Fréttablaðið - 14.02.2019, Page 52

Fréttablaðið - 14.02.2019, Page 52
BÍLAR Það er ekki að spyrja að atorku-semi  M-spor tbíladeilda r BMW. Þar á bæ streyma hestaflabúntin í röðum og nýjustu afurðir hennar eru þessir BMW X4 M og BMW X3 M 503 hestaf la orkuboltar af árgerð 2020. Bílarnir tveir verða með 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum þar sem kreist verða út f leiri hestöf l en almennt finnast í jepplingum. Allt þetta afl gerir þá aflmestu jepplinga sem fá má nú um stundir. Bílarnir verða einnig í boði í 473 hestafla útgáfum sem eru 4,2 sek- úndur í hundraðið en aflmeiri gerð- in fer sprettinn á 4,1 sekúndu. Báðir eru bílarnir fjórhjóladrifnir og með sömu 8 gíra sjálfskiptingu og finna má í BMW M5 sportbílnum. Það ríkir því enn mikið hestaflastríð á BMW X4 M og BMW X3 M af árgerð 2020 verða 503 hestafla villidýr Rivian hefur fram- leitt fyrsta raf- magnspallbíl heims sem er 800 hestöfl, með 650 km drægi og er aðeins 3 sek- úndur í hundraðið. General Motors og Amazon eru í við-ræðum við Rivian Automot ive L LC um kaup á hlut í þessum bandaríska rafmagnsbílaframleiðanda. Þessi kaup eru ekki hugsuð til að ná yfir- ráðum í Rivian, heldur væri um að ræða minnihlutaskerf í fyrirtækinu. Rivian, sem er með höfuðstöðvar í Plymouth í Michigan-ríki, er fyrsti rafmagnsbílaframleiðandi heims sem smíðað hefur rafmagnspallbíl og það ekki af af lminni gerðinni, heldur er Rivian R1T 800 hestaf la rafmagnspallbíll sem er 3 sekúndur í 100 km hraða. Risastórar rafhlöður Rivian-pallbíllinn er með risastór ar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar raf hlöður í rafmagnsbíl sem ekki telst stór f lutningabíll. Rivian-pallbíllinn er byggður að stórum hluta úr áli og er með lægsta þyngdarpunkt sem nokkur pallbíll státar af og hann er með 52/48 þyngdardreifingu á öxla bílsins og því ekki ósvipaður sport- bílum hvað það varðar. Bíllinn er sannkallaður lúxusbíll og innrétt- ing hans með því f lottasta sem sést hefur. Er með 650 km drægi Rivian R1T er að auki með 650 km drægi vegna þeirra stóru rafhlaða sem í bílnum er. Rivian ætlar að bjóða þrjár stærðir af raf hlöðum í bílnum, þ.e. einnig 130 kWh  og 100 kWh rafhlöður. Dýrasta útgáfa bílsins með stærstu raf hlöðurnar verður á um 90.000 dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, en útgáfan með minnstu rafhlöðurnar mun kosta um 70.000 dollara, eða 8,4 milljónir króna. Ef samninga- viðræður GM og Amazon við Rivian ganga vel má búast við að tilkynnt verði um kaupin í þessum mánuði. Ef af kaupunum verður telja grein- endur að virði Rivian Automotive LLC verði komið yfir einn milljarð Bandaríkjadala, eða yfir 120 millj- arða króna. GM og Amazon að kaupa hlut í Rivian Á verðlaunahátíð iF Design Award 2019 hlaut Hyundai Motor nýlega tvenn hönn- unarverðlaun, annars vegar fyrir nýja sjö sæta jepplinginn Palisade, sem ætlaður er mörkuðum Norður- Ameríku, og hins vegar fyrir hug- mynd sína um sportbílinn Le Fil Rouge. Voldugur Palisade Palisade er byggður á nýjum undir- vagni og fyrir allt að átta farþega. Hann er búinn öllum fremsta þæg- inda- og öryggisbúnaði Hyundai, m.a. hinu háþróaða HTRAC fjór- hjóladrifi, 3,8 lítra sex strokka og tæplega 300 hestafla bensínvél við átta gíra sjálfskiptingu. Palisade var frumsýndur í fyrra á bílasýn- ingunni í Los Angeles. Le Fil Rouge Hyundai Le Fil Rouge var frum- sýndur á bílasýningunni í Genf í fyrra og endurspeglar framúr- s k a r a n d i s p o r t l e g a hönnun sem vísar til hugmyndar Hy u nd a i f r á 1974 þegar fyr- irtækið kynnti Hyundai Coupé Concept sem Ítal- inn Giorgetto Giugiaro hannaði. Hönnun Le Fil Rouge ber ákveðið yfirbragð hugmyndar Giugiaro í útliti enda þótt öll helstu og veiga- mestu atriðin hafi verið uppfærð í samræmi við nútímakröfur. Heiður fyrir Hyundai Verðlaunin að þessu sinni marka fimmta árið í röð sem Hyundai Motor vinnur til fyrstu verðlauna í f lokki bílgreina hjá iF Design. Verðlaunin eru mikill heiður fyrir hönnuði Hyundai og fyrir fyrir- tækið sjálft sem hefur það m.a. að markmiði að gefa neytendum færi á bílum í háum gæðaflokki á mjög viðráðanlegu verði. Tvenn verðlaun iF Design Award til Hyundai Sala Volvo-bíla í Bretlandi jókst um heil 80% í Bretlandi í janúar. Á meðan þurftu þýsku lúxusbílasmiðirnir Audi og Porsche að horfa uppá 27% og 42% sölu- minnkun. Erfiðleikar heimamerkj- anna Jaguar og Land Rover voru þó á undanhaldi í janúar en sala Jaguar bíla minnkaði um 2,4% og Land Rover um 1%. Í heildina minnk- aði sala bíla í Bretlandi um 1,6% í janúar og markaði mánuðurinn þann fimmta í röð þar sem salan er minni en í sama mánuði árið áður. Í heildina voru 161.000 nýir bílar skráðir í Bretlandi í janúar. Frá dísilbílum til umhverfisvænni Svo virðist sem bílkaupendur í Bret- landi séu að færa sig úr dísilknúnum bílum í umhverfisvænni bíla og það á vafalaust sinn þátt í velgengni Volvo-bíla nú um stundir en að auki var Volvo að kynna XC40 bíl sinn í Bretlandi í janúar og selst hann þar gríðarvel. Sala dísilbíla minnkaði í mánuðinum um 20,1% á meðan sala bensínbíla jókst um 7,3%. Sala umhverfisvænna bíla, þ.e. tengilt- vinnbíla, rafmagnsbíla og Hybrid- bíla, jókst hins vegar um 26,3% á milli ára. Volvo gekk frábærlega í Bretlandi í janúar Rivian-pallbíllinn er með risastórar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar rafhlöður í rafmagnsbíl. Bílarnir eru fjórhjóladrifnir og með sömu 8 gíra sjálfskiptingu eins og BMW M5. milli M-deildar BMW, AMG-deildar Mercedes-Benz og S og RS-bíla Audi. Hér er þó BMW að slá rækilega við sínum helstu keppinautum hvað afl varðar. Hyundai Palisade jeppinn að neðan og Le Fil Rouge tilraunabíllinn að ofan, en báðir voru þeir verð- launaðir fyrir hönnun. Volvo XC40 jepplingurinn var kynntur í Bretlandi í janúar og seldist vel. RIVIAN-PALLBÍLLINN ER MEÐ RISASTÓRAR 180 KWH RAFHLÖÐUR OG ERU EKKI DÆMI UM SVO STÓRAR RAF- HLÖÐUR Í RAFMAGNSBÍL SEM EKKI TELST STÓR FLUTNINGABÍLL. BÍLARNIR VERÐA EINNIG Í BOÐI Í 473 HESTAFLA ÚTGÁFUM SEM ERU 4,2 SEKÚNDUR Í HUNDRAÐIÐ. Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 1 -B 1 6 8 2 2 5 1 -B 0 2 C 2 2 5 1 -A E F 0 2 2 5 1 -A D B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.