Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 34
Ég á mér draum um að búið verði að brjóta niður glerveggi og múra þegar stelpurnar mínar þrjár verða komn- ar út á vinnumarkaðinn. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Að veita viðurkenningar er dýrmætt. Að gefa hrós er dýrmætt. Ef það er eitthvað sem ég hef lært á starfsferli mínum sem stjórnandi er það hversu mikilvægt það er að gefa endurgjöf á því sem vel er gert. Ég ætla því að fá að vitna í einn af viðurkenn- ingarhöfum kvöldsins, sem ég get ekki enn ljóstrað upp hver er, en hún komst vel að orði þegar hún sagði: „Að fá hrós og viðurkenn- ingu er eins og lítill koss á sálina“,“ segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA. Í kvöld verður árleg verðlauna- hátíð FKA haldin í Gamla bíó. „Hátíðin er stærsti viðburður félagsins ár hvert þar sem vakin er athygli á konum sem hafa skarað fram úr í atvinnulífinu og verið öðrum hvatning og fyrirmynd,“ útskýrir Hrafnhildur. Alls bárust yfir hundrað tilnefn- ingar fyrir viðurkenningarhátíðina sem haldin verður í tuttugasta sinn, á 20. afmælisári FKA. Dómnefnd skipuð fjölbreyttum hópi karla og kvenna hefur útnefnt þrjár konur sem hljóta FKA-viðurkenninguna, FKA-þakkarviðurkenninguna og FKA-hvatningarviðurkenninguna 2019. „Að veita viðurkenningar er liður í því að vekja athygli á því sem vel er gert og draga fram þær mörgu og flottu kvenfyrirmyndir sem við höfum,“ segir Hrafnhildur. Litið yfir farinn veg „FKA er félagasamtök fyrir allar konur í atvinnulífinu sem eru stjórnendur og leiðtogar, hvort sem þær eiga eða reka fyrirtæki, eru stjórnendur í fyrirtækjum, stjórnar- konur, frumkvöðlar eða í nýsköp- un,“ útskýrir Hrafnhildur. „Ef konur vilja efla tengslanet sitt, styrkja sjálfar sig eða hafa áhrif til eflingar íslensku atvinnulífi, þá er FKA klár- lega vettvangurinn til þess.“ Það var kraftmikill hópur kvenna í eigin atvinnurekstri sem tók sig til og stofnaði Félag kvenna í atvinnu- rekstri fyrir tuttugu árum. „Þá var mikil þörf á stuðningi við konur í eigin rekstri enda voru þessar konur töluvert færri en í dag og vantaði stuðningsnet,“ segir Hrafnhildur. „Fyrstu árin var félagið eingöngu fyrir konur sem áttu eigið fyrirtæki en aukinn áhugi annarra kvenna í atvinnulífinu varð til þess að félagið opnaðist fyrir allar konur í atvinnulífinu, bæði stjórnendur og leiðtoga, og varð að Félagi kvenna í atvinnulífinu. Á tveimur áratugum hafa þúsundir kvenna lagt mikla vinnu í að efla félagið og ekki hægt annað en að fyllast þakklæti yfir öllum þeim konum sem rutt hafa veginn.“ Félagið hefur vaxið og dafnað og aldrei hafa verið fleiri konur í FKA. „Við höldum árlega yfir hundrað fjölbreytta viðburði og erum með öflugt starf á höfuðborgarsvæðinu sem og landsbyggðinni. Velgengni félagasamtakanna er ávallt og fyrst og fremst undir félagsmönnum komin; í okkar tilfellum konum,“ segir Hrafnhildur og brosir. Framþróun en ekki stöðnun Konur eru áhrifamiklar í íslensku samfélagi og Ísland sú þjóð sem náð hefur hvað mestum árangri í jafn- réttismálum á heimsmælikvarða. „Enn er þó töluvert í land og við megum ekki verða værukær, hugsa að nú sé bara nóg komið eða að þetta gerist bara af sjálfu sér,“ segir Hrafnhildur. „Með samhentum aðgerðum þurfum við að stefna markvisst að því að búa til samfélag þar sem fjölbreytni og jafnvægi ríkir. FKA er ein breytan í því stóra samhengi þar sem konur í atvinnu- lífi eru í brennidepli og við erum hreyfiafl sem stuðlar að þróun sem snýr að málefnum kvenna í atvinnulífinu í rekstri og stjórnun,“ segir Hrafnhildur. Hún segir oft frá draumsýn sinni. „Ég á mér draum um að búið verði að brjóta niður glerveggi og múra þegar stelpurnar mínar þrjár verða vaxnar úr grasi og komnar út á vinnumarkaðinn. Hins vegar er heil mannsævi þar til við náum jafnvægi sé horft til þeirrar þróunar og í raun stöðnunar sem orðið hefur í dag, og þá horfi ég aðallega til kvenna í stjórnum og stjórnendastöðum. Það er ekki ásættanlegt og ég brenn fyrir því að hraða þessari þróun, ásamt öllum 1.200 konunum sem eru í FKA. Við sameinumst í þeim krafti að vilja hafa áhrif til framþróunar og okkar framtíðarsýn að nýta fjölbreyti- leikann og skapa atvinnulíf þar sem við fullnýtum þessa ólíku krafta og allir njóta sömu tækifæra.“ FKA er í Húsi atvinnulífsins, Borgar- túni 35. Sjá nánar á fka.is. FKA eflir kraft kvenna Félag kvenna í atvinnulífinu stendur á tvítugu. Í tilefni stórafmælisins verður mikið um dýrðir á afmælisárinu og í kvöld verður árleg viðurkenningarhátíð FKA haldin í Gamla bíó. Viðurkenn- ingarnar vekja athygli á einstökum kvenfyrirmyndum sem eru öðrum hvatning. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er framkvæmdastjóri FKA. MYND/STEFÁN FKA var stofnað 9. apríl 1999 í kjölfar þess að starfshópur Finns Ingólfssonar, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skilaði af sér tillögu um að æskilegt væri að stofna félag til stuðnings við konur í atvinnurekstri; sér í lagi til að efla tengslanet þeirra á milli,“ segir Rakel til upprifjunar, og þótt liðin séu tæp tuttugu ár hefur þörf á tengslaneti kvenna síst minnkað. „Aðildarkonum FKA hefur fjölgað jafnt og þétt og teljast nú um 1.200. Miklu skipti sú breyt- ing þegar félagið opnaði aðild fyrir fleiri kvenstjórnendur en fyrirtækjaeigendur 2005,“ útskýrir Rakel. „Það gerði mér til dæmis kleift að ganga í félagið þegar ég var framkvæmdastjóri Creditinfo og taldist til kvenstjórnenda en ekki eigenda. Ég hafði þá löngum horft til FKA, enda margar fyrir- myndir mínar þá þegar í félaginu.“ Þúsundir viðskiptasambanda Rakel segir ómetanlegt að hafa kynnst starfi FKA og öðrum FKA- konum. „FKA er ekki aðeins öflugur vettvangur til stuðnings við kven- stjórnendur í atvinnulífinu heldur efa ég ekki að viðskiptasambönd FKA-kvenna sín á milli megi telja í þúsundum,“ segir Rakel. Notaleg staðreynd sé einnig að traust vinátta myndist á milli FKA- kvenna. „Þær eru ófáar FKA-konurnar sem myndu votta að helstu og bestu vinkonur sínar væru félags- konur í FKA. Ég held að þetta tvennt sé lýsandi fyrir það hvernig margföldunaráhrif tengslanetsins virka enda eru þetta orðnir tveir áratugir.“ Áhrifavaldur í samfélaginu FKA er mikilvægur áhrifavaldur í íslensku samfélagi. Rakel segir það að stórum hluta til vegna hreyfi- aflsverkefna sem félagið hefur staðið að undanfarinn áratug. „Við erum statt og stöðugt að vinna að því að fjölga konum í stjórnum félaga og þá vinnur jafnvægisvog FKA að því að fjölga konum í framkvæmdastjórnum fyrirtækja. FKA stendur líka fyrir fjölmiðlaverkefni sem gengur út á að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum og eins leggjum við mikla áherslu á að #metoo-byltingunni verði fylgt vel eftir. Allt eru þetta áhersluverk- efni stjórnar FKA sem við vinnum í samstarfi með atvinnulífinu, fjöl- miðlum og stjórnvöldum.“ Öflugt grasrótarstarf Innra starf FKA er geysilega öflugt. Þar starfa um 100 konur í nefndum og deildum á vegum félagsins. „Ég held því feimnislaust fram Kvenorkan er magnað afl „Á 20. afmælisári FKA er við hæfi að rifja upp hvers vegna efling tengslanets kvenna í at- vinnulífinu er svo mikilvæg í kjarnastarfsemi FKA,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. „Rétt’ upp hönd“ er hvatning Jafnvægisvogar FKA til fyrirtækja um að jafna hlutföll kynja í framkvæmdastjórnum næstu árin. Á myndinni má sjá stjórn og framkvæmdastjóra FKA rétta upp hönd, talið frá vinstri: Guðrún Ragnarsdóttir, Lilja Bjarnadóttir, Ragnheiður Aradóttir, Rakel Sveinsdóttir formaður, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Áslaug Gunnlaugsdóttir, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri og Anna Þóra Ísfold. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is að hér finnist öflugasta grasrótar- starf landsins,“ segir Rakel. „Því er stundum fleygt að kvenorkan sé svo magnað afl að á endanum sigri hún heiminn og á FKA-við- burðum er ekki laust við að manni líði þannig. Ég hvet því konur í leiðtogahlutverkum til að skrá sig í félagið; til að styðja við hreyfi- aflsverkefni FKA eða nýta sér allt sem við höfum að bjóða. Því fleiri konur; því stærra tengslanet og því sterkara verður FKA.“ 4 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -B 0 D C 2 2 3 1 -A F A 0 2 2 3 1 -A E 6 4 2 2 3 1 -A D 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.