Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Qupperneq 23
23Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja einu ári eftir að
skurðstofunni þar var lokað og þjónustustig breyttist, eða á tímabil-
inu 1. maí 2010 til 1. maí 2011. Alls voru 145 konur í úrtakinu.
Mælitækið sem var notað í þessari rannsókn er skráningarlisti
sem notaður hefur verið á Íslandi í öðrum rannsóknum, svokallaður
atriðisorðalisti (Berglind Hálfdánsdóttir, 2015; Sigrún Kristjánsdóttir,
2012). Það var þýtt og staðfært úr norsku en þar hafði það verið
notað í rannsókn um útkomu heimafæðinga í Noregi á árabilinu
1997‒2007 (Blix, Schaumburg Huitfeldt, Öien, Straume og Kumle,
2012) og er notað í framvirkri rannsókn um útkomu heimafæðinga
á Íslandi og á Norðurlöndunum árabilið 2009‒2013 en niðurstöður
úr þeirri rannsókn bíða birtingar (Ólöf Ásta Ólafsdóttir, munnleg
heimild, apríl 2015).
Upplýsingar úr mæðraskrám voru settar inn í skráningarlista.
Einnig fengust upplýsingar um undirbúning á meðgöngu, svo sem
hjá Margréti Knútsdóttur um þátttöku á meðgöngujóganámskeiði en
hún er jógakennari og ljósmóðir og hefur séð um þessi námskeið í
Reykjanesbæ. Margar kvennanna mættu vikulega í jóga frá 20. viku
og fram að fæðingu (Margrét Knútsdóttir, munnleg heimild, júní
2012).
Undirbúningsnálar eru gefnar á fæðingardeild HSS frá viku 36 og
mæta konurnar einu sinni í viku, mynda tengsl við ljósmæðurnar á
deildinni og fá nálastungur í ákveðna punkta (Sp6, Ht7 og Gv20)
sem undirbúa legið og andlega þáttinn undir fæðinguna og veita
slökun. Foreldrum gafst kostur á að koma á foreldrafræðslunámskeið
sem tvær ljósmæður deildarinnar sáu um.
Lýsandi tölfræði var beitt. Útkomubreytur tengjast afdrifum
kvenna og barna þeirra. Hjá barninu voru Apgar stig skoðuð. Hjá
móðurinni var útkoma spangar metin. Skoðað var hvers konar
verkjastilling var notuð, svo sem notkun baðs, glaðlofts, nálastungna
og sterkra verkjalyfja eins og pethidins og phenergans. Einnig voru
skoðaðar útkomubreytur fyrir fæðingarferlið, fæðingarmáta, lengd
fæðingar og magn blæðingar, tíðni vatnsfæðinga, inngrip eins og
sogklukkur, keisaraskurðir, spangarklippingar, belgjarof og notkun
hríðaörvandi lyfja.
Samanburður var gerður og skoðað var hvort munur væri á útkomu
fæðinga milli þeirra sem fengu undirbúning í formi jóga, nálastungna
eða fræðslu miðað við allan hópinn. Þau marktæknimörk sem
notuð voru í rannsókninni eru Pearson´s t-próf þar sem bornir eru
saman tveir hópar og Anova þar sem bornir eru saman fleiri en tveir
hópar. Við gagnaúrvinnslu var notast við forritið Excel. Fengin voru
meðaltöl og tíðnitölur með aðstoð Excel forritsins og SPSS forritsins
ásamt því að fá marktækni.
NIÐURSTÖÐUR
Meðalaldur kvenna í rannsókninni var 27 ár. Frumbyrjur 36% og
fjölbyrjur 64%. Meðalmeðgöngulengd þátttakenda var 40 vikur.
Meðallengd allra fæðinga á HSS var 7,35 klst. Vatnsfæðingar voru
45% allra fæðinga á HSS eða alls 65. Konur sem voru með heila
spöng voru alls 36 eða 26%. Flestum konum blæddi eðlilega
eftir fæðingu eða minna en 500 ml (95%). Áverkar á spöng voru
hjá alls 104 konum en það eru 72%. 50 konur eða 36% fengu 1°
spangarrifu, 53 fengu 2° spangarrifu eða 38% kvennanna, 1 kona
fékk 3° spangarrifu eða 0,7% og þurfti að senda hana á LSH í
saumaskap. Engin kona fékk 4° spangarrifu. 13 konur voru klipptar
spangarklippingu (e. episitomia) eða 9% kvennanna. Þær konur sem
voru með heila spöng voru alls 36 eða 26%.
Mynd 1: Útkoma spangar hjá öllu úrtakinu
Mynd 2: Verkjameðferð allra í úrtakinu
Mynd 3: Inngrip í fæðingu
0
5
10
15
20
25
30
35
40
Heilar
1°rifa
2°rifa
3°rifa
4°rifa
%
0
10
20
30
40
50
60
70
80
%
0
5
10
15
20
25
%
Mynd 1: Útkoma spangar hjá öllu úrtakinu.
Mynd 1: Útkoma spangar hjá öllu úrtakinu
Mynd 2: Verkjameðferð allra í úrtakinu
Mynd 3: Inngrip í fæðingu
0
5
10
15
20
25
30
35
40
Heilar
1°rifa
2°rifa
3°rifa
4°rifa
%
0
10
20
30
40
50
60
7
8
%
0
5
10
15
20
25
%
ynd 2: Verkjameðferð allra í úrtakinu.
: t s r j ll rt i
Mynd 3: Inngrip í fæðingu
0
5
10
15
20
25
30
35
40
eilar
1°rifa
2°rifa
3°rifa
4°rifa
%
0
0
0
5
10
Mynd 3: Inngrip í fæðingu.
Meirihluti kvennanna eða 98 notuðu baðið til verkjastillingar eða
um 68%.
Belgjarof var algengasta inngripið í fæðingar á HSS eða 23%.
Heil spöng