Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Side 4
4 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
Undanfarnar vikur hafa verið átakamiklar
og mörgum mjög erfiðar. Ljósmæðrafélagið
hefur staðið í mjög harðri kjarabaráttu ásamt
öðru háskólamenntuðu fólki innan BHM.
Þegar þessi pistill er skrifaður hefur verkfallið
staðið í 10 vikur og búið að setja lög á það. Í
upphafi voru ekki allar ljósmæður sáttar við
framkvæmd verkfallsins en þegar á hólminn
var komið stóðum við saman sem einn maður.
Verkfallið hefur reynt mjög á allar ljósmæður
sem í aðgerðunum stóðu. Eðli verkfalla er
þannig að þau bitna alltaf á þriðja aðilanum en
ég fullyrði að mikillar fagmennsku var gætt í að
forgangsraða og öllum bráðatilfellum var sinnt.
Mikil vinna er hjá formanni Ljósmæðrafélagsins
ásamt kjaranefnd fyrir okkur. Að fylgjast með
þessari baráttu getur maður ekki annað en farið
að hugsa um sögupersónuna Don Kíkóta sem
barðist við vindmyllur. Utanfrá séð virðist ríkið
vera í sýndarviðræðum, það sem er í boði í dag
er ekki í boði á morgun. Maður veltir fyrir sér hvernig framhaldið
verður, á að nýta tímann vel til 1. júlí eða á að halda áfram að vera í
sýndarviðræðum og bíða eftir gerðardómi?
Margir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum hjá
Landspítalanum. Ekki hafa heyrst fréttir af uppsögnum ljósmæðra.
Töluvert atvinnuleysi hefur verið meðal ljósmæðra og því setið um
hverja stöðu. Fregnir hafa borist af því að nokkrar ljósmæður sem
ekki hafa fengið fastráðningu hér á landi séu að leita fyrir sér erlendis
og geta þær fengið vinnu strax. Í svona átökum er líklegt að við
missum eitthvað af fólki úr landi. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er vel
menntað fólk sem er eftirsótt erlendis og er ég þá ekki bara að tala um
lækna, það er eins og ríkið sé hræddara við að missa læknana úr landi
en annað heilbrigðisstarfsfólk.
En nú að efni blaðsins, tvær ritrýndar greinar eru
í blaðinu. Það er mikilvægt að íslenskar ljósmæður
taki þátt í alþjóðlegum og þvermenningarlegum
samræðum um viðfangsefni sín og grundvalli
þær á íslenskum rannsóknum. Önnur ritrýnda
grein blaðsins fjallar um þetta. Er hún hluti af
stærri rannsókn sem hefur þann tilgang að auka
skilning á samhengi sjálfshlutgervingar, viðhorfi
til tíðablæðinga, viðhorfi til þess að bæla
blæðingar, líkamsþjálfunar, líkamsvitundar og
upphafs blæðinga. Niðurstöður sýndu að viðhorf
þátttakenda til blæðinga eru frekar hlutlaus.
Þeim er þó frekar skapraun að blæðingum en
telja ekki að þeim beri að leyna. Þátttakendur
hafa litla skömm á líkama sínum, telja sig geta
stjórnað útliti sínu og fylgjast vel með því og
hugsa meira um líkamann út frá útliti hans en
líkamlegri líðan.
Vísbendingar eru um aukna notkun
viðbótarmeðferða hjá barnshafandi konum, svo
sem nálastungumeðferðir, nudd og jóga. Hin ritrýnda greinin í blaðinu
fjallar um þetta efni, tilgangur þeirrar rannsóknar var að skoða hvers
vegna og hvaða viðbótarmeðferðir íslenskar konur nota á meðgöngu
og hvar konur fá hvatningu og ráðleggingar varðandi slíkar meðferðir.
Vítamín, nudd og meðgöngusund voru þær viðbótarmeðferðir sem
flestar konurnar höfðu notað á meðgöngu. Barnshafandi konur
virðast bera traust til ljósmæðra varðandi ráðleggingar um notkun
viðbótarmeðferða á meðgöngu. Þekking ljósmæðra þarf að þróast í
takt við breyttar áherslur.
Nokkrar fræðslugreinar eru í blaðinu, má þar nefna grein um
útkomu fæðingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og skemmtilega
grein um valdeflingu, svo eitthvað sé nefnt.
Ég vil fyrir hönd ritnefndar óska ljósmæðrum gleðilegs sumars.
Litið um öxl
Gleðilegt
sumar
Hrafnhildur Ólafsdóttir
ritstjóri Ljósmæðrablaðsins
R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L
Hreinsifroða
Procto-eze Krem og Procto-eze Hreinsir fást í apótekum.
Umboðsaðili á Íslandi: LYFIS ehf., Grensásvegi 22, 108 Reykjavík.
Sími: 534 3500 netfang: lyfis@lyfis.is www.lyfis.is
Þríþætt verkun – verndar, gefur raka og græðir
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Inniheldur ekki stera
Má nota á meðgöngu
Procto-eze Hreinsir er hreinsifroða sem
ætluð er til að viðhalda hreinlæti og draga
úr óþægindum tengdum gyllinæð. Froðan
hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið.
Hún hentar vel til að nota í sturtu og kemur
í stað sápu sem oft ertir viðkvæmt svæðið.
Procto-eze Krem veitir góða vörn með því að
búa til vatns-fitufilmu yfir erta svæðið. Vörnin
dregur úr kláða og sviða og meðferðarsvæðið
verður mýkra og rakara, sem kemur í veg fyrir
að húðin springi og valdi óþægindum.
Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-ezeTM Hreinsi
áður en Procto-ezeTM Krem er notað.
Froðan hreinsar, róar og frískar
óþægindasvæðið.
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Gyllinæð eru bólgnar og þrútnar
æðar í eða við endaþarmsopið og
um 50% einstaklinga fá gyllinæð
einhvern tíma ævinnar.
Blæðing úr endaþarmi ásamt kláða
og sársauka eru helstu einkenni
gyllinæðar og er hún algengust hjá
eldra fólki og konum á meðgöngu.
Léttir á einkennum gyllinæðar
Krem