Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Síða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Síða 23
23Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 urframleiðsluna og gæði mjólkurinnar, að heilsa móðurinnar komi fljótt tilbaka og geti komið í veg fyrir ólæknandi sjúkdóma síðar á lífsleiðinni (Cheung, 2002; Riordan, 2005). Á síðasta þriðjungi meðgöngunnar er barnið talið vera heitt og er móðirin þar af leiðandi í heitu ástandi. Þegar fæðingin hefur átt sér stað með þeirri blæðingu sem fylgir eru móðir og barn í svokölluðu köldu ástandi. Hægt er að koma ákveðnu jafnvægi á með því að neyta heitrar fæðu og drykkja til að fá hita og orku í líkamann og til að vernda flæði brjóstamjólkurinnar. Ekki er talið gott fyrir konuna að fara í bað í þessa þrjátíu daga sem hún á að hvíla sig þar sem vatnið kælir niður líkamann og hleypir vindi í líkamann í gegnum svitaholurnar. Vindur er talinn vera hættulegur þar sem hann getur valdið sjúklegu ástandi sem lýsir sér sem kuldahrolli og erfiðleikum við hreyfingu hjá konunni síðar á ævinni (Holroyd, Twinn og Yim, 2004; Riordan, 2005). Konur sem ekki geta sinnt þessum aldagömlu hefðum vegna ólíkrar menningar, það er þær eru staddar í öðru menningarsamfélagi þar sem ekki er tekið tillit til þessara hefða, eru líklegri til að hafa börn sín styttra á brjósti því þær telja að brjóstamjólkin sé ekki eins holl (Mistry o.fl., 2008). Það getur verið erfitt fyrir ljósmæður og annað heilbrigðisstarfsfólk að átta sig á þessum menningarmun og vera styðjandi við þær konur og fjölskyldur þeirra sem fylgja þessum hefðum. Hraðinn innan spítalans er oft á tíðum mikill og ekki gefst tími til að spyrja konur út í þessa þætti þó viljinn sé fyrir hendi. Jafnframt stoppa þær oft stutt við og uppbygging fæðunnar hér á landi er allt önnur en margar þeirra eiga að venjast. Áhrif lýðfræðilegra þátta: Ýmsir lýðfræðilegir þættir geta haft áhrif á brjóstagjöf og lengd hennar en ekki eru allir á eitt sáttir um hversu mikil áhrif þessir þættir hafa. Í rannsókn Foo o.fl. (2005) kom fram að asískar konur í Singapúr hefðu börnin sín sjaldan eingöngu á brjósti fyrstu sex mánuðina. Var mun algengara að þær gæfu brjóstamjólk og þurrmjólk á víxl. Þetta er mögulega ástæðan og styður upplifun mína að asískar konur séu fyrri til að gefa þurrmjólkurábót en íslenskar konur. Það er ef til vill algengara í þeirra menningu að gefa saman brjóstamjólk og þurrmjólk Samkvæmt Leung, Tam, Fok, og Wong (2003) og McLachlan og Forster (2006) hafði aldur verðandi móður, það er hærri aldur, hærra menntunarstig, góð fjárhagsleg staða og félagslegur stuðningur jákvæð áhrif á upphaf og lengd brjóstagjafar. Einnig hafði áhrif hvort kona var frumbyrja eða ekki en mæður voru líklegri til að hafa haft fyrsta barn sitt á brjósti frekar en þau sem hún eign- aðist síðar. Þá eru konur líklegri til að hafa stúlkubörn frekar á brjósti en drengi þar sem móðirin telur að brjóstamjólkin dugi ekki til að mæta næringarþörfum drengsins (Foo o.fl., 2005; Scott, Landers, Hughes og Binns, 2001). Rannsóknir um áhrif lýðfræðilegra þátta á brjóstagjöf eru þó ekki samhljóma. Í rannsókn Lee, Wong, Lui, Chan og Lau (2007) kom fram að hærri brjóstagjafatíðni var meðal mæðra sem ættu tvö til þrjú börn og voru heimavinnandi. Jafnframt að konur með minni menntun væru líklegri til að hafa börn sín á brjósti en konur með hærra menntunarstig. Sambærilegar niðurstöður fengust í rannsókn Abada, Trovato og Lalu (2001) en þar kom fram að hærra mennt- unarstig kvenna á Filippseyjum leiddi til lægri tíðni brjóstagjafar. Höfundar rannsókn- arinnar skýra þá tilhneigingu kvenna með hærra menntunarstig að þær taki frekar upp nýstárlegar hugmyndir sem leiði venjulega til þess að þær gefa venjubundnar hefðir upp á bátinn. Það segir sig sjálft að sá tími sem móðir hefur í barneignarleyfi og hversu fljótt hún þarf að fara út á vinnumarkaðinn hefur áhrif á þann tíma sem hún hefur barn sitt á brjósti. Þær konur sem eru búnar að mennta sig, hafa góða vinnu og finnst vinnan vera mikilvægur þáttur í þeirra lífi hætta fyrr með börn sín á brjósti en konur sem eiga mögulega mörg börn og hafa litla menntun. Það borgar sig ekki fyrir þær að fara út á vinnumark- aðinn, þær hafa jafnframt oft meiri reynslu af brjóstagjöf og minni peninga milli handanna. Þar sem brjóstamjólkin er ódýrari en þurr- mjólkin velja þær frekar að gefa brjóstamjólk en þurrmjólk. Þetta viðhorf kemur einnig fram í rannsókn Ingram, Johnson og Hamid (2003) en þar töluðu ömmur um að margar ungar mæður í dag vilji ekki hafa börn sín lengi á brjósti þar sem það hafi áhrif á þeirra fyrri lífsstíl. Þessar konur væru oft útivinn- andi og þyrftu að fara fljótt eftir fæðinguna aftur til vinnu sem leiddi til þess að konan hætti alveg með barnið á brjósti og barnið fengi formúlu í staðinn. Búferlaflutningar fólks frá Asíu til þróaðri landa hafa einnig sýnt fram á bæði lægri tíðni brjóstagjafar og að mæður hafa þau börn sem eru fædd í nýja landinu ekki eins lengi á brjósti og þær hefðu haft þau börn sem fæddust í heimalandinu. Þetta er talið vera meðal annars vegna þess að þeim finnist þægilegra að hafa barnið á þurrmjólk og þær telja að brjóstmjólkin sé ekki nógu mikil eða góð. Efnahagsþættir hafa einnig áhrif, þær þurfi að fara út á vinnumarkaðinn, félags- legur stuðningur frá stórfjölskyldunni er lítill og sú trú að velmegandi fjölskyldur hafi ekki börn sín á brjósti heldur bara fátækar konur í lágstétt. Ofangreindir þættir geta allir dregið úr tíðni brjóstagjafar hjá asískum innflytj- endum. Konurnar vilja gjarnan falla inn í þá menningu sem þær búa við í sínum nýju heimkynnum (McLachlan og Forster, 2006; Mistry o.fl., 2008). Þá telja margar asískar konur að börn á þurrmjólk vaxi hraðar og séu heilbrigðari en börn sem eingöngu eru á brjósti því auglýsingar og áróður eru þannig (Mistry o.fl., 2008). Samkvæmt Lee o.fl. (2007) telja þeir að hröð þéttbýlismyndun og nútímavæðing samfélagsins séu áhættuþættir fyrir lægri tíðni brjóstagjafar og að móðir hætti fljótlega með barnið á brjósti. Konur vinna meira úti og þær vantar fyrirmyndir úr umhverfi sínu sem styður við brjóstagjöfina t.d. frá móður eða tengdamóður. Hefur verið sýnt fram á að nærvera þeirra á heimilinu auki tíðni og lengd brjóstagjafar hjá nýbökuðum mæðrum (Abada, Trovato og Lalu, 2001). Stuðningur við brjóstagjöf Fjölskyldan er ein mikilvægasta stofnun hvers samfélags og viðurkennd sem grundvallar samfélagseining því flestir hafa meira samband við þennan félagshóp en nokkurn annan. Fjölskyldan tekur að sér þá ábyrgð að kynna menningarbakgrunn til meðlima sinna og myndar félagslegt net sem er áhrifaríkt stuðningskerfi fyrir þá sem henni tilheyra. Mikilvæg lífsreynsla eins og fæðing barns felur oft í sér ákveðnar hefðir og venjur sem eru bundnar menningu og hefur áhrif á kenningar og framkvæmd þegar kemur að barneignarferlinu. Öll menningarsamfélög viðhalda ákveðnum venjum og væntingum fyrir hvert stig í þessu ferli sem þróast frá þeim menningarviðhorfum um hvernig fólk heldur heilsu og kemur í veg fyrir sjúkdóma. Fjölskyldumunstrið er oft mjög ólíkt og nær yfir mismarga einstaklinga og spilar menning einstaklinganna oft stórt hlutverk. Í hefðbundnum samfélögum leitar óreynd kona eftir andlegum stuðningi á meðgöng- unni og við brjóstagjöf hjá móður sinnar, eldri systrum, frænkum eða ömmu (Riordan, 2005). Í Asíu býr stórfjölskyldan oft saman og kemur heilbrigðisvitund einstaklinganna oft frá þekkingu og viðhorfum þeirra sem eldri eru þrátt fyrir aukna fræðslu og betri aðgang að upplýsingum. Í rannsókn Ingram, Johnson og Hamid (2003) kom fram að asískar mæður væru líklegri en hvítar mæður að fá ráð um meðgöngu og brjóstagjöf frá fjölskyldumeðlimum sínum en frá heil- brigðisstarfsfólki. Einnig kom fram að mjög

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.