Fréttablaðið - 14.02.2019, Page 27

Fréttablaðið - 14.02.2019, Page 27
KYNNINGARBLAÐ Framhald á síðu 2 ➛ Tíska F IM M TU D A G U R 1 4. F EB RÚ A R 20 19 París var alltaf efst á óskalist­anum hjá fatahönnuðinum Bergi Guðnasyni þegar hann hóf að sækja um starfsnám eftir útskrift úr fatahönnun frá Lista­ háskólanum vorið 2017. Hann hefur dvalið þar undanfarið ár ásamt unnustu sinni, Margréti Rajani Davíðsdóttur, og starfað hjá tískuhúsinu Haider Acker­ mann og síðar hjá Acne Studios þar sem hann starfar í dag. Álagið er oft mikið en vinnan er um leið skemmtileg og lærdómsrík auk þess sem skötuhjúin njóta þessa að búa í heimsborginni París sem iðar af lífi allan sólarhringinn. „Ég heimsótti París fyrst fyrir um níu árum og varð strax heillaður af borginni, t.d. sögunni, arki­ tektúrnum og menningunni. París er tískuborg heimsins og mörg af þekktustu tískuhúsunum eru hér. Eftir útskrift eyddi ég því allri minni orku í að komast í samband við þessi tískuhús og hönnuðina sem vinna þar. Tískuhúsin auglýsa sjaldan störf svo það eina sem virkar er að hafa beint samband við hönnuðina í hönnunarteym­ unum eða senda á ráðningar­ teymin. Það er ansi erfitt að fá svar til baka þegar maður er frá litla Íslandi en það hafðist þó að lokum. Gamli kennarinn minn úr Listahá­ skólanum, Linda Björg Árnadóttir, var einnig mjög hjálpsöm. Hún bjó lengi í París og aðstoðaði mig við að komast í samband við aðila í bransanum sem ég er mjög þakk­ látur fyrir.“ Ótrúleg upplifun Fyrstu mánuðina í París starfaði Bergur hjá Haider Ackermann sem er einn af hans uppáhaldshönnuð­ um. „Það var því ótrúleg upplifun að vera í kringum hann daglega og vinna með honum. Hann hefur m.a. þá reglu að láta hönnunar­ teymið borða alltaf hádegismat saman. Þeim stundum mun ég seint gleyma, þar sem Haider fór alltaf á kostum í frásögnum sínum af frægum Hollywood vinum sínum, t.d. Kardashian fjölskyld­ unni og Önnu Wintour. Annars fóru fyrstu 2­3 mánuðirnir í að Tveir ólíkir heimar Undanfarið ár hefur Bergur Guðnason fatahönnuður starfað í París við ýmis spennandi og skemmtileg verkefni. Árið er búið að vera afar lærdómsríkt þar sem hann tók m.a. þátt í Paris Fashion Week í september á síðasta ári. „París er tískuborg heimsins og mörg af þekktustu tískuhúsunum eru hér,“ segir Bergur Guðnason fatahönnuður sem býr og starfar í París. A capella sönghóparnir Lyrika og Barbari stilla saman strengi sína á Valentínusardag. Tíska ➛4 LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Líð á frettabladid.is allar um fólk, tísku, menningu, heilsu og margt eira. 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 1 -C F 0 8 2 2 5 1 -C D C C 2 2 5 1 -C C 9 0 2 2 5 1 -C B 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.