Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 49
49Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
fyrir vinnudegi þar sem ljósmæður sem áhuga hafa á gætu komið
saman og unnið að stefnumótun fyrir félagið sem sárlega vantar.
5. maí næstkomandi hyggst félagið, ásamt HH, námsbraut og LSH,
standa fyrir fræðadegi og er undirbúningur hafinn. Vinna við app eða
smáforrit fyrir væntanlega foreldra er hafin. Vonast félagið til að það
komist í gagnið sem fyrst. Nauðsynlega þarf að uppfæra og laga vefinn
ljosmodir.is og erum við að leita að peningum í það verkefni. Vefur-
inn ljosmodir.is er mjög mikið heimsóttur og notaður og ef að vel er á
málum haldið gæti hann skilað okkur ágætis tekjum.
Á hugmyndastiginu
• Skoða þarf betur að gera Ljósmæðrablaðið að rafrænu tímariti.
Einn af kostunum við það er að einstakar greinar koma þá upp
við Google leit á vefnum. Eins og er setjum við blaðið inn í PDF
skjali og koma þá ekki einstaka greinar upp við leit.
• Einnig hafa komið upp hugmyndir um að virkja betur vefinn
ljosmaedrafelag.is og gera hann sjáanlegan svo að auðveldara sé
að skoða hann í síma. Þar inn kæmu upplýsingar sem ljósmæður
nota ef til vill í daglegri vinnu. Eins hefur komið upp sú hugmynd
að setja inn leitarvél þar sem ljósmæður sem starfa sjálfstætt gætu
sett inn upplýsingar um sig, t.d. brjóstaráðgjafi – hvaða tungumál
talar – í hvaða hverfi starfar o.s.frv. Þetta gæti nýst konum sem
vilja leita sér að heimaþjónustuljósmóður sem dæmi.
• Gaman væri að gera viðtalsþátt þar sem talað er við þær ljósmæður
sem eldri eru og muna tímana tvenna og/eða safna viðtölum
við þær í gegnum „munnlega geymd“ sem er verkefni á vegum
Landsbókasafnsins og eru viðtölin þá varðveitt þar. Ingibjörg Ýr
Óskarsdóttir ljósmóðir er komin af stað með að athuga möguleika
okkar á að gera viðtalsþátt með nokkrum eldri ljósmæðrum þar
sem þær lýsa starfi sínu og þeim aðstæðum sem þær störfuðu við
og þróuninni gegnum árin. Það verður spennandi að sjá hvað út úr
þeirri vinnu kemur.
Þakkir
Stjórn félagsins þakkar öllum þeim sem starfað hafa fyrir félagið á
síðastliðnu ári, einnig þeim sem hafa látið sig málefni félagsins varða,
haft samband og veitt ábendingar.
Fyrir hönd stjórnar LMFÍ
Áslaug Valsdóttir, formaður