Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Side 7

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Side 7
7Ljósmæðrablaðið - júlí 2015 R I T R Ý N D G R E I N ÚTDRÁTTUR Mikilvægt er að íslenskar ljósmæður taki þátt í alþjóðlegum og þver- menningarlegum samræðum um viðfangsefni sín og grundvalli þær á íslenskum rannsóknum. Rannsóknin, sem greint er frá hér, er hluti stærri rannsóknar sem hefur þann tilgang að auka skilning á samhengi sjálfshlutgerv- ingar, viðhorfi til tíðablæðinga, viðhorfi til þess að bæla blæðingar, líkamsþjálfunar, líkamsvitundar og upphafs blæðinga. Markmið úrvinnslunnar er að þýða, staðfæra, þáttagreina og áreiðanleika- prófa mælitækin: Spurningalistinn um skoðun á og viðhorf til tíða- blæðinga (The Beliefs about and Attitudes Toward Menstruation Questionnaire (BATM)) og Hlutgerði líkamsvitundarkvarðinn (The Objectified Body Consciousness Scale (OBCS)). BATM er 40 atriði og OBSC 24 atriði. Spurningalistarnir voru þýddir á íslensku og íslenska þýðingin þýdd aftur yfir á ensku. Þýðingarnar tvær voru því næst samlesnar af höfundum og þýðendum þar til samþykkt náðist. Þeir voru lagðir fyrir þægindaúrtak hjúkrunarfræðinema (n=224) við Háskóla Íslands vorið 2013. Mælitækin voru þáttagreind með leitandi þátttagreiningu og stuðst við meginhlutagreiningu og horn- skakkan snúning. Niðurstaða þáttagreiningar íslensku útgáfunnar af BATM sýndi fjóra þætti en þeir eru: Skapraun, Leynd, Forskrift og Máttur og reyndist niðurstaðan að nokkru leyti frábrugðin uppruna- legu útgáfunni. Áreiðanleiki þátta var á bilinu 0,74 til 0,88 og skýrðu þeir 42,7% af heildardreifingu atriða. Fylgni milli þátta var viðunandi. Niðurstaða þáttagreiningar íslensku útgáfunnar af OBSC sýndi þrjá þætti: Skömm á líkamanum, Trú á stjórnun og Eftirlit, sem voru sambærilegir við upprunalegu útgáfuna. Áreiðanleiki þátta var á bilinu 0,71 til 0,72 og skýrðu þeir 36,9% af heildardreifingu atriða. Fylgni milli þátta var viðunandi. Niðurstöður sýndu að viðhorf þátttakenda til blæðinga eru frekar hlutlaus. Þeim finnst þó frekar skapraun að blæðingum en telja ekki að þeim beri að leyna. Þeir hafa litla skömm á líkama sínum, telja sig geta stjórnað útliti sínu og fylgjast vel með því og hugsa meira um líkamann út frá útliti hans en líkamlegri líðan. Meginályktun rannsóknarinnar er að þáttabygging íslensku úgáfunnar af BATM og OBSC er nothæf og mælir annars vegar viðhorf til tíðablæðinga og hins vegar hlutgerða líkamsvitund íslenskra kvenna. Lykilorð: Viðhorf, blæðingar, líkamsvitund, þáttagreining. ABSTRACT It is of importance that Icelandic midwifes participate in international and transcultural dis-course about their subject and base their discourse on Icelandic studies. The study presented here is a part of a larger study that aims to increase understanding of the relationship between self- objectification, attitudes towards menstruations, attitudes towards menstrual suppression, physical activities, body awareness and menarche. The purpose with the present analysis is to translate, contextualise, factor analyse and test the reliability of the instruments The Beliefs about and Attitudes Toward Menstruation Questionnaire (BATM) and The Objectified Body Consciousness Scale (OBCS). BATM has 40 items and OBSC 24 items. The questionnaires were translated and back translated and finally read by authors and translators until acceptance was reached. They were administered to a convenient sample of nursing students (n=224) at the University of Iceland in spring 2013. The instruments were factor analysed Þýðing og forprófun tveggja mælitækja RANNSÓKN Fyrirspurnir Herdís Sveinsdóttir herdis@hi.is Viðhorf til tíðablæðinga og hlutgerð líkamsvitund Ragnheiður Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur BS, Höglandssjúkrahus í Svíþjóð Ragna Ásþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur BS, Landspítala Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur PhD, Háskóla Íslands og Landspítala

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.