Fréttablaðið - 14.02.2019, Side 46
Breiðablik - Stjarnan 82-103
Breiðablik: Sanja Orazovic 27, Ivory
Crawford 16/9 fráköst, Ragnheiður Björk
Einarsdóttir 13, Sóllilja Bjarnadóttir 9, Björk
Gunnarsdóttir 4, Hafrún Erna Haraldsdóttir
4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4, Maria Pala-
cios 2, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2, Birgit
Ósk Snorradóttir 1.
Stjarnan: Danielle Rodriguez 33/12 frá-
köst/9 stoðs., Bríet Sif Hinriksdóttir 21,
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/10 fráköst,
Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14, Ragnheiður
Benónísdóttir 7/12 fráköst/7 stoðs., Auður
Íris Ólafsdóttir 5, Veronika Dzhikova 5,
Sólrún Sæmundsdóttir 2.
Valur - Snæfell 83-72
Valur: Helena Sverrisdóttir 33/12 fráköst/7
stoðs., Heather Butler 27, Guðbjörg Sverris-
dóttir 7, Hallveig Jónsdóttir 7, Ásta Júlía
Grímsdóttir 4, Simona Podesvova 3/14 frá-
köst/6 stoðs., Dagbjört Dögg Karlsdóttir 2.
Snæfell: Kristen McCarthy 24/9 fráköst/7
stoðs./10 stolnir, Gunnhildur Gunnars-
dóttir 15, Berglind Gunnarsdóttir 11,
Katarina Matijevic 8, Angelika Kowalska 8,
Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Rebekka Rán
Karlsdóttir 3.
Stjarnan og Valur mætast í úrslitaleik Geysi-
sbikars kvenna á laugardaginn klukkan
13:30.
Nýjast
Geysisbikar kvenna
HK - KA/Þór 28-29
Markahæstar: Díana Kristín Sigmarsdóttir
9/3, Sigríður Hauksdóttir 6/1 - Martha Her-
mannsdóttir 8/3, Sólveig Lára Kristjáns-
dóttir 7, Aldís Ásta Heimisdóttir 5.
Efri
Valur 26
Fram 25
Haukar 21
ÍBV 17
Neðri
KA/Þór 17
Stjarnan 11
HK 7
Selfoss 4
Olís-deild kvenna
Meistaradeild Evrópu
16-liða úrslit
Tottenham - Dortmund 3-0
1-0 Son Heung-Min (47.), 2-0 Jan Verton-
ghen (83.), 3-0 Fernando Llorente (86.).
Ajax - Real Madrid 1-2
0-1 Karim Benzema (60.), 1-1 Hakim Ziyech
(75.), 1-2 Marco Asensio (87.).
Birna Berg til
Þýskalands
HANDBOLTI Birna Berg Haralds-
dóttir er gengin í raðir þýska úrvals-
deildarliðsins Neckar sul mer frá
Århus United í Danmörku. Birna
Berg skrifaði undir eins og hálfs árs
samning við Neckar sul mer sem er
í 11. sæti þýsku deildarinnar af 14
liðum. Næsti leikur liðsins er gegn
Metzingen á laugardaginn.
Birna Berg, sem er 25 ára, hefur
leikið sem atvinnumaður erlendis
síðan 2013. Hún lék með Sävehof í
Svíþjóð til 2015 þegar hún gekk í
raðir Glassverket í Noregi. Birna
færði sig svo yfir til Århus 2017.
Skyttan skotfasta byrjaði að spila
með Århus eftir áramótin en hún
hafði þá verið frá keppni síðan í
mars vegna hnémeiðsla. – iþs
Komnar í bikarúrslit í fyrsta sinn
Danielle Rodriguez átti frábæran leik þegar Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaleik Geysisbikars kvenna með sigri á Breiðabliki, 82-103, í gær. Rodrigu-
ez skoraði 33 stig, tók tólf fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan kemst í bikarúrslit í kvennaf lokki. Þar mætir liðið Val
sem sigraði Snæfell, 83-72, í hinum undanúrslitaleiknum. Valskonur hafa aldrei áður orðið bikarmeistarar kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Birna Berg á æfingu með íslenska
landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
KÖRFUBOLTI KR og Njarðvík eru
sigur sælustu félögin í bikarkeppn-
inni, en KR-ingar hafa lyft bikarnum
12 sinnum, síðast árið 2017, og Njarð-
vík átta sinnum, síðast árið 2005.
Stjarnan hefur hins vegar átt góðu
gengi að fagna í keppninni undan-
farinn áratug, en liðið hefur orðið
bikarmeistari þrisvar sinnum á síð-
ustu tíu árum. Fyrst árið 2009, síðan
árið 2012 og loks árið 2015. ÍR státar
svo af tveimur bikarmeistaratitlum
(2001 og 2007).
Stjarnan mætir til leiks með gott
gengi liðsins eftir síðustu þrjá mán-
uði tæpa í farteskinu. Síðan liðið
tapaði fyrir Njarðvík um miðjan
nóvember á síðasta ári hefur það
farið með sigur af hólmi í tíu leikjum
í röð. Arnar Guðjónsson, þjálfari
Stjörnunnar, ítrekaði það hins
vegar í samtali við Fréttablaðið að
tölfræði, saga og fyrri afrek myndu
ekki hjálpa liðinu á nokkurn hátt í
leiknum gegn ÍR í dag.
„Stjörnunni hefur vissulega geng-
ið vel í bikarkeppni undanfarin ár
og það hefur verið flottur bragur á
okkar undanfarið. Það gefur okkur
hins vegar ekkert forskot þegar út í
þennan leik er komið. Við þurfum
að eiga góðan dag til þess að fara í
úrslitaleikinn sem er að sjálfsögðu
stefnan. Við breytum engu í okkar
rútínu frá hefðbundnum deildarleik
sem er í mjög föstum skorðum. Það
þarf andlegan og líkamlegan styrk
til þess að vinna svona leik og ég tel
okkur hafa það í okkar vopnabúri,“
segir Arnar.
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sem
hefur háð nokkrar rimmur við
Arnar og Stjörnumenn á leiktíðinni
hefur hins vegar verið að glíma við
það að þó nokkur meiðsli hafa verið
í leikmannhópi liðsins í vetur. Af
þeim sökum hefur ekki náðst mikill
stöðugleiki í spilamennsku liðsins.
„Leikmenn sem hafa verið
meiddir í vetur eru að skríða saman
og leikurinn við Val á dögunum er
sá fyrsti þar sem við erum með alla
þá leikmenn sem við viljum stilla
upp heilum á sama tíma. Við erum
með sterkt lið sem er til alls líklegt
ef allir leikmenn hitta á góðan leik.
Það verður að gerast ef við ætlum að
leggja sterkt lið Stjörnunnar að velli,“
sagði Borche.
Njarðvík og KR hafa marga hild-
ina háð í gegnum tíðina og það eru
margar fallegar sögur og tengingar
á milli liðanna. Leikmenn liðanna,
sem eru margir hverjir afar reynslu-
miklir, hafa mætt hvorir öðrum
margoft á körfuboltavellinum og
það verður líklega fátt sem mun
koma á óvart í leik liðanna í kvöld.
„Leikmenn og þjálfarar þessara
liða þekkjast mjög vel og til dæmis
hafa Logi Gunnarsson og Jón Arnór
Stefánsson bæði mæst og leikið
saman í landsliðinu í fjölda mörg
ár. Jeb Ivey var leikmaðu Inga Þórs
Steinþórssonar [þjálfara KR] þegar
Snæfell varð Íslandsmeistari og
fleira og fleira. Við erum með mjög
sterkt lið á pappírnum og frammi-
staða liðsins hefur verið mjög góð
heilt yfir í vetur. Mér finnst þetta lið
jafn sterkt og mögulega sterkara en
það sem var sigursælt undir minni
stjórn síðast þegar liðið vann titla.
Við þurfum hins vegar að standa
okkur á ögurstundu til þess að geta
borið okkur saman við það lið,“ segir
Einar Árni Jóhannesson, þjálfari
Njarðvíkur.
Góðvinur hans Ingi Þór, sem er
við stjórnvölinn hjá KR, hefur í þó
nokkur skipti farið með lið í Laugar-
dalshöllina í undanúrslit og úrslit í
bikarkeppni. Hann segir þetta alltaf
jafn skemmtilegt og hlakkar til .
„Við erum staðráðnir í að fara
alla leið og vinna bikarinn, en til
þess þurfum við að byrja á að vinna
sterkt lið Njarðvíkur. Þeir fóru illa
með okkur í deildarleik á dögunum
og ég er búinn að liggja yfir þeim
leik til þess að átta mig á því hvað fór
úrskeiðis. Við munum breyta nálgun
okkar í kvöld frá þeim leik, en það
kemur svo í ljós hvort sú áherslu-
breyting dugar til sigurs,“ segir Ingi
Þór um kvöldið.
hjorvaro@frettabladid.is
Sigursælustu liðin mætast
Bikarvikan í körfubolta heldur áfram í kvöld en þá ræðst hvaða lið leika til úrslita í karlaflokki. Þar
mætast fyrst Stjarnan og ÍR síðdegis og svo Njarðvík og KR, sigursælustu lið keppninnar, um kvöldið.
Fulltrúar liðanna fjögurra í undanúrslitum Geysisbikars karla. Frá vinstri:
Tómas Þórður Hilmarsson (Stjörnunni), Kristófer Acox (KR), Jeb Ivey
(Njarðvík) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (ÍR). MYND/KKÍ
KR og Njarðvík hafa
samtals 20 sinnum orðið
bikarmeistarar.
1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
1
4
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
5
1
-B
6
5
8
2
2
5
1
-B
5
1
C
2
2
5
1
-B
3
E
0
2
2
5
1
-B
2
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K