Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 6
STJÓRNSÝSLA Í umræðu um hvert
tímakaup fulltrúa starfskjara
nefndar Orkuveitu Reykjavíkur ætti
að vera var miðað við útselt tíma
kaup eiganda lögfræðistofu. Þetta
segir stjórnarmaðurinn sem lagði
fram breytingartillögu á fundinum
þar sem samþykkt var að tímakaup
nefndarmanna skuli vera 25 þúsund
krónur.
Fréttablaðið greindi frá því í gær
að stjórn OR samþykkti í síðasta
mánuði að laun starfskjaranefndar
fyrirtækisins verði 25 þúsund fyrir
hvern unninn klukkutíma. Formað
ur þessarar þriggja manna nefndar
fær 27.500 krónur. Það var starfs
kjaranefndin sjálf sem lagði fram til
löguna að tímakaupinu á fundinum.
Geir Guðjónsson, fulltrúi Sam
fylkingarinnar á Akranesi og vara
maður í stjórn OR, var sá eini sem
gerði athugasemd við þessi kjör og
lagði fram breytingartillögu á fund
inum um að lækka launin í 10 þús
und krónur á tímann. Sú tillaga var
felld. Geir segir það ekki hafa komið
sér á óvart.
„Miðað við umræðuna að við
miðið væri útselt tímakaup eiganda
lögfræðistofu. Þetta er frekar skrítið.
Þetta er opinbert fyrirtæki í eigu
almennings og það á að reka það eins
hagkvæmt og hægt er. Starf starfs
kjaranefndar á að vera hluti af starfi
stjórnar OR enda er það stjórn OR
sem á endanum ber ábyrgð á þessu.
Ég geri ráð fyrir því að þeir sem telja
þessa nefnd óþarfa, afþakki greiðslur
fyrir hana,“ segir Geir.
Aðspurður um breytingartillög
una upp á 10 þúsund krónur telur
hann það yfirdrifið nóg tímakaup
enda þurfi nefndarmenn ekki að
leggja fram neina starfsaðstöðu eða
tæki eða tól. – smj
Laun miðuð við eiganda lögfræðistofu
Starfskjaranefnd OR hefur það verkefni að endurskoða laun forstjóra og
innri endurskoðanda fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
STJÓRNSÝSLA Gert er ráð fyrir að
544,6 milljónum króna verði varið
í listskreytingar nýbygginga Land
spítalans á Hringbraut á næstu
árum. Lögum samkvæmt ber að
verja sem nemur að minnsta kosti
einu prósenti af heildarbyggingar
kostnaði opinberra nýbygginga til
listaverka í og við þær. Í kostnaðar
áætlun Nýja Landspítalans er gert
ráð fyrir að verja þessu lágmarki til
listfegrunar.
Þetta ákvæði myndlistarlaga
komst í umræðuna á ný á dögunum
eftir að Fréttablaðið greindi frá til
færslu á nektarlistaverkum Seðla
banka Íslands. RÚV greindi þá frá
því að Listskreytingasjóður ríkisins
væri tómur og hefði ekki getað sinnt
lögbundnu hlutverki sínu í nærri
áratug vegna niðurskurðar.
Gunnar Svavarsson, fram
kvæmdastjóri Nýs Landspítala
ohf., segir að upphæðin miðist við
listskreytingar vegna meðferðar
kjarna, rannsóknarhúss, bílastæða,
skrifstofu og tæknihúss sem séu á
tímalínu 2019 til 2025. Upphæðin
er töluverð enda er um að ræða
eina stærstu og dýrustu opinberu
framkvæmd Íslandssögunnar, upp
á áætlaða 54,4 milljarða króna. En
það er ekki endilega svo að veggir
verði fylltir frá lofti til gólfs af mál
verkum eða hvert einasta skúma
skot af skúlptúrum.
Í framkvæmdinni við Sjúkrahót
elið við Hringbraut var þetta ákvæði
laga uppfyllt þannig að steinklæðn
ing hússins telst listskreyting þess.
Verkið, sem kallast Berg, er unnið
af Finnboga Péturssyni myndlistar
manni samkvæmt leiðbeiningum
frá Listskreytingasjóði. Ekki fæst
uppgefið hver kostnaðurinn við
klæðninguna er en afhending húss
ins hefur dregist verulega, meðal
annars vegna klæðningarinnar. Þá
hafa deilur við verktaka, sem eru nú
fyrir gerðardómi, sett strik í reikn
inginn. Gunnar segir að sjúkrahót
elið verði afhent stjórnvöldum í dag
og þá muni kostnaðurinn sem fyrir
liggur verða upplýstur.
Þrátt fyrir að leitað verði faglegrar
ráðgjafar hjá stjórn Listskreytinga
sjóðs, sem tilnefnir fulltrúa til að
sinna samráði og ráðgjöf, er end
anleg ákvörðun um val listaverka
í höndum verkkaupa að fenginni
faglegri ráðgjöf.
„Kostnaður við ráðgjöf og val á
listaverki skal rúmast innan þeirra
fjárveitinga sem áætlaðar voru
til verksins á fjárlögum. Í hönn
unarsamningi meðferðarkjarna er
gert ráð fyrir að halda m.a. sam
keppni meðal listamanna um list
skreytingar í samvinnu við List
skreytingasjóð,“ segir í svari Nýja
Landspítalans ohf. við fyrirspurn
Fréttablaðsins. mikael@frettabladid.is
Verja hálfum milljarði
í list á Landspítalanum
Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á
Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði ný-
bygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk.
Klæðning sjúkrahótelsins telst listaverk. Talsvert fé þarf í listfegrun á spítalanum líka. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Með listaverkum er átt
við hvers konar fasta og
lausa listmuni, svo sem
veggskreytingar innan húss
og utan, höggmyndir, mál-
verk, myndvefnað og aðra
listræna fegrun. Þá getur
listaverk verið eiginlegur
byggingarhluti, að hluta eða í
heild, og órjúfanlegur hluti
af byggingu eða umhverfi
hennar.
Fleiri bílar á
notadir.benni.is
HYUNDAI IX35 GLS
Raðnúmer 103626
Nýskráður: 2012 / Bensín
Sjálfskiptur / Ekinn: 145.000 km.
Verð: 1.890.000
Tilboð: 390.000 kr.
HYUNDAI SANTA FE
Raðnúmer 740118
Nýskráður: 2005 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 188.000 km.
Verð: 490.000
Tilboð: 390.000 kr.
HONDA CR-V
Raðnúmer 740210
Nýskráður: 2004 / Bensín
Sjálfskiptur / Ekinn: 189.000 km.
Verð: 490.000
Tilboð: 1.490.000 kr.
Tilboð: 1.990.000 kr.
SSANGYONG KORANDO
Raðnúmer 445289
Nýskráður: 2016 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 141.000 km.
Verð: 2.490.000
CHEVROLET TRAX
Raðnúmer 720007
Nýskráður: 2014 / Dísel
Beinskiptur / Ekinn: 128.000 km.
Verð: 1.890.000
Tilboð: 1.490.000 kr.
SSANGYONG TIVOLI HLX
Raðnúmer 444819
Nýskráður: 2017 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 3.000 km.
Verð: 3.590.000
Tilboð: 3.290.000 kr.
HONDA CR-V
Raðnúmer 740196
Nýskráður: 2016 / Bensín
Sjálfskiptur / Ekinn: 40.000 km.
Verð: 4.190.000
Tilboð: 3.890.000 kr.
SSANGYONG REXTON
Raðnúmer 445341
Nýskráður: 2014 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 142.000 km.
Verð: 2.850.000
Tilboð: 2.550.000 kr.
* Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl.
Reykjavík
Krókháls 9 | Sími: 590 2035
NOTAÐIR BÍLAR
Skoðaðu úrvalið á notadir.benni.is
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opnunartímar:
Virka daga 10-18
Laugardaga 12-16
TI
LB
OÐ
4X
4
TI
LB
OÐ
4X
4
TI
LB
OÐ
4X
4
TI
LB
OÐ
4X
4
TI
LB
OÐ
4X
4
TI
LB
OÐ
4X
4
TI
LB
OÐ
4X
4
TI
LB
OÐ
4X
4
TOYOT LANDCRUISER 150
Nýskráður: 2017 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 58.000 km. Verð: 6.390.000 kr.
Meiri snjó, takk!
4x4 jeppar í úrvali!
Raðnúmer 445384
4X
4
3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
1
-8
9
5
C
2
2
3
1
-8
8
2
0
2
2
3
1
-8
6
E
4
2
2
3
1
-8
5
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K