er engin töfralausn en gagnleg og örugg meðferð sem ljósmæður geta notað til að veita fæðandi konum hlýju og umhyggju. Meðferðarleiðir og blöndun Tafla 2 • 4 dropum af ilmkjarnaolíum er blandað í ½ lítra af volgu vatni. Upptaka á sér stað um húðina á iljunum. Gagnlegt fyrir konur sem sitja í stól t.d. snemma í fæðingu eða konur sem eru með syntocinon dreypi. • Blandið ilmkjarnaolíum í mjólk eða burðarolíu og setjið svo í baðið þegar búið er að renna í það - látið dreifast vel. Rokgjarnar olíur gufa annars upp á meðan rennur í baðið • Ekki ef fæðing er fyrirhuguð í baðinu • Ekki ef legvatn er farið • Ekki nota Peppermint eða Eucalyptus vegna þess að það er of kælandi. • Ekki mælt með að nota Clary sage út í bað til að styrkja hríðar. Er slakandi fyrir konur. • Notið Peppermint til að draga úr ógleði og/eða uppköstum með því að hafa áhrif á þann hluta heilans sem ýtir undir uppköst. Þó að Peppermint sé ofast kælandi þá finna sumar konur frekar fyrir brunatilfinningu. Dropi af Peppermint eða Lavender á gagnaugun geta linað höfuð- verk/mígreni. • 5-20 ml af grunnolíu er blandað saman við ilmkjarnaolíur • Nuddið iljar, fætur, bak, axlir, kvið. • Notið ekki meira en 1 dropa af Peppermint til að forðast kælandi áhrif. Hjálpar konum með bakverki, kvíða, svefnleysi, kláða. • Hægt er að setja dropa af hvaða ilmkjarnaolíu sem er í grisju og þefa af henni. • Heitur bakstur fyrir verki – kaldur til að minnka bólgu. • Setjið ½ lítra af vatni í skál og 4 dropa af ilmkjarnaolíum. Notið svo lítið handklæði eða annað stykki til að vinda upp úr vatninu. Bleytið svo stykkið aftur þegar það hefur náð líkamshita. • Setjið heitt vatn í skál og blandið 4 dropum af ilmkjarnaolíum út í. Setjið skálina fyrir framan konuna þar sem hún getur andað að sér ilminum. • Setjið 1 lítra af volgu vatni í könnu/brúsa og blandið 3 dropum af ilmkjarnaolíum út í. Hristið eða hrærið fyrir notkun. Skolið spang- arsvæðið t.d. eftir saumaskap. Fótabað Aðferð Blöndun Bað Dropi á enni Nudd Grisja Bakstur Innöndun frá skál Skolun á spangarsvæði (Burns o.fl., 1999; Tiran, 2000)

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.