Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 31

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 31
31Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra séu ólík að mörgu leyti þá eigum við margt sameig- inlegt og markmið með sérfræðistörfum þessara fagstétta virðast vera svipuð. Nú er komin nokkur reynsla af störfum sérfræð- inga í hjúkrun á Landspítala og því nærtækt að líta á þeirra störf. Í frétt um ráðningu sérfræðinga í hjúkrun á Landspítala er fjallað um hvað það felur í sér að vera sérfræðingur í hjúkrun. Þessi stutta lýsing gefur okkur hugmynd um störf þeirra: „Sérfræðingur í hjúkrun hefur sértæka þekk- ingu, framhaldsmenntun og færni til að leysa viðfangsefni er lúta að hjúkrun sjúklinga og fjölskyldna þeirra og þverfaglegri samvinnu vegna þjónustu við sjúklinga. Sérfræðingur í hjúkrun stundar rannsóknir og stuðlar að nýtingu rannsóknarnið- urstaðna í hjúkrun. Meginhlutverk sérfræðinga í hjúkrun er hjúkrun, fræðsla, ráðgjöf, rannsóknir og starfsþróun. Ásamt öðrum hjúkrunarfræð- ingum ber sérfræðingur í hjúkrun ábyrgð á að sjúklingar njóti bestu hjúkrunar sem möguleg er á hverjum tíma. Enn fremur stuðlar sérfræðingur í hjúkrun að auknum gæðum hjúkrunar og er frumkvöðull og leiðtogi“ (Landspítali, 2006). Það er ekki síður mikilvægt fyrir okkur að sækja fyrirmyndir til ljósmæðra sem hafa reynslu af sérfræðistörfum. Íslenskar ljós- mæður hafa löngum leitað til Bretlands í leit að faglegri þekkingu. Til dæmis eru margar af þeim kennslubókum sem notaðar eru í ljósmóð- urnáminu frá Bretlandi og sömuleiðis mörg fagtímarit sem við lítum mikið til, s.s. MIDIRS og British Journal of Midwifery. Sérfræðings- stöður ljósmæðra hafa verið til staðar í Bret- landi frá 1999 en markmiðin með þeim eru m.a. að bæta þjónustu, bæta gæði þjónustu, skapa tækifæri til starfsþróunar og halda reyndum ljósmæðrum í klínísku starfi. Rauði þráðurinn í áherslu sérfræðiljósmæðranna í Bretlandi er að styðja við eðlilegt ferli og stuðla að faglegri þróun þjónustu og starfshátta. Ljósmæður sem valist hafa til þessara starfa í Bretlandi hafa verið ljósmæður með mikla starfsreynslu og að lágmarki með meistarapróf. Ljósmæð- urnar hafa sérhæft sig á ákveðnu sviði, t.d. heilsugæslu, lýðheilsu, eðlilegri fæðingu, ljós- mæðrarekinni þjónustu og umönnun í fæðingu (Byrom, Edwards, & Garrod 2009). Sérfræði- ljósmæðurnar í Bretlandi verja a.m.k. 50% af Karen Jewell sérfræðiljósmóðir að störfum í mæðravernd. Á hennar sérsviði er m.a. þjón- usta við konur af erlendum uppruna (flóttafólk, hælisleitendur o.s.frv.). Þar þurfti oft að nota túlkaþjónustu, en yfirleitt ekki vitað hvaða mál konan talaði fyrr en hún var komin á staðinn þ.a. túlkun fór oftast fram í gegnum síma. Mikil hefð er fyrir þjónustu í heimahúsum – ljósmóðir á leið í vitjun eftir fæðingu Einn liðurinn í starfsnámi hjúkrunarfræð- inga og ljósmæðra til sérfræðiviðurkenn- ingar á Landspítala er að fara út fyrir land- steinana og vinna með sérfræðingum. Ég fór í september 2009 til Bretlands og dvaldi þar í 3 vikur. Til ferðarinnar var veittur styrkur frá Leonardo da Vinci Learning Programme. Ferðin hófst í S-Wales þar sem ég dvaldi í Swansea og Cardiff í tæpar 2 vikur, síðan var ég í London í rúma viku og fylgdist með sérfræðiljósmæðrum að störfum. Í S-Wales eru starfandi 5 sérfræðiljósmæður (consultant midwives) og eru þær hver og ein með ákveðið landssvæði sem þær sinna. Þær vinna þvert á stofnanir og eru tals- vert á ferðinni til að fara á milli sjúkrahúsa, fæðingarheimila og heilsugæslu. Auk þess að vera með ákveðin svæði voru þær allar með ákveðin áhugasvið sem störf þeirra og rannsóknir beindust að, eins og t.d. lýðheilsa, heilsuefling, eðlilegt barneignarferli, fæð- ingarreynsla, ljósmæðrarekin barneignar- þjónusta o.fl. Sumar sérfræðiljósmæðranna voru með hlutastöður við háskóla. Í störfum þeirra fólst u.þ.b. 50% klínísk vinna og 50% fræðistörf, kennsla og ráðgjöf. Leiðtogahlut- verkið var mjög áþreifanlegt hjá þeim, alls staðar þar sem þær komu biðu þeirra erindi og leitað var eftir samráði við þær frá ljós- mæðrunum á staðnum. Það var augljóst að þær voru faglegir leiðtogar. Talsvert var um að konum væri vísað til þeirra í ráðgjöf vegna ýmiss konar vandamála eða frávika í barneignarferlinu. Þetta voru þá tilvísanir frá öðrum ljósmæðrum og fæðingarlæknum. Oft var spurningin um val á fæðingarstað t.d. ef konan var með einverja áhættuþætti (fyrri keisari, á blóðþynningu, þunglyndislyfjum eða með BMI yfir 35 o.fl.) Þarna reyndi á það hlutverk þeirra að tengja gagnreynda þekkingu við dagleg störf og stuðla jafnframt að upplýstu vali verðandi foreldra. Í London var ég að vinna með ljósmæðrum við St Thomas´ Hospital. Öll barneign- arþjónustan er í raun veitt út frá spítalanum, það má segja að þar sé eins konar miðstöð. Ljósmæðurnar eru hins vegar að störfum úti í hverfunum við mæðravernd, heimafæð- ingar og sængurleguþjónustu. Spítalinn þjónar stóru svæði í suðurhluta London og þar eru yfir 8.000 fæðingar á ári. Ljósmæð- urnar vinna saman í 6 manna hópum og sjá um mæðravernd, eru á fæðingarvöktum og sinna sængurleguþjónustu. Nokkrir ljós- mæðrahópar tengdust spítalanum og voru sumir þeirra með ákveðna sérhæfingu, t.d. fyrir ungar mæður, konur með áhættuþætti eins og sykursýki, vímuefnaneyslu, geðræn vandamál, hjartasjúkdóma o.fl. Mikil hefð er fyrir því í Bretlandi að veita barneignarþjón- ustuna heim, bæði á meðgöngu og eftir fæðingu þ.a. stór hluti af mæðraverndinni fer fram í heimahúsum. Á St Thomas´ voru 3 sérfræðiljósmæður starfandi og skiptu þær með sér sviðum þannig að ein hafði umsjón með meðgöngunni, önnur með fæðingar- deildunum og sú þriðja með sængurlegunni og hafði hún einnig reglulega fundi með ljósmæðrahópunum. Flestar sérfræðiljósmæðurnar fara nokkuð reglulega til annarra landa þar sem þær eru ýmist í þróunarstarfi eða til að leiðbeina og vera öðrum ljósmæðrum til ráðgjafar. Það var einstaklega vel tekið á móti mér og metnaður í því að ég fengi sem mest út úr vettvangsheimsókn minni. Á þessum tíma voru viðræður í gangi milli stjórnvalda Bret- lands og Íslands vegna Icesave deilunnar - en hafi verið einhver stirðleiki í milliríkjasam- skiptunum, þá náði það svo sannarlega ekki inn í samskipti okkar ljósmæðra! Ég mætti bara hlýju og einlægum áhuga hjá sérfræði- ljósmæðrunum á að deila með mér þekkingu sinni og reynslu. Valgerður Lísa á vettvangi með breskum sérfræðiljósmæðrum

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.