Fréttablaðið - 14.02.2019, Síða 20

Fréttablaðið - 14.02.2019, Síða 20
Karólína varð félagi í Hinu konunglega félagi breskra vatnslitamálara, The Royal Watercolor Society, árið 1992. Amtmannshúsið á Arnarstapa er til sölu. Það er söguleg húseign sem upprunalega var byggð á árunum 1774-1787 fyrir dönsku konungsverslunina. Mögnuð staðsetning á 5.900 fermetra lóð með óhindruðu útsýni að ströndinni. Fjögur svefnherbergi og tvær stofur auk vinnustofu með snyrtingu og svefnlofti, hjallur, skemma og bátaskýli. Amtmannshúsið var upphaf lega byggt á Arnarstapa, en var rifið og endurreist í Vogi á Mýrum árið 1849 þar sem það stóð til ársins 1983 þegar það var það tekið niður til viðgerðar. Húsið var reist aftur á Arnarstapa á árunum 1985-1986. Stapahúsið, eins og það er stundum kallað, er timburhús á tveimur hæðum á hlöðnum undirstöðum. Fasteign vikunnar úr Fasteignablaði Fréttablaðsins Karó lína Lárus dóttir mynd­ listar kona lést 74 ára að aldri á hjúkrunar heimilinu Sól túni fyrir viku. Hún bjó og starfaði í Bret­ landi um ára bil og var mynd list hennar mótuð af megin straumum breskrar mynd listar hefðar en mynd heimur hennar var ís lenskur. Mynd efni sitt sótti hún ekki síst í æsku minningar sínar meðal annars af mann lífinu á Hótel Borg á árum áður og sömu leiðis af far­ þegum og starfs fólki um borð í MS Gull fossi. Karólína nam mynd list á Eng landi, í Sir John Cass Colle ge á árunum 1964 til 1965. Að því loknu nam hún við Ru skin School of Fine Art í Ox ford og út skrifaðist árið 1967. Karólína Lárus dóttir er látin Bankaráð Landsbankans, sem er í ríkiseigu, hækkaði mánaðar­ laun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, um 17 prósent í fyrra eða sem nemur 550 þúsund krónum í 3.800.000 krónur þann 1. apríl 2018. Hækkunin kom innan við ári frá annarri launa­ hækkun bankastjórans upp á tæpar 1,2 milljónir á mánuði hinn 1. júlí 2017. Þá hafði ákvörðunar­ vald launa bankastjórans verið fært frá kjararáði til bankaráðs Landsbankans. Bjarni Benediktsson, fjármála­ og efnahagsráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segja að hækkunin hafi verið takt­ laus. Halldór Benjamín Þorbergs­ son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðunina óverjandi. Ásmundur Einar Daðason, félags­ og barnamálaráðherra, sagði á Facebook­síðu sinni „þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkis­ fyrirtækja“ vera „óþolandi“. „Ríkisbankinn fremstur í f lokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjara­ samninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með laga­ breytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“ Hækka laun bankastjóra verulega TILVERAN Vikan Í vikunni bar hæst veruleg launahækkun bankastjóra Lands- bankans, Persónuvernd skar úr um að Reykja- víkurborg hefði brotið lög í aðdraganda kosn- inga, varaþingmaður Pírata sagði af sér eftir hótanir og Karólína Lárusdóttir er látin. Persónuvernd segir að fram­ kvæmd á verkefni Reykja­ víkurborgar til að auka þátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið í samræmi við lög. Smáskilaboð voru send út á kjördag. Persónuvernd telur að skilaboðin hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun. „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir bentum við á að þetta gæti auðvitað varðað kosninga­ löggjöfina að einhverju leyti. Þar er eitt meginsjónarmiðið að þær eigi að vera frjálsar og án afskipta hins opinbera,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú þurfi borgin að fara yfir þessa niðurstöðu með sínum sam­ starfsaðilum. Borgin braut lög Snæbjörn Brynjarsson sagði af sér sem varaþingmaður Pírata eftir að Fréttablaðið greindi frá því fyrsta miðla að hann hefði ausið svívirð­ ingum yfir Ernu Ýri Öldudóttur, blaðamann á Viljanum og fyrr­ verandi formann framkvæmda­ ráðs Pírata, á Kaffibarnum. Hún sagði Snæbjörn hafa lýst því yfir að hann hataði hana og vildi berja hana. „Þetta var mjög óþægilegt og ógnandi,“ sagði Erna Ýr og sagðist hafa staðið á spjalli við tvo menn á reykingasvæði Kaffibarsins. Þetta upphlaup hafi komið henni verulega á óvart enda þekki hún Snæbjörn ekki persónulega og hafi aldrei talað við hann fyrr. Í kjölfar fréttarinnar birti Erna Ýr endursögn af atburðum. Pírata­ þingmaðurinn Björn Leví Gunn­ arsson spurði þá hvort rétt væri haft eftir varaþingmanninum því hann hefði staðið Ernu Ýri að því að hafa rangt eftir honum innan gæsalappa. Blaðamanninum þótti það ósæmilegt af þingmanninum og undraðist að hann efaðist um frásagnir þeirra sem verða fyrir ruddaskap og of beldi. „Sú hegðun sem ég sýndi um rætt kvöld er ekki sæmandi kjörnum full trúa. Ég mun axla fulla á byrgð á gjörðum mínum og bið alla hlutað eig andi af sökunar. Vona að sem minnstur skaði hafi hlotist af.“ (Úr yfirlýsingu Snæbjörns.)   Snæbjörn segir af sér eftir hótanir 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 1 -B B 4 8 2 2 5 1 -B A 0 C 2 2 5 1 -B 8 D 0 2 2 5 1 -B 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.