Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Síða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Síða 16
16 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015 Framkvæmd og úrvinnsla Við gerð rannsóknaráætlunar var miðað við að stærð úrtaks yrði að minnsta kosti 30 konur (n=30). Samkvæmt heimildum um úrtaks- stærð við forprófun er talað um 20‒40 þátttakendur (Rea og Parker, 2012). Söfnun gagna fór fram 21. mars til 15. apríl 2013. Tekið var tilviljunarúrtak kvenna sem voru á tveim deildum kvenna- og barnasviðs Landspítala (LSH) þessa daga. Við val á þátttakendum voru ljósmæður á þessum tveimur deildum beðnar um að bjóða nýbökuðum mæðrum að taka þátt með því að fylla út spurningalist- ann. Að vera læs á íslenska tungu var skilyrði fyrir þátttöku auk þess að hafa á síðastliðnum dögum fætt barn. Ljósmæðurnar fengu kynn- ingarbréf áður en rannsóknin hófst en einnig reyndi rannsakandi að koma reglulega á deildirnar til að minna á sig og svara spurningum varðandi rannsóknina. Konurnar fylltu flestar út listana fyrir útskrift en þær sem fóru í heimaþjónustu létu sína heimaþjónustuljósmóður fá útfyllta lista fyrir síðustu heimsókn. Leiðbeiningar voru sendar til heimaþjónustuljósmæðra í gegnum fjölpóst Ljósmæðrafélagsins. Í umslaginu með spurningalistanum var kynningarbréf sem kynnti tilgang og eðli rannsóknarinnar. Einnig var þess getið að litið væri á útfylltan lista sem upplýst samþykki fyrir þátttöku í rannsókninni. Kynningarbréf og ósk um leyfi fyrir rýnihópum var sent yfirlækni og yfirhjúkrunarfræðingi tveggja heilsugæslustöðva áður en mögu- legum þátttakendum var boðið að taka þátt og sótt var um viðeig- andi leyfi fyrir spurningalistakönnuninni (Vísindanefnd Landspít- ala, leyfi númer 11/2013). Notast var við lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði við greiningu gagna í SPSS (Statistical Package for Social Sciences) forritinu, útgáfu 20.0. Tengsl milli breyta voru skoðuð í krosstöflum, kí-kvarðat próf var notað til að meta marktækni og stuðlarnir fí (2x2 krosstöflur) og Cramér´s V (stærri en 2x2 krosstöflur) notaðir til að meta fylgni. Samkvæmt fylgnistuðlunum telst samband veikt ef það er < 0.10, miðlungs ef það er 0.11‒0.30 og sterkt ef það er > 0.3. Einnig var notast við línulega aðhvarfsgreiningu (e. linear regression analysis) til að lýsa og meta tengsl milli sjálfstæðra breyta. Þær frumbreytur sem ekki voru á jafnbilakvarða voru endur- kóðaðar sem tvígildar (e. dummy) breytur. Marktektarmörk voru sett við p < 0.05. NIÐURSTÖÐUR Bakgrunnur þátttakenda Af þeim 50 konum sem fengu spurningalista svöruðu 45. Fyrstu fimm spurningar á spurningalistanum sneru að bakgrunni þátttakenda. Þar var meðal annars spurt um aldur, póstnúmer, menntun, hjúskaparstöðu og fjölda fæðinga. Meðalaldur þeirra 44 kvenna sem svöruðu spurningunni um aldur var 29,98 ár (18‒44 ára), staðalfrávikið 6,125 ár og spönnin 26 ár. Meirihluti kvennanna (78%) var í skráðri sambúð eða giftar, 20% í sambandi og 1 kona einhleyp. Allar konurnar svöruðu spurningum um menntun og kom meðal annars fram að 26 konur (57,8%) höfðu lokið grunnnámi á háskólastigi eða framhaldsnámi í háskóla, sjá mynd 1. Af hópnum voru 40% frumbyrjur á móti 60% fjölbyrjum, en af fjölbyrjunum voru 37,8% að fæða sitt annað barn og 17,8% sitt þriðja barn. Meðalbarnafjöldi á hverja konu var 1,87 barn. Tvær spurningar sneru að fæðingarstað og fæðingarmáta en um 30% þátt- takenda fæddu í Hreiðrinu og 70% á fæðingargangi. Af þeim sem svöruðu spurningu um fæðingarmáta þá fæddu 75% kvennanna um leggöng en af þeim merktu 11% við áhaldafæðingu, hjá 13,3% var gerður keisaraskurður. Rannsóknarspurningar 1 og 2 ‒ Hvaða viðbótarmeðferðir nota íslenskar konur á meðgöngu og í hvaða tilgangi eru þessar meðferðir notaðar? Til að fá heilsteyptari mynd af þeim viðbótarmeðferðum sem konur nota á meðgöngu var jafnframt spurt um 20 meðgöngukvilla og voru valmöguleikarnir aldrei, stundum, oft, mjög oft og daglega. Á mynd 2 kemur fram að stór hluti kvenna (40%) finnur fyrir hægðatregðu, höfuðverk (49%) og kvíða (46,5%) einu sinni á meðgöngu. Ógleði, þreyta, mæði, sinadráttur, brjóstsviði, bak- og grindarverkir voru algengastir í oft, mjög oft og daglega valmöguleikunum eins og myndin sýnir. Einnig var valmöguleiki að setja kvilla sem ekki voru á listanum í síðustu spurninguna, þar var nokkrum meðgöngukvillum bætt við, til dæmis kláða og fótapirringi. Áherslan var síðan á notkun viðbótarmeðferða og var spurt um notkunina áður en konan varð barnshafandi, notkun á meðgöngu og mögulega notkun á næstu meðgöngu. Listinn samanstóð af 14 meðferðum fyrir meðgöngu og 15 á meðgöngu. Svarmöguleikarnir voru aldrei, einu sinni, oft, mjög oft og daglega. Varðandi algengustu viðbótarmeðferðir áður en konan varð barns- hafandi þá var inntaka vítamíns í fyrsta sæti sem konur höfðu notað oft eða mjög oft (45%) og 42% merktu við notkun daglega en 11% sögðust aldrei hafa tekið inn vítamín fyrir meðgöngu. Nudd var næst algengasta meðferðin sem konur höfðu notað fyrir meðgöngu, 26% höfðu farið einu sinni í nudd og 19% hafði farið oft í nudd áður er þær urðu barnshafandi. Um 21% hafði farið oft í jóga, 14% hafði notað ilmkjarnaolíur oft, mjög oft eða daglega og 14% hafði farið einu sinni í nálastungumeðferð áður en þær urðu barnshafandi. Á meðgöngu voru það aftur vítamínin sem voru algengasta viðbótar- meðferðin en um 62% kvennanna notaði þau daglega en 4,6% hafði aldrei eða einu sinni tekið inn vítamín. Rúmlega 30% kvennanna hafði farið í nudd einu sinni, 14% oft og 9% mjög oft og varðandi meðferðir eins og jóga og meðgöngusund merktu um 20% þátttak- enda við valmöguleikann oft. Með aðhvarfsgreiningu kom í ljós marktækt samband milli aldurs og notkunar viðbótarmeðferða á meðgöngu (p = 0.16). Sambandið er veikt þar sem breytan aldur skýrir 12,5% í breytileika (e. adjusted R square) notkunar viðbótarmeðferða á meðgöngu. Þegar tengsl ákveðinna breyta voru tekin fyrir var ekki fylgni á milli neinna af meðgöngukvillunum og notkunar á viðbótarmeðferðum á meðgöngu, til dæmis tengsl bak- og grindarverkja við notkun Myndir Mynd 1: Menntunarstig þátttakenda Mynd 2: Tíðni og eðli meðgöngukvilla Mynd 3: Hvatning um notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu 0   2   4   6   8   10   12   14   16   Grunnskólapróf   Hóf  framhaldsskólanám   Lauk  framhaldsskólanámi   Iðnám  eða  annað  starfsnám  á   Grunnnám  í  háskóla  BS/BA   Framhaldsnám  í  háskóla,  kandídatspróf,   Fjöldi     0   5   10   15   Ljósmæður  í   meðgönguvernd   Vinir/vinkonur   Læknar  sem  sinntu  á   meðgöngu     Fj öl di         ynd 1: Menntunarstig þátttakenda Myndir Mynd 1: Menntunarstig þátttakenda Mynd 2: Tíðni og eðli meðgöngukvilla Mynd 3: Hvatning um notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu 0   2   4   6   8   10   12   14   16   Grunnskólapróf   Hóf  framhaldsskólanám   Lauk  framhaldsskólanámi   Iðnám  eða  annað  starfsnám  á   Grunnnám  í  háskóla  BS/BA   Framhaldsnám  í  háskóla,  kandídatspróf,   Fjöldi     0   5   10   15   Ljósmæður  í   meðgönguvernd   Vinir/vinkonur   Læknar  sem  sinntu  á   meðgöngu     Fj öl di         Myndir Mynd 1: Menntunarstig þátttakenda Mynd 2: Tíðni og eðli meðgöngukvilla Mynd 3: Hvat ing um notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu 0   2   4   6   8   10   12   14   16   Grunnskólapróf   Hóf  framhaldsskólanám   Lauk  framhaldsskólanámi   Iðnám  eða  annað  starfsnám  á   Grunnnám  í  háskóla  BS/BA   Framhaldsnám  í  háskóla,  kandídatspróf,   Fjöldi     0   5   10   15   Ljósmæður  í   meðgönguvernd   Vinir/vinkonur   Læknar  sem  sinntu  á   meðgöngu     Fj öl di         Ó g le ði Si na d rá tt ur Sv ep p as ýk in g Þr ey ta Ba kv er ki r G ri nd ar ve rk ir Kv íð i Kv ef /h ós ti H æ g ða tr eg ða H öf uð ve rk ur Bj úg ur M æ ði 70 60 50 40 30 20 10 0 Einu sinni Oft, mjög oft, daglega H lu tf al l % Mynd 2: Tíðni og eðli meðgöngukvilla

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.