Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Síða 46

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Síða 46
46 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015 Skýrsla stjórnar LMFÍ 2014 – 2015 F R É T T I R A F F É L A G S S T A R F I Stjórnarfundir Stjórnarfundir starfsársins hafa verið 13 talsins, haldnir á tveggja til þriggja vikna fresti eftir því hvað legið hefur fyrir hverju sinni. Kjaramál Síðustu tvö starfsár hafa markast mikið af kjaraviðræðum og undirbúningi fyrir miðlæga kjarasamninga. Síðasta vor lauk samningum á þann hátt að við töldum okkur hafa samið um vopnahlé þar sem komið var langt fram á vor (28. maí) og samið var til stutts tíma. Við tókum því aftur að undirbúa kjaraviðræður í ágúst. Samningar runnu út 28. febrúar sl. og erum við búnar að eiga nokkra fundi með samninganefnd ríkisins sem býður okkur 3,5% launahækkun. Það er hvergi nærri því sem við erum að hugsa um þannig að þegar þetta er skrifað ber enn mikið á milli. Haldnir hafa verið sex fundir til kynningar á kröfugerð okkar og stöðu mála. Þessir fundir hafa bæði verið í Reykjavík og á nokkrum stöðum á landsbyggðinni þar sem flestar ljósmæður eru. Atkvæðagreiðsla vegna verkfallsaðgerða verður í vikunni 16–20. mars. Stofnanasamningar hafa ekki alveg gleymst og var gengið frá yfirferð tveggja stofnanasamninga nú eftir áramót. Félagsfundir – menntamál - fagdeildir Tveir félagsfundir voru haldnir á haustönninni. Annar var vegna menntunarmála ljósmæðra. Á fundinum var kynnt hvernig námi ljós- mæðra er fyrirkomið annars staðar á Norðurlöndunum. Umræður voru um með hvaða hætti hentugast væri að breyta náminu hérlendis og var það niðurstaðan að stefna ætti að fimm ára direct entry námi sem lyki með M.Sc. gráðu og möguleika á eins árs viðbótarnámi til að ljúka námi í hjúkrun. Stjórn félagsins sendi bréf til námsbrautar í hjúkrun við Háskóla Íslands þar sem þessar tillögur voru lagðar fram. Annar félagsfundur var haldinn til að stofna formlega þær fjórar fagdeildir sem samþykktar voru á aðalfundi 2014. Þetta eru fagdeild um kynheilbrigði og forvarnir, fagdeild um fæðingahjálp, fagdeild um meðgönguvernd og fósturskimanir og fagdeild um sængurlegu og brjóstagjöf. Skýrslur deildanna eru í aðalfundargögnum. BHM Talsvert samstarf hefur verið við BHM á árinu. Sérstaklega vegna stýrihópa sem myndaðir voru í kjölfar bókunar í síðustu kjarasamn- ingum. Formaður var þá í hóp með fulltrúum þriggja annarra félaga og fjögurra fulltrúa samninganefndar ríkisins þar sem vaktavinnukaflinn var tekinn til endurskoðunar. Vinnu í þeim hópi lauk 1. desember sl. með sameiginlegu plaggi sem kynnt hefur verið á fundum. 95 ára afmæli félagsins 95 ára afmæli félagsins var fagnað á afmælisdeginum 2. maí. Í kjöl- far fræðsludags á vegum námsbrautar HÍ og HH var stigið upp í rútu og haldið í skoðunarferð um Reykjanes og að Ásbrú þar sem hönnuðir voru heimsóttir. Síðan var farið í Bláa lónið þar sem afmælisgestum gafst kostur á að fara í bað í lóninu og snæða svo kvöldmat þar. Þrír heiðursfélagar voru tilnefndir að þessu sinni og söngvarinn Valdimar Guðmundsson kom og skemmti. Guðrún Ásmundsdóttir hélt erindi á aðalfundi Ljósmæðrafélagsins.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.