Fréttablaðið - 31.01.2019, Side 6

Fréttablaðið - 31.01.2019, Side 6
STJÓRNSÝSLA Í umræðu um hvert tímakaup fulltrúa starfskjara­ nefndar Orkuveitu Reykjavíkur ætti að vera var miðað við útselt tíma­ kaup eiganda lögfræðistofu. Þetta segir stjórnarmaðurinn sem lagði fram breytingartillögu á fundinum þar sem samþykkt var að tímakaup nefndarmanna skuli vera 25 þúsund krónur. Fréttablaðið greindi frá því í gær að stjórn OR samþykkti í síðasta mánuði að laun starfskjaranefndar fyrirtækisins verði 25 þúsund fyrir hvern unninn klukkutíma. Formað­ ur þessarar þriggja manna nefndar fær 27.500 krónur. Það var starfs­ kjaranefndin sjálf sem lagði fram til­ löguna að tímakaupinu á fundinum. Geir Guðjónsson, fulltrúi Sam­ fylkingarinnar á Akranesi og vara­ maður í stjórn OR, var sá eini sem gerði athugasemd við þessi kjör og lagði fram breytingartillögu á fund­ inum um að lækka launin í 10 þús­ und krónur á tímann. Sú tillaga var felld. Geir segir það ekki hafa komið sér á óvart. „Miðað við umræðuna að við­ miðið væri útselt tímakaup eiganda lögfræðistofu. Þetta er frekar skrítið. Þetta er opinbert fyrirtæki í eigu almennings og það á að reka það eins hagkvæmt og hægt er. Starf starfs­ kjaranefndar á að vera hluti af starfi stjórnar OR enda er það stjórn OR sem á endanum ber ábyrgð á þessu. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem telja þessa nefnd óþarfa, afþakki greiðslur fyrir hana,“ segir Geir. Aðspurður um breytingartillög­ una upp á 10 þúsund krónur telur hann það yfirdrifið nóg tímakaup enda þurfi nefndarmenn ekki að leggja fram neina starfsaðstöðu eða tæki eða tól. – smj Laun miðuð við eiganda lögfræðistofu Starfskjaranefnd OR hefur það verkefni að endurskoða laun forstjóra og innri endurskoðanda fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK STJÓRNSÝSLA Gert er ráð fyrir að 544,6 milljónum króna verði varið í listskreytingar nýbygginga Land­ spítalans á Hringbraut á næstu árum. Lögum samkvæmt ber að verja sem nemur að minnsta kosti einu prósenti af heildarbyggingar­ kostnaði opinberra nýbygginga til listaverka í og við þær. Í kostnaðar­ áætlun Nýja Landspítalans er gert ráð fyrir að verja þessu lágmarki til listfegrunar. Þetta ákvæði myndlistarlaga komst í umræðuna á ný á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá til­ færslu á nektarlistaverkum Seðla­ banka Íslands. RÚV greindi þá frá því að Listskreytingasjóður ríkisins væri tómur og hefði ekki getað sinnt lögbundnu hlutverki sínu í nærri áratug vegna niðurskurðar. Gunnar Svavarsson, fram­ kvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að upphæðin miðist við listskreytingar vegna meðferðar­ kjarna, rannsóknarhúss, bílastæða­, skrifstofu­ og tæknihúss sem séu á tímalínu 2019 til 2025. Upphæðin er töluverð enda er um að ræða eina stærstu og dýrustu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar, upp á áætlaða 54,4 milljarða króna. En það er ekki endilega svo að veggir verði fylltir frá lofti til gólfs af mál­ verkum eða hvert einasta skúma­ skot af skúlptúrum. Í framkvæmdinni við Sjúkrahót­ elið við Hringbraut var þetta ákvæði laga uppfyllt þannig að steinklæðn­ ing hússins telst listskreyting þess. Verkið, sem kallast Berg, er unnið af Finnboga Péturssyni myndlistar­ manni samkvæmt leiðbeiningum frá Listskreytingasjóði. Ekki fæst uppgefið hver kostnaðurinn við klæðninguna er en afhending húss­ ins hefur dregist verulega, meðal annars vegna klæðningarinnar. Þá hafa deilur við verktaka, sem eru nú fyrir gerðardómi, sett strik í reikn­ inginn. Gunnar segir að sjúkrahót­ elið verði afhent stjórnvöldum í dag og þá muni kostnaðurinn sem fyrir liggur verða upplýstur. Þrátt fyrir að leitað verði faglegrar ráðgjafar hjá stjórn Listskreytinga­ sjóðs, sem tilnefnir fulltrúa til að sinna samráði og ráðgjöf, er end­ anleg ákvörðun um val listaverka í höndum verkkaupa að fenginni faglegri ráðgjöf. „Kostnaður við ráðgjöf og val á listaverki skal rúmast innan þeirra fjárveitinga sem áætlaðar voru til verksins á fjárlögum. Í hönn­ unarsamningi meðferðarkjarna er gert ráð fyrir að halda m.a. sam­ keppni meðal listamanna um list­ skreytingar í samvinnu við List­ skreytingasjóð,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf.  við fyrirspurn Fréttablaðsins. mikael@frettabladid.is Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum  Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði ný- bygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. Klæðning sjúkrahótelsins telst listaverk. Talsvert fé þarf í listfegrun á spítalanum líka. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Með listaverkum er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggskreytingar innan húss og utan, höggmyndir, mál- verk, myndvefnað og aðra listræna fegrun. Þá getur listaverk verið eiginlegur byggingarhluti, að hluta eða í heild, og órjúfanlegur hluti af byggingu eða umhverfi hennar. Fleiri bílar á notadir.benni.is HYUNDAI IX35 GLS Raðnúmer 103626 Nýskráður: 2012 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 145.000 km. Verð: 1.890.000 Tilboð: 390.000 kr. HYUNDAI SANTA FE Raðnúmer 740118 Nýskráður: 2005 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 188.000 km. Verð: 490.000 Tilboð: 390.000 kr. HONDA CR-V Raðnúmer 740210 Nýskráður: 2004 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 189.000 km. Verð: 490.000 Tilboð: 1.490.000 kr. Tilboð: 1.990.000 kr. SSANGYONG KORANDO Raðnúmer 445289 Nýskráður: 2016 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 141.000 km. Verð: 2.490.000 CHEVROLET TRAX Raðnúmer 720007 Nýskráður: 2014 / Dísel Beinskiptur / Ekinn: 128.000 km. Verð: 1.890.000 Tilboð: 1.490.000 kr. SSANGYONG TIVOLI HLX Raðnúmer 444819 Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 3.000 km. Verð: 3.590.000 Tilboð: 3.290.000 kr. HONDA CR-V Raðnúmer 740196 Nýskráður: 2016 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 40.000 km. Verð: 4.190.000 Tilboð: 3.890.000 kr. SSANGYONG REXTON Raðnúmer 445341 Nýskráður: 2014 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 142.000 km. Verð: 2.850.000 Tilboð: 2.550.000 kr. * Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl. Reykjavík Krókháls 9 | Sími: 590 2035 NOTAÐIR BÍLAR Skoðaðu úrvalið á notadir.benni.is Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 10-18 Laugardaga 12-16 TI LB OÐ 4X 4 TI LB OÐ 4X 4 TI LB OÐ 4X 4 TI LB OÐ 4X 4 TI LB OÐ 4X 4 TI LB OÐ 4X 4 TI LB OÐ 4X 4 TI LB OÐ 4X 4 TOYOT LANDCRUISER 150 Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 58.000 km. Verð: 6.390.000 kr. Meiri snjó, takk! 4x4 jeppar í úrvali! Raðnúmer 445384 4X 4 3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -8 9 5 C 2 2 3 1 -8 8 2 0 2 2 3 1 -8 6 E 4 2 2 3 1 -8 5 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.