Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 11
11Ljósmæðrablaðið - júlí 2015 til réttmætis þess að draga út fjóra þætti. Þá kom KMO-próf og Bartlett-próf vel út eins og sést í töflunni og það styður gæði gagna til þáttagreiningar. Þættirnir fjórir skýrðu 42,7% af heildardreifingu atriðanna. Með nokkrum undantekningum (atriði 31, 34, 5, 22, 14, 6 og 25) eru þáttahleðslur nokkuð afgerandi á einn þátt. Sá þáttur sem flest atriði hlaðast umtalsvert á en tilheyra á endanum ekki er þáttur IV. Hleðslur atriða sem hlaðast á þann þátt eru hins vegar mjög ótvíræðar. Eins og sést í töflu 1 hlaðast atriðin ekki eins á þættina í Í-BATM eins og í BATM. Öll atriðin úr BATM- þættinum Skapraun og fjögur atriði af fimm úr BATM-þættinum Ánægjulegar hlóðust á þátt I í Í-BATM. Öll atriðin utan eitt í BATM-þættinum Leynd hlaðast á þátt II í Í-BATM. Atriðin 14 úr BATM-þættinum Fordæming og forskrift dreifast hins vegar nokkuð á þættina í Í-BATM, sjö atriði hlaðast á þátt III, fimm atriði á þátt IV, tvö atriði á þátt III og eitt atriði á þátt I. Ákveðið var að halda í þættina eins og þeir koma fram í okkar greiningu en Cronbachs-α (sjá gildi í töflu 2) styður þá ákvörðun. BATM- þátturinn Ánægjulegar dettur alveg út í okkar greiningu og nýr þáttur (þáttur IV) bætist við. Af atriðunum 40 voru þáttahleðslur þriggja atriða lægri en 0,35. Ákveðið var að halda þeim atriðum með þar sem áreiðanleikaprófun þáttanna kom betur út með þeim, heldur en ef þeim var sleppt. Þáttabygging Í-BATM er því nokkuð frábrugðin BATM fyrir utan að BATM-þátturinn Leynd er svo til alveg sambærilegur þætti II í Í-BATM. Endanlegir þættir eru fjórir í Í-BATM: I. Skapraun (16 atriði), II. Leynd (11 atriði), III. Forskrift (8 atriði) og IV. Máttur (5 atriði). Fylgni þáttanna er að mestu veik fyrir utan að miðlungsfylgni er milli fyrsta og fjórða þáttar (r=0,47) og þriðja og fjórða þáttar (r=0,36) (sjá töflu 2). Hugtakaréttmæti og áreiðanleiki íslenska OBCS (Í-OBCS) út frá leitandi þáttagreiningu Tafla 3 sýnir niðurstöður leitandi þáttagreiningar fyrir Í-OBCS. Áður en greiningin var gerð var athugað hvort gögnin uppfylltu skilyrði fyrir þáttagreiningu. Þau reyndust gera það en KMO-próf og Bartlett-próf komu vel út eins og sést í töflu 3. Upphaflega var beitt hornskökkum snúningi en ekki reyndist fylgni milli þátta og var greiningin endurtekin með hornréttum snúningi. Sex þættir voru með eigingildi hærra en einn, en skriðupróf benti til réttmætis þess að draga út þrjá þætti. Þættirnir þrír skýrðu 36,9% af heildardreifingu atriðanna. Þáttahleðslur voru ótvíræðar á einn þátt utan eitt atriði (atriði 14). Atriði 16: „Ég hef oft áhyggjur af því hvort fötin sem ég klæðist fari mér vel“ hlóðst á þátt I í Í-OBCS en í bandaríska OBCS í þáttinn Eftirlit. Ákveðið var að hafa atriðið í þætti III í Í-OBCS. Atriðið hlóðst líka á þann þátt í Í-OBCS auk þess að áreiðanleikaprófun þáttarins kom betur út þannig. Íslensku þættirnir fengu heitin I. Skömm á líkamanum, II. Trú á stjórnun og III. Eftirlit. Tengsl þáttanna eru veik fyrir utan tengsl þátta eitt og þrjú (r=0,45) (sjá töflu 3) þar sem um miðlungsfylgni er að ræða. Samanburður á Í-BATM og Í-OBSC við BATM og OBSC Í töflu 4 sjást meðalstig þátttakenda í undirþáttum Í-BATM og Í-OBSC og samanburður við úrtök bandarískra og mexíkóskra kvenna þar sem upprunalegu mælitækin voru notuð. Þar sést, þegar tillit er tekið til þess að þættirnir eru ekki alveg eins, að viðhorf til tíðablæðinga virðast nokkuð svipuð hjá íslenskum hjúkrunarfræðinemum og bandarískum og mexíkóskum háskóla- stúdínum. Undantekning er þó þátturinn Leynd þar sem þær íslensku fá færri stig að meðaltali en hinir hóparnir. Miðað við bandarískar háskólastúdínur hafa íslenskir hjúkrunarfræðinemar síður skömm á líkama sínum, telja sig betur geta stjórnað útliti sínu og fylgjast betur með útliti sínu og hugsa meira um líkamann út frá ásýnd hans. Meðalstigafjöldi hjúkrunarfræðinemanna á undirþáttum Í-OBSC líkist frekar miðaldra bandarískum konum (sjá töflu 4) en bandarískum háskólastúdínum. UMRÆÐUR Mikilvægt er að íslenskar ljósmæður taki þátt í alþjóðlegum og þvermenningarlegum samræðum um viðfangsefni sín á sem breiðustum vettvangi og grundvalli þær á íslenskum rannsóknum. Í þessari grein var lýst ferli við að þýða, staðfæra, þáttagreina og áreiðanleikaprófa mælitæki sem ætlað er til rannsókna á raunveruleika íslenskra kvenna. Meginniðurstöður eru að þáttabygging Í-BATM Tafla 3. Lýsandi niðurstöður um þátttakendur (N=224). Tafla 4. Meðalstigafjöldi á undirkvörðum Í-BATM og Í-OBSC og á undirkvörðum BATM og OBSC í erlendum rannsóknum. 5 Tafla 3. Lýsandi niðurstöður um þátttakendur (N=224). n (%) M (sf) Aldur (n=220) 25,0 ( 4,7) Hjúskaparstaða Einhleyp 75 (33,5) Fráskilin 3 ( 1,3) Gift/í sambúð 146 (65,2) Börn Ekkert 147 (66,2) Eitt 38 (17,1) Fleiri en eitt 37 (16,7) Hæð í cm (n=219) 168,0 ( 5,4) Þyngd í kg (n=216) 67,4 (11,9) Lengd tíðahrings í dögum (n=190) 29,0 ( 5,5) Lengd blæðinga í dögum (n=222) 5,1 ( 1,3) Líkamsþyngdarstuðull (n=216) 24,0 ( 5,0) Hugsa of mikið um mat að eigin mati Aldrei/sjaldan 71 (31,8) Stundum 95 (42,6) Oft/alltaf að hugsa um mat 57 (25,6) Hversu oft samviskubit yfir því að borða of mikið Aldrei/sjaldan 84 (37,7) Stundum 89 (39,9) Oft 50 (22,4) Hversu oft farið í megrun Aldrei 86 (38,9) Sjaldan/stundum 111 (50,2) Oft/alltaf í megrun 24 (10,8) Telur sig af eðlilegri þyngd (já) 122 (54,5) Tíðaverkir (já) 174 (78,4) Styrkur tíðaverkja (n=187)# 4,7 ( 2,4) Áhrif tíðaverkja á líf## 2,3 ( 2,1) Notkun verkjalyfja vegna tíðaverkja Aldrei/sjaldan 106 (48,0) Stundum 71 (32,1) Oft/mjög oft 44 (19,9) Missir úr vinnu/skóla vegna tíðaverkja Aldrei 158 (71,5) Sjaldan 44 (19,9) Stundum/oft/mjög oft 19 ( 8,6) Ástundun líkamsþjálfunar Þrisvar í viku eða oftar 123 (54,9) Einu sinni til tvisvar í viku 56 (25,2) Sjaldnar en einu sinni í viku 43 (19,4) # Spurt um styrk tíðaverkja á tölukvarða frá 0 til 10 þar sem 0 = enginn verkur og 10 = versti mögulegi verkur. ## Spurt um áhrif tíðaverkja á líf á tölukvarða 0 til 10 þar sem 0 = engin áhrif og 10 = áhrifin gætu ekki verið meiri. 5 Tafla 3. Lýsandi niðurstöður um þátttakendur (N=224). n (%) M (sf) Aldur (n=220) 25,0 ( 4,7) Hjúskaparstaða Einhleyp 75 (33,5) Fráskilin 3 ( 1,3) Gift/í sambúð 146 (65,2) Börn Ekkert 147 (66,2) Eitt 38 (17,1) Fleiri en eitt 37 (16,7) Hæð í c (n=219) 168,0 ( 5,4) Þyngd í kg (n=216) 67,4 (11,9) Lengd tíðahrings í dögum (n=190) 29,0 ( 5,5) Lengd blæðinga í dögum (n=222) 5,1 ( 1,3) Líka sþyngdarstuðull (n=216) 24,0 ( 5,0) ugsa of ikið um mat að eigin mati ldrei/sjaldan 71 (31,8) Stundu 95 (42,6) ft/alltaf að hugsa um mat 57 (25,6) versu oft samviskubit yfir því að borða of mikið ldrei/sjaldan 84 (37,7) Stundu 89 (39,9) ft 50 (22,4) versu oft farið í megrun ldrei 86 (38,9) Sjaldan/stundum 111 (50,2) ft/alltaf í megrun 24 (10,8) elur sig af eðlilegri þyngd (já) 122 (54,5) íðaverkir (já) 174 (78,4) Styrkur tíðaverkja (n=187)# 4,7 ( 2,4) hrif tíðaverkja á líf## 2,3 ( 2,1) otkun verkjalyfja vegna tíðaverkja ldrei/sjaldan 106 (48,0) tundu 71 (32,1) ft/ jög oft 44 (19,9) issir úr vinnu/skóla vegna tíðaverkja l rei 158 (71,5) jal an 44 (19,9) t u /oft/mjög oft 19 ( 8,6) st un líkamsþjálfunar ris ar í viku eða oftar 123 (54,9) i sinni til tvisvar í viku 56 (25,2) j l ar en einu sin i í viku 43 (19,4) # purt u styrk tíðaverkja á tölukvarða frá 0 til 10 þar sem 0 = enginn verkur og 10 = versti mögulegi verkur. ## purt u áhrif tíðaverkja á líf á tölukvarða 0 til 10 þar sem 0 = engin áhrif og 10 = áhrifin gætu ekki verið eiri. 6 Tafla 4. Meðalstigafjöldi á undirkvörðum Í-BATM og Í-OBSC og á undirkvörðum BATM og OBSC í erlendum rannsóknum. Undirþættir Í-BATM og BATM Undirþættir Í-OBSC og OBSC Þátttakendur (allt konur) Skapraun m (sf) Leynd m (sf) Fyrirmæli m (sf) Máttur m (sf) Líkamsskömm m (sf) Trú á stjórnun m (sf) Líkamseftirlit m (sf) Ísland – 223 hjúkrunarfræðinemar 3,3 (0,6) 1,7 (0,5) 2,0 (0,6) 2,3 (0,8) 2,9 (1,0) 4,4 (0,8) 5,5 (0,8) Skapraun Leynd Fordæming og forskrift Ánægjulegar Líkamsskömm Trú á stjórnun Líkamseftirlit Bandaríkin – 67 háskólastúdentara 3,7 (0,6) 2,10 (0,7) 1,9 (0,6) 2,7 (0,7) Mexíkó – 86 háskólastúdentara 3,6 (0,7) 2,11 (0,7) 2,4 (0,7) 2,6 (1,8) Bandaríkin – háskólastúdentarb 3,3 (1,0) 3,9 (0,7) 4,2 (0,9) Bandaríkin – miðaldra konurc 3,0 (1,0) 4,9 (1,0) 4,3 (1,0)

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.