Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 33

Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 33
Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu þjóðarinnar og hlutverk þess er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er trúað fyrir. Við leggjum áherslu á að skapa verðmæti fyrir samfélagið og fara vel með auðlindir landsins. Að mínu mati er bæði hægt að fara vel með auðlindir með því að vernda þær og nýta þær með sjálfbærum hætti. Annað þarf ekki að útiloka hitt. Þarna á milli er viðkvæmt jafnvægi og oft er þessu stillt upp sem andstæðum pólum. Ég hef hins vegar haldið því fram að fólk geti verið virkjunarsinnaðir náttúru- verndarsinnar og náttúruverndar- sinnaðir virkjunarsinnar. Annað útilokar ekki hitt,“ segir Ragna. Hræðist ekki erfið verkefni „Við höfum komist að raun um að til að ná árangri í jafnréttis- málum verðum við að horfa á fyrirtækja- menninguna, en oft er erfitt að breyta henni. Við höfum sett fram mælanleg markmið sem unnið er að og höfum átt gott samtal innan fyrirtækisins þar sem jafn- réttismálin eru í brennidepli. Þetta er mál sem er nauðsynlegt fyrir okkur að ná sem bestum árangri í til að við getum dafnað og náð árangri,“ segir Ragna. MYND/EYÞÓR Innt eftir því hvort ekki sé erfitt að stjórna í fyrirtæki sem fái á sig gagn- rýni úr ýmsum áttum, meðal annars vegna umhverfismála, svarar hún: „Mér finnst ekki gaman að fást við auðveld verkefni. Ég vil erfið verk- efni og vera þar sem hasarinn er,“ segir hún og brosir. „Sjónarmiðin eru mörg og ólík og margt sem þarf að vega og meta. Það skiptir þjóðina miklu hvernig er haldið á þessum málum og ekki síst þess vegna hvet ég fleiri konur til að koma í orku- geirann og láta sig þessi mál varða. Það vantar sárlega fleiri konur í þessa umræðu.“ Aðstæður að skapast til arðgreiðslna Þegar Ragna hóf störf hjá Lands- virkjun árið 2010 hafði hún aðeins óljósa hugmynd um starfsemi hennar. Það kom henni á óvart hversu spennandi henni þóttu við- fangsefnin og hversu víðfeðm starf- semi fer fram í fyrirtækinu. „Landsvirkjun rekur átján afl- stöðvar um allt land. Starfsmenn eru í kringum 270 og starfa í höfuð- borginni, á Suðurlandi, Austurlandi, Norðausturlandi og Norðvestur- landi. Við höfum verið að auka jafnt og þétt við þá orku sem við vinnum. Saga fyrirtækisins hefur einmitt snúist um það, að byggja virkjanir og auka framleiðsluna. Við höfum samið sérstaklega við álverin, kísil- málmverksmiðjur og gagnaver og seljum einnig til annarra orkufyrir- tækja í gegnum svokallaðan heild- sölumarkað. Við seljum ekki beint til heimila og erum því ekki nálægt hinum almenna notanda í þeim skilningi.“ Ragna segir starfsmenn Lands- virkjunar raunar ekki marga miðað við veltu fyrirtækisins en tekjur Landsvirkjunar árið 2017 voru um 480 milljónir Bandaríkja- dala, eða um 50 milljarðar króna. Nettóskuldirnar á síðasta ári voru rúmlega tvö þúsund Bandaríkjadalir sem eru yfir 200 milljarðar króna. „Við höfum lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir, sem hefur gengið vel, samhliða uppbyggingu síðustu ára. Í framhaldinu munu skapast skilyrði til að greiða meiri arð og væntanlegar arðgreiðslur hafa verið dálítið í umræðunni undanfarið. Ég tel að núna sé ein- mitt rétti tíminn til að ræða hvað eigandi Landsvirkjunar, ríkið, eigi að gera við arð framtíðar, en ekki þegar hann er búinn að myndast,“ segir Ragna og áréttar að hjá Lands- virkjun þurfi ávallt að hugsa áratugi fram í tímann. „Að byggja virkjun er margra ára ferli sem felur í sér hug- myndavinnu, mælingar, rannsóknir og framkvæmd. Ferlið hefur verið að lengjast. Svona framkvæmdir eru umdeildar og ekki hlaupið að því að fá tilskilin leyfi. Til dæmis þarf að fara í umhverfismat og langt umsagnarferli, enda er mikilvægt að almenningur og hagaðilar fái að segja sína skoðun á verkefnum.“ Landsvirkjun er með ýmsa virkj- unarkosti sem verið er að rannsaka og skoða. „En að lokum erum það ekki við sem ráðum því hvar verður virkjað eða verndað, heldur þarf virkjunarkostur að vera í nýtingar- flokki í rammaáætlun, sem Alþingi samþykkir.“ Mikilvægt að ná jafnrétti Ragna á sæti í framkvæmdastjórn Landsvirkjunar og var þar lengi vel eina konan. „Sem betur fer erum við orðnar tvær og það er gott skref,“ segir Ragna. Betur má ef duga skal og hefur Landsvirkjun unnið mark- visst að jafnréttismálum undanfarin tvö ár, með þátttöku alls starfsfólks. „Við höfum komist að raun um að til að ná árangri í jafnréttismálum verðum við að horfa á fyrirtækja- menninguna, en oft er erfitt að breyta henni. Við höfum sett fram mælanleg markmið sem unnið er að og höfum átt gott samtal innan fyrirtækisins þar sem jafnréttis- málin eru í brennidepli. Þetta er mál sem er nauðsynlegt fyrir okkur að ná sem bestum árangri í til að við getum dafnað og náð árangri.“ En er hún bjartsýn á að jafnrétti náist? „Þetta er allt fram á við og ég vona að við getum einhvern tíma sagt: „Nú er komið jafnrétti.“ Fyrir mér er jafnrétti ekki algert fyrr en það er 50/50 og þann dag sem algert jafnrétti næst í viðskiptalífinu, orku- geiranum og atvinnulífinu, skal ég gleðjast. Ég vona bara að ég verði ekki dauð þegar það gerist,“ segir hún og hlær. Loftslagsmál í stærra samhengi Í byrjun árs 2017 var ákveðið að Landsvirkjun myndi í starfsemi sinni leggja áherslu á þrjú af heims- markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Eitt þeirra er heimsmarkmið 13, sem snýst um að grípa þurfi til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Ragna segir Íslendinga standa frammi fyrir lúxusvandamáli. „Við getum ákveðið hvort við viljum byggja frekar við endurnýjanlega orkugjafa eða ekki. Flestar aðrar þjóðir vinna t.d. að því hörðum höndum að auka sína framleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum, en við getum valið með hagsmuni landsins í huga. Því vali fylgir ábyrgð.“ Hún segir mikilvægt að horfa á loftslagsmálin í alþjóðlegu sam- hengi. „Mér finnst gott að við gerum okkur grein fyrir þeirri staðreynd að loftslagsmál og baráttan við gróður- húsaáhrif eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni okkar allra um þessar mundir. Vissulega vegast á sjónar- mið hnattrænnar loftslagsverndar og staðbundinnar náttúruverndar, en við berum mikla ábyrgð í þessum efnum og ættum tvímælalaust að vilja leggja okkar af mörkum. Það getum við til dæmis gert með því að nýta virkjunarkosti sem er skynsamlegt að nýta, eins og til að mynda vindmyllur. Það er ekki skynsamlegt að hætta uppbyggingu og segja að nú sé nóg komið, heldur eigum við að spyrja okkur hvort við getum nýtt eitthvað til viðbótar sem samræmist bæði okkar eigin hags- munum og er líka framlag okkar til loftslagsmála. Þannig getum við til dæmis laðað að okkur fjölbreyttan iðnað sem ella væri annars staðar í heiminum.“ Rögnu var boðið að taka þátt í 24. þingi aðildarríkja Ramma- samnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, COP 24, sem fór fram 2.-14. desember 2018 í Kato- wice í Póllandi. Á þinginu komu saman ríflega 130 ráðherrar og aðrir fulltrúar aðildarríkjanna, sem og fulltrúar fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka. „Ég var beðin um að segja reynslusögu og greindi frá uppbyggingu vatnsafls og jarð- varma og hvernig stóriðjan tengist henni. Ég sagði frá þeim stórmerki- legu orkuskiptum sem hafa orðið á Íslandi, fyrst með rafvæðingunni og síðan hitaveituvæðingunni,“ segir Ragna en ræða hennar vakti tölu- verða athygli á þinginu. „Það að geta sagt að okkar orkuvinnsla byggist á endurnýjanlegum orkugjöfum að fullu er stórkostlegt og eitthvað sem flest ríki heims eiga erfitt með að skilja.“ Viðfangsefni Rögnu Árnadótt- ur, aðstoðarfor- stjóra Landsvirkj- unar, eru mörg og krefjandi. Meðal annars að sætta sjónarmið orku- vinnslu og nátt- úruverndar. Lofts- lagsmálin eru henni hugleikin svo og jafnréttis- málin. Ég hef hins vegar haldið því fram að fólk geti verið virkjunar­ sinnaðir náttúruverndar­ sinnar og náttúru­ verndarsinnaðir virkj unarsinnar. KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 KONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 1 -A B E C 2 2 3 1 -A A B 0 2 2 3 1 -A 9 7 4 2 2 3 1 -A 8 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.