Fréttablaðið - 14.02.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 14.02.2019, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 RAM 3500 - HÖRKUTÓL SEM ENDIST ramisland.is EIGUM ALLAR ÚTFÆRSLUR TIL AFHENDINGAR, SLT, LARAMIE, LARAMIE SPORT, LIMITED OG LIMITED TUNGSTEEN. BJÓÐUM UPP Á 37” TIL 42” BREYTINGARPAKKA. 40” BREYTTUR UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI KJARAMÁL „Stjórnvöld hafa núna átt í óformlegum samtölum við aðila vinnumarkaðarins um hver hugsanleg aðkoma okkar gæti verið til að greiða fyrir samningum. Það liggur fyrir að hún er háð því að það sjáist til lands í kjaraviðræðum. Þetta eru aðskilin ferli en þau þurfa svo að mætast á einhverjum tíma- punkti,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stöðuna í kjaraviðræðum. Samtök atvinnulífsins lögðu í gær fram samningstilboð í kjaradeilu sinni við VR, Ef lingu, Verkalýðs- félag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Að ósk ríkissátta- semjara ríkir trúnaður um innihald tilboðsins en stéttarfélögin fjögur munu svara því á samningafundi á föstudaginn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að tilboð SA sé fyrsta skrefið í því að menn geti rýnt enn betur í stöðuna. „Það er auðvitað þannig að þessar viðræður eru á mjög viðkvæmu stigi og er þar vægt til orða tekið. Þessi hópur okkar sem hefur yfir 60 prósent félagsmanna ASÍ á bak við sig mun vinna mjög þétt saman í áframhaldinu.“ Vilhjálmur segir það skýrast í næstu viku hvort það verði vík milli aðila eða hvort menn nái að þreifa sig eitthvað áfram. „Aðkoma stjórnvalda að lausn þessarar deilu er náttúrulega æpandi. Það þarf að liggja fyrir f ljótlega eftir helgi.“ Katrín segir það liggja fyrir að það sé ríkur vilji hjá stjórnvöldum til að greiða fyrir lausn þessara mála. Þau mál sem séu í umræðunni séu mislangt komin en á þetta sé komin nokkuð heildstæð mynd. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem til- lögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skatta- málum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verð- tryggingarinnar,“ segir Katrín. Vilhjálmur segir að næsti sólar- hringur verði nýttur til þess að reikna út og skoða hlutina vel. „Að sjálfsögðu er partur af því líka að reyna að þrýsta á stjórnvöld því við þurfum að fara að sjá ofan í það box til að geta vegið og metið hvar við stöndum gagnvart SA. Það er ljóst að við erum að horfa til þess ásamt því að ná saman við SA í samningi sem myndi gilda í nokkur ár.“ Allt lúti þetta að því að auka ráðstöfunartekjur. „Eins og ég hef margoft sagt er meðal annars hægt að gera það í gegnum skatta- breytingar og leiguvernd. Að stjórn- völd fari nú að huga að því að taka hagsmuni alþýðunnar og íslenskra heimila fram yfir hagsmuni fjár- málakerfisins.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagðist ekki ætla að tjá sig um stöðuna fyrr en eftir samningafundinn á morgun. sighvatur@frettabladid.is Stjórnvöld hafi ríkan vilja til að koma að lausn viðræðna Samtök atvinnulífsins lögðu í gær fram samningstilboð sem VR, Efling, VLFA og VLFG munu svara á morgun en trúnaður ríkir um innihald þess. Forsætisráðherra segir ríkan vilja hjá stjórnvöldum til að koma að lausn deilunnar. Þótt þessi ferli séu aðskilin þurfi þau á einhverjum tímapunkti að mætast. Samningstilboð SA var lagt fram á fundinum í gær en trúnaður ríkir um innihald þess. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR H E ILB RIG Ð I S M ÁL Sjúk ling ur á sjúkrahúsinu Vogi var f luttur í sjúkrabíl á slysadeild um helgina með brunasár en grunur leikur á að hann hafi kveikt í sér. Litlar upp- lýsingar fást um líðan mannsins en forstjórinn á Vogi kveðst ekki hafa þær upplýsingar. „Þetta er harmleikur fyrir ein- staklinginn,“ segir  Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahúss- ins Vogs. Hún vildi lítið tjá sig um atvikið og taldi það ekki fréttnæmt. Það hafi verið eins og hvert annað slys. „Þetta er bara atvik sem verður. Get ekki tjáð mig um það frekar en önnur mál,“ segir Valgerður. Aðspurð um líðan mannsins vísar hún á sjúkrahúsið, hún hafi ekki þær upplýsingar. Og ef grunur sé um eitthvað til að rannsaka þá sé það lögreglunnar. Landspítali hefur þá reglu að svara ekki spurningum um einstaka sjúklinga. Margeir Sveins- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kvaðst ekki kannast við að málið hefði komið inn á borð þar. Sjálfsskaði er sjaldgæfur á Vogi. Fram kom í svari heilbrigðisráð- herra við fyrirspurn á síðasta þingi að tveir einstaklingar hafi fyrirfarið sér á þeim 40 árum sem sjúkrahúsið hefur verið starfrækt. – smj Harmleikur þegar sjúklingur á Vogi kveikti í sér Sjúkrahúsið Vogur við Stórhöfða í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR STJÓRNSÝSLA Bæjarstjórn Kópa- vogs samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að lækka laun bæjarfull- trúa sinna um fimmtán prósent. Tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs, þess efnis má rekja til umfjöllunar Frétta- blaðsins í fyrra um hvernig laun hans höfðu hækkað um 612 þúsund krónur milli ára. Þó það hafi aðeins verið há laun bæjarstjórans og mikil hækkun þeirra milli ára sem vakti hörð við- brögð og gagnrýni þá lagði bæjar- stjórinn ekki aðeins  til að laun hans heldur allra bæjarfulltrúa að auki  yrðu lækkuð um 15 pró- sent í upphafi kjörtímabils. Laun Ármanns Kr. lækkuðu þegar þann 12. júní síðastliðinn, úr 2,5 millj- ónum í 2,1 milljón króna á mánuði. Er hann eftir sem áður einn hæst- launaði kjörni fulltrúi landsins og þótt víðar væri leitað. Læk k unin sem bæjarstjór n samþykkti einróma á fundi sínum þýðir að föst  laun fulltrúanna lækka um 53 þúsund krónur á mánuði, fara úr 353.958 krónum í 300.864 krónur. Laun fyrir setu í öðrum nefndum og ráðum haldast óbreytt. – smj Lækka laun bæjarfulltrúa Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 1 -B 1 6 8 2 2 5 1 -B 0 2 C 2 2 5 1 -A E F 0 2 2 5 1 -A D B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.